Óttar Magnús Karlsson skoraði eitt marka Trelleborgs sem lagði Norrköping 2-1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Margar úrslitasíður skráðu markið hins vegar á Deniss Hadzikadunic en það er alveg klárt að þetta er mark Óttar Magnúsar. Hann skallaði boltann laglega í netið eftir hornspyrnu en markið má sjá hér.
Þetta var fyrsti sigur nýliðanna í deildinni þessa leiktíðina en liðið er í þrettánda sætinu með fjögur stig. Þetta var jafnframt fyrsta mark framherjans í deildinni síðan hann kom á láni frá Molde.
Óttar var ekki eini Íslendingurinn á vellinum en í liði Norrköping eru Jón Guðni Fjóluson, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted sat á bekknum.
Óttar Magnús opnaði markareikninginn fyrir Trelleborg | Sjáðu markið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn