Forlagið opnar streymisþjónustu fyrir hljóðbækur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. apríl 2018 14:51 Það eru spennandi tímar framundan í íslenskri bókaútgáfu. Forlagið opnaði í dag streymisþjónustu fyrir hljóðbækur. Vísir/anton Brink „Loksins, betra seint en aldrei,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Vísi um nýtt smáforrit fyrir hljóðbækur sem Forlagið opnaði formlega í dag. Lestrarhestar hafa um langt skeið beðið eftir því að geta hlustað á íslenskar hljóðbækur í gegnum snjalltækin sín. Í febrúar birtist til að mynda grein á Hugrás þar sem kallað var eftir slíkri streymisþjónustu undir yfirskriftinni „Á ég að lesa fyrir bróður minn?“ og getur greinarhöfundur tekið gleði sína á ný í ljósi tíðinda dagsins. „Við erum að svara eftirspurn eftir hljóðbókum sem hefur ekki bara aukist hérlendis heldur líka erlendis. Sala á hljóðbókum er það sem er í mestum vexti í bóksölu erlendis en Íslendingar hafa ekki getað spilað hljóðbækurnar sínar í snjalltækjunum þannig að við ákváðum að ráðast í þessa app-gerð,“ segir Egill um nýjustu tíðindin úr bókabransanum. Egill segir að streymisþjónustan sé búin að vera í undirbúningi í rúmt ár. Þegar hafi komið honum á óvart bæði hversu kostnaðarsöm og tímafrek framleiðsla á hljóðbókum sé. Hún hafi reynst heilmikil fjárfesting. „Ég hefði sannarlega viljað vera kominn með þetta á markað fyrir löngu síðan og ég geri ráð fyrir að þúsundir eða tugþúsundir Íslendinga séu nú þegar áskrifendur að ensku hljóðbókaveitunni Audible. Loksins, betra seint en aldrei,“ segir Egill glaður í bragði með áfangann.Smáforrit Forlagsins er með þeim hætti að kaupunum fylgja engar skuldbindingar, ekki satt? „Engar skuldbindingar. Fólk kaupir stakar hljóðbækur og getur átt þær og getur streymt þeim í hvaða snjalltæki og tölvu sem er nettengd þannig að það eru engar kvaðir aðrar. Við ákváðum að fara af stað með hljóðbækurnar eins ódýrar og við treystum okkur, til þess að fólk geti átt kost á því að kynnast hljóðbókinni. Ein bók kostar bara 990 krónur stykkið út maí. Verðið er ekki síst hugsað til þess að fólk prófi og kynnist heimi hljóðbókanna.“Geta hljóðbækurnar ekki hjálpað þeim sem eru lesblindir eða eiga af einhverjum ástæðum erfitt með lestur? „Ég held þetta gjörbreyti stöðunni fyrir þá sem eiga erfitt með að sitja við og lesa texta af blaði. Það hefur sýnt sig að það að hlusta á hljóðbók getur gjörbreytt þessari upplifun til hins betra.“ Egill segir að framtíðarstefna Forlagsins sé sú að bækur komi alltaf samhliða út á prenti, hljóð-og rafbók. „Það má til dæmis nefna að eftir örfáa daga kemur út ný bók Einars Kárasonar og við stefnum að því að gefa hana út, líklega í fyrsta skiptið á Íslandi, samtímis í þremur útgáfuformum; prent, hljóð og raf. Þetta er reyndar bók sem búið er að selja til fjölda erlendra útgefenda áður en hún kemur út, sem líka er nánast fáheyrt í íslenskri útgáfu.“Eru spennandi tímar fram undan í íslenskri bókaútgáfu?„Virkilega. Útgefendur eru í auknum mæli að nýta sér tæknina og þetta er gott dæmi um það.“Fyrir þá sem hafa ekki vanist því að hlusta á hljóðbækur, er einhver betri leið en önnur til að nota þær eða staðir sem gott er að vera á til að hlusta? „Sjálfum finnst mér yndislegt að fara út í göngutúr og hlusta á hljóðbækur en svo veit ég að fólk hlustar mikið í bílum í umferðinni og á meðan það sinnir hinum ýmsu heimilisstörfum. Það er hægt að hlusta á hljóðbók í rauninni við hvaða iðju sem er.“ Hægt er að streyma hljóðbókunum í gegnum vafra í tölvunni eða í gegnum appið Forlagið – hljóðbók í síma eða snjalltæki. Appið er bæði fyrir IOS stýrikerfið (Iphone og Ipad) og Android. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Forlagsins. Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Loksins, betra seint en aldrei,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Vísi um nýtt smáforrit fyrir hljóðbækur sem Forlagið opnaði formlega í dag. Lestrarhestar hafa um langt skeið beðið eftir því að geta hlustað á íslenskar hljóðbækur í gegnum snjalltækin sín. Í febrúar birtist til að mynda grein á Hugrás þar sem kallað var eftir slíkri streymisþjónustu undir yfirskriftinni „Á ég að lesa fyrir bróður minn?“ og getur greinarhöfundur tekið gleði sína á ný í ljósi tíðinda dagsins. „Við erum að svara eftirspurn eftir hljóðbókum sem hefur ekki bara aukist hérlendis heldur líka erlendis. Sala á hljóðbókum er það sem er í mestum vexti í bóksölu erlendis en Íslendingar hafa ekki getað spilað hljóðbækurnar sínar í snjalltækjunum þannig að við ákváðum að ráðast í þessa app-gerð,“ segir Egill um nýjustu tíðindin úr bókabransanum. Egill segir að streymisþjónustan sé búin að vera í undirbúningi í rúmt ár. Þegar hafi komið honum á óvart bæði hversu kostnaðarsöm og tímafrek framleiðsla á hljóðbókum sé. Hún hafi reynst heilmikil fjárfesting. „Ég hefði sannarlega viljað vera kominn með þetta á markað fyrir löngu síðan og ég geri ráð fyrir að þúsundir eða tugþúsundir Íslendinga séu nú þegar áskrifendur að ensku hljóðbókaveitunni Audible. Loksins, betra seint en aldrei,“ segir Egill glaður í bragði með áfangann.Smáforrit Forlagsins er með þeim hætti að kaupunum fylgja engar skuldbindingar, ekki satt? „Engar skuldbindingar. Fólk kaupir stakar hljóðbækur og getur átt þær og getur streymt þeim í hvaða snjalltæki og tölvu sem er nettengd þannig að það eru engar kvaðir aðrar. Við ákváðum að fara af stað með hljóðbækurnar eins ódýrar og við treystum okkur, til þess að fólk geti átt kost á því að kynnast hljóðbókinni. Ein bók kostar bara 990 krónur stykkið út maí. Verðið er ekki síst hugsað til þess að fólk prófi og kynnist heimi hljóðbókanna.“Geta hljóðbækurnar ekki hjálpað þeim sem eru lesblindir eða eiga af einhverjum ástæðum erfitt með lestur? „Ég held þetta gjörbreyti stöðunni fyrir þá sem eiga erfitt með að sitja við og lesa texta af blaði. Það hefur sýnt sig að það að hlusta á hljóðbók getur gjörbreytt þessari upplifun til hins betra.“ Egill segir að framtíðarstefna Forlagsins sé sú að bækur komi alltaf samhliða út á prenti, hljóð-og rafbók. „Það má til dæmis nefna að eftir örfáa daga kemur út ný bók Einars Kárasonar og við stefnum að því að gefa hana út, líklega í fyrsta skiptið á Íslandi, samtímis í þremur útgáfuformum; prent, hljóð og raf. Þetta er reyndar bók sem búið er að selja til fjölda erlendra útgefenda áður en hún kemur út, sem líka er nánast fáheyrt í íslenskri útgáfu.“Eru spennandi tímar fram undan í íslenskri bókaútgáfu?„Virkilega. Útgefendur eru í auknum mæli að nýta sér tæknina og þetta er gott dæmi um það.“Fyrir þá sem hafa ekki vanist því að hlusta á hljóðbækur, er einhver betri leið en önnur til að nota þær eða staðir sem gott er að vera á til að hlusta? „Sjálfum finnst mér yndislegt að fara út í göngutúr og hlusta á hljóðbækur en svo veit ég að fólk hlustar mikið í bílum í umferðinni og á meðan það sinnir hinum ýmsu heimilisstörfum. Það er hægt að hlusta á hljóðbók í rauninni við hvaða iðju sem er.“ Hægt er að streyma hljóðbókunum í gegnum vafra í tölvunni eða í gegnum appið Forlagið – hljóðbók í síma eða snjalltæki. Appið er bæði fyrir IOS stýrikerfið (Iphone og Ipad) og Android. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Forlagsins.
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira