Innlent

Almenningur vill hærri sektir vegna farsímanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nú er betra að passa sig.
Nú er betra að passa sig. Vísir/Stefán
Lögreglan á höfuð­borgar­svæðinu mun fylgjast sérstaklega með því í maí hvort ökumenn noti farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þeir sem verða staðnir að verki mega búast við 40 þúsund króna sekt. Núna er sektin fimm þúsund krónur en þegar reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot tekur breytingum 1. maí áttfaldast sektarupphæðin.

„Í viðhorfskönnunum okkar hefur komið fram mjög skýr vilji hjá fólki til þess að hækka sektina og flestir hafa nefnt 55 þúsund krónur sem ákjósanlega upphæð. Þarna er þetta komið í áttina að þeirri upphæð,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu

Sjá einnig: Sektin áttfaldast



Þá mun lögreglan jafnframt skoða fyrstu vikuna í maí hvort rétt sé að byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja. 

Notkun nagla er bönnuð frá og með 15. apríl. Hins vegar er ekki bara horft til þeirrar dagsetningar heldur líka akstursskilyrða.

„Fyrstu vikuna í maí munum við skoða langtímaveðurspána. Við lítum á suðvesturhlutann sem eitt atvinnusvæði. Ef veðurspáin er góð fyrir þetta svæði munum við tilkynna öllum fjölmiðlum að við séum að fara að kæra þetta,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir

Hærri sektir fyrir brot

Lægsta sektarfjárhæð fyrir umferðarlagabrot verður 20.000 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×