Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. apríl 2018 06:00 Sótt hefur verið að fálkanum undanfarin ár og eggjaþjófar hafa spillt varpi hans. Í vor verður varpið vaktað með myndavélum. Ólafur K. Nielsen Fálkasetur Íslands hefur fengið samþykki frá Umhverfisstofnun til þess að setja upp myndavélar við fálkahreiður og reyna þannig að bægja eggjaþjófum frá. Fálkasetrið, sem er frjáls félagsskapur, mun hafa samráð við Náttúrufræðistofnun Íslands um verkefnið. „Nú krossar maður bara fingur og vonar að þetta gangi allt saman vel. Sérstaklega að þessi umræða verði til þess að menn sem hafa haft þetta í huga haldi að sér höndum. Þannig að þetta hafi fælingaráhrif,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur og formaður stjórnar Fálkaseturs. Það sé enginn áhugi á því að standa fólk að verki við að stela eggjum. „Við viljum bara að fólk láti af þessum ósið.“ Hlutverk Náttúrufræðistofnunar verður að koma með tillögur um við hvaða hreiður skuli setja myndavélarnar. Fálkasetrið sér síðan um að afla myndavéla og aðstoða við uppsetningu þeirra og aðra framkvæmd. Nú þegar hefur ein myndavél verið keypt og búið er að koma henni fyrir. „Síðan höfum við verið í samstarfi við austurrískan fálkaáhugamann og -vin. Hann á tíu svona vélar sem hann hefur verið tilbúinn til að lána okkur. Það er ekki búið að koma þeim öllum upp en einhverjum þeirra,“ segir Aðalsteinn.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á ÍslandiFréttablaðið hefur áður greint frá því að vitað er um bónda í Aðaldal sem setti upp myndavél á landareign sinni, þar sem fálkaóðal er. Sumarið eftir að myndavélin var sett upp komust ungar á legg í fyrsta skipti í áratug. Parið kom aftur upp ungum ári seinna. Sú myndavél var ekki sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu. Aðalsteinn segir að varp sé byrjað hjá fálkanum en ekkert sé hægt að segja til um það á þessu stigi hversu vel það muni heppnast. „Það er ekki búið að heimsækja öll hreiður eða skoða. En undirbúningur að varpi fálka hefst snemma. Kvenfuglinn hættir að veiða í mars og sest við hreiðurklettinn og karlfuglinn ber í hana æti. Fuglinn verpir síðan ekki fyrr en undir miðjan apríl.“ Vitað er að undanfarin ár hafa egg verið tekin úr hreiðrum fálka. Grunur leikur á að blásið sé úr þeim og þau seld söfnurum. Hávær orðrómur er á Húsavík um það hverjir eru að verki, en það hefur ekki verið sannað. Í ágúst í fyrra var karlmaður handtekinn í Norrænu með egg úr sjaldgæfum fuglum. Þar á meðal voru smyrilsegg, en ekki fálkaegg. Mál mannsins var til rannsóknar hjá Tollstjóra, en hefur nú verið sent lögreglu. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Fálkavinir finna fyrir samstöðu Nú þegar hefur einn einstaklingur boðist til þess að gefa Fálkasetrinu í Ásbyrgi andvirði myndavélar. 7. apríl 2018 10:00 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Fálkasetur Íslands hefur fengið samþykki frá Umhverfisstofnun til þess að setja upp myndavélar við fálkahreiður og reyna þannig að bægja eggjaþjófum frá. Fálkasetrið, sem er frjáls félagsskapur, mun hafa samráð við Náttúrufræðistofnun Íslands um verkefnið. „Nú krossar maður bara fingur og vonar að þetta gangi allt saman vel. Sérstaklega að þessi umræða verði til þess að menn sem hafa haft þetta í huga haldi að sér höndum. Þannig að þetta hafi fælingaráhrif,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur og formaður stjórnar Fálkaseturs. Það sé enginn áhugi á því að standa fólk að verki við að stela eggjum. „Við viljum bara að fólk láti af þessum ósið.“ Hlutverk Náttúrufræðistofnunar verður að koma með tillögur um við hvaða hreiður skuli setja myndavélarnar. Fálkasetrið sér síðan um að afla myndavéla og aðstoða við uppsetningu þeirra og aðra framkvæmd. Nú þegar hefur ein myndavél verið keypt og búið er að koma henni fyrir. „Síðan höfum við verið í samstarfi við austurrískan fálkaáhugamann og -vin. Hann á tíu svona vélar sem hann hefur verið tilbúinn til að lána okkur. Það er ekki búið að koma þeim öllum upp en einhverjum þeirra,“ segir Aðalsteinn.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á ÍslandiFréttablaðið hefur áður greint frá því að vitað er um bónda í Aðaldal sem setti upp myndavél á landareign sinni, þar sem fálkaóðal er. Sumarið eftir að myndavélin var sett upp komust ungar á legg í fyrsta skipti í áratug. Parið kom aftur upp ungum ári seinna. Sú myndavél var ekki sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu. Aðalsteinn segir að varp sé byrjað hjá fálkanum en ekkert sé hægt að segja til um það á þessu stigi hversu vel það muni heppnast. „Það er ekki búið að heimsækja öll hreiður eða skoða. En undirbúningur að varpi fálka hefst snemma. Kvenfuglinn hættir að veiða í mars og sest við hreiðurklettinn og karlfuglinn ber í hana æti. Fuglinn verpir síðan ekki fyrr en undir miðjan apríl.“ Vitað er að undanfarin ár hafa egg verið tekin úr hreiðrum fálka. Grunur leikur á að blásið sé úr þeim og þau seld söfnurum. Hávær orðrómur er á Húsavík um það hverjir eru að verki, en það hefur ekki verið sannað. Í ágúst í fyrra var karlmaður handtekinn í Norrænu með egg úr sjaldgæfum fuglum. Þar á meðal voru smyrilsegg, en ekki fálkaegg. Mál mannsins var til rannsóknar hjá Tollstjóra, en hefur nú verið sent lögreglu.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Fálkavinir finna fyrir samstöðu Nú þegar hefur einn einstaklingur boðist til þess að gefa Fálkasetrinu í Ásbyrgi andvirði myndavélar. 7. apríl 2018 10:00 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00
Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00
Fálkavinir finna fyrir samstöðu Nú þegar hefur einn einstaklingur boðist til þess að gefa Fálkasetrinu í Ásbyrgi andvirði myndavélar. 7. apríl 2018 10:00