Ætlaði að verða sjómaður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 08:45 Sveinn kom heim til að syngja með Karlakór Reykjavíkur en næst fer kórinn út til hans til Austurríkis. Vísir/eyþór „Karlakórinn er með ferna tónleika núna, þá síðustu á laugardaginn. Þetta er bara vinnuferð,“ segir tenórsöngvarinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem lífgar upp á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur með einsöng sínum en býr annars í Linz í Austurríki og er fastráðinn við óperuna í Leipzig í Þýskalandi. Hann þekkir sig í karlakórnum en þar byrjaði hann að syngja fyrir alvöru eftir að hafa verið rekinn af heimavist Stýrimannaskólans fyrir söng og hávaða. „Ég ætlaði ekkert að verða söngvari heldur sjómaður,“ segir Sveinn sem ólst upp á Akureyri og kynntist sjómennsku þar, meðal annars hjá Gæslunni. „Svo settist ég í Stýrimannaskólann og þar byrjaði ég að syngja með strákum á vistinni, þá var ekkert internet og eitt kvöld í viku vorum við nokkrir sem fengum okkur þynnt kaffi og sungum, því morguninn eftir var fyrsti tíminn klukkan tíu. Næsta ár var ég bara mjög kurteislega rekinn af vistinni fyrir læti. Þetta var náttúrlega ekki söngskóli heldur stýrimannaskóli.“ Leiðin lá í Karlakór Reykjavíkur. Þar kynntist Sveinn Dúa Friðriki söngstjóra, fékk aukatíma hjá honum kringum æfingarnar og fór svo í Söngskóla Sigurðar Demetz. „Ég ákvað að einbeita mér að söngnum, gæti alltaf orðið sjómaður seinna, tók burtfararpróf eftir fjögurra ára nám og fór út til Vínar í háskólann. Þannig var nú það.“ Eftir útskrift frá Vín kveðst Sveinn fljótlega hafa verið fastráðinn í leikhúsinu í Linz í Austurríki en síðasta haust fengið fastráðningu við óperuna í Leipzig í Þýskalandi og síðan þá tekið þátt í ellefu uppfærslum. „Það er mikið um gamlar uppfærslur í Leipzig, bara vikuæfingar og svo sýnt en fyrir mig voru þetta allt frumsýningar því ég hafði ekki verið með áður. En ef maður er í þjálfun við að tileinka sér eitthvað þá kemst maður hraðar, bara eins og á hlaupabrettinu. Ég hef þá reglu að um leið og eitthvað er fast í hendi þá byrja ég að æfa. Vinna listamanna er eins og ísjaki, það er bara pínulítið upp úr, aðalvinnan er í kafi.“ Sveinn hefur skapað sér heimili í Lintz með þýskum kærasta sem er leikari. Síðasta ár kveðst hann ekkert hafa kíkt heim. „Kannski skrepp ég norður í næstu viku, annars kom fólkið mitt flest suður á tónleikana. Síðan á ég marga vini og óskylda ættingja hér fyrir sunnan. Þetta er gott orð, óskyldir ættingjar!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Karlakórinn er með ferna tónleika núna, þá síðustu á laugardaginn. Þetta er bara vinnuferð,“ segir tenórsöngvarinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem lífgar upp á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur með einsöng sínum en býr annars í Linz í Austurríki og er fastráðinn við óperuna í Leipzig í Þýskalandi. Hann þekkir sig í karlakórnum en þar byrjaði hann að syngja fyrir alvöru eftir að hafa verið rekinn af heimavist Stýrimannaskólans fyrir söng og hávaða. „Ég ætlaði ekkert að verða söngvari heldur sjómaður,“ segir Sveinn sem ólst upp á Akureyri og kynntist sjómennsku þar, meðal annars hjá Gæslunni. „Svo settist ég í Stýrimannaskólann og þar byrjaði ég að syngja með strákum á vistinni, þá var ekkert internet og eitt kvöld í viku vorum við nokkrir sem fengum okkur þynnt kaffi og sungum, því morguninn eftir var fyrsti tíminn klukkan tíu. Næsta ár var ég bara mjög kurteislega rekinn af vistinni fyrir læti. Þetta var náttúrlega ekki söngskóli heldur stýrimannaskóli.“ Leiðin lá í Karlakór Reykjavíkur. Þar kynntist Sveinn Dúa Friðriki söngstjóra, fékk aukatíma hjá honum kringum æfingarnar og fór svo í Söngskóla Sigurðar Demetz. „Ég ákvað að einbeita mér að söngnum, gæti alltaf orðið sjómaður seinna, tók burtfararpróf eftir fjögurra ára nám og fór út til Vínar í háskólann. Þannig var nú það.“ Eftir útskrift frá Vín kveðst Sveinn fljótlega hafa verið fastráðinn í leikhúsinu í Linz í Austurríki en síðasta haust fengið fastráðningu við óperuna í Leipzig í Þýskalandi og síðan þá tekið þátt í ellefu uppfærslum. „Það er mikið um gamlar uppfærslur í Leipzig, bara vikuæfingar og svo sýnt en fyrir mig voru þetta allt frumsýningar því ég hafði ekki verið með áður. En ef maður er í þjálfun við að tileinka sér eitthvað þá kemst maður hraðar, bara eins og á hlaupabrettinu. Ég hef þá reglu að um leið og eitthvað er fast í hendi þá byrja ég að æfa. Vinna listamanna er eins og ísjaki, það er bara pínulítið upp úr, aðalvinnan er í kafi.“ Sveinn hefur skapað sér heimili í Lintz með þýskum kærasta sem er leikari. Síðasta ár kveðst hann ekkert hafa kíkt heim. „Kannski skrepp ég norður í næstu viku, annars kom fólkið mitt flest suður á tónleikana. Síðan á ég marga vini og óskylda ættingja hér fyrir sunnan. Þetta er gott orð, óskyldir ættingjar!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira