Auglýsa í stórum stíl á sölutorgi fyrir fíkniefni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Þessi skjáskot voru tekin af smáforriti fyrir iPhone þar sem fíkniefnaauglýsingar hrúgast inn. Gífurlega erfitt er fyrir lögreglu að hafa hemil á síðum og forritum þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu líkir ástandinu við frumskóg. Þekkt er að seljendur vímuefna hafi nýtt sér samskiptamiðla til að koma varningi sínum á framfæri. Bæði er um að ræða miðla á borð við Facebook og Snapchat. Fréttablaðinu barst á dögunum ábending um snjallforrit sem brúkað er til verksins. Á forritinu eru stofnaðir þar til gerðir hópar og er framboðið mikið. Í hópunum eru á bilinu 400 til 1.400 einstaklingar og birtast allt að sextíu auglýsingar í þeim á klukkustund. Úrvalið er mikið, frá grasi og kókaíni yfir í læknadóp á borð við Xanex og Fentanýl. Margir bjóða upp á heimsendingu. Þá virðist nokkur samkeppni meðal einstaklinga um að bjóða sem lægst verð, mikill verðmunur er milli efna eftir söluaðilum auk þess sem margir bjóða upp á magnafslátt.Á sölutorginu má nálgast allt frá kannabis til sterkra ópíóða.„Ástandið á Íslandi er í raun þannig að það liggur við að það sé auðveldara að panta sér fíkniefni heldur en að panta sér pitsu. Þetta eru hópar sem eru opnir hverjum sem er óháð aldri. Þetta er nánast eins og að opna Fréttablaðið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Margeir segir að í hvert sinn sem lögreglunni berist ábending um slíka hópa, eða annan sambærilegan vettvang sem nýttur er til sölu, þá grípi lögreglan til einhverra aðgerða. Staðan sé hins vegar erfið enda auðvelt fyrir stofnendur hópanna eða spjallrásanna að láta þá hverfa, stofna nýja í staðinn og halda áfram á nýjum vettvangi. „Tæknin er alltaf á fleygiferð og þetta er eiginlega eins og frumskógur. Það hefur alltaf verið þannig að ef það er einhver leið til að koma þessum efnum á framfæri þá hefur hún verið nýtt. Við vitum að það eru ýmsar leiðir notaðar en hvernig við eigum að eiga við þetta er annað mál,“ segir Margeir. Mál séu mismunandi að umfangi. Stundum er auðvelt að ljúka málum en önnur mál eru umfangsmikil og krefjast gífurlegrar vinnu. Það hefur ekki verið launungarmál að lögreglan hefur þurft að forgangsraða málum hjá sér. Aðspurður um hve marga menn til viðbótar þyrfti í þessi störf ef vel ætti að vera segir Margeir að það sé erfitt að segja. „Það þyrfti tíu menn til viðbótar að lágmarki sennilega,“ segir Margeir. Hafi fólk ábendingar um fíkniefni er hægt að koma þeim nafnlaust til skila í fíkniefnasímann 800-5005 eða info@rls.is. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Sjá meira
Gífurlega erfitt er fyrir lögreglu að hafa hemil á síðum og forritum þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu líkir ástandinu við frumskóg. Þekkt er að seljendur vímuefna hafi nýtt sér samskiptamiðla til að koma varningi sínum á framfæri. Bæði er um að ræða miðla á borð við Facebook og Snapchat. Fréttablaðinu barst á dögunum ábending um snjallforrit sem brúkað er til verksins. Á forritinu eru stofnaðir þar til gerðir hópar og er framboðið mikið. Í hópunum eru á bilinu 400 til 1.400 einstaklingar og birtast allt að sextíu auglýsingar í þeim á klukkustund. Úrvalið er mikið, frá grasi og kókaíni yfir í læknadóp á borð við Xanex og Fentanýl. Margir bjóða upp á heimsendingu. Þá virðist nokkur samkeppni meðal einstaklinga um að bjóða sem lægst verð, mikill verðmunur er milli efna eftir söluaðilum auk þess sem margir bjóða upp á magnafslátt.Á sölutorginu má nálgast allt frá kannabis til sterkra ópíóða.„Ástandið á Íslandi er í raun þannig að það liggur við að það sé auðveldara að panta sér fíkniefni heldur en að panta sér pitsu. Þetta eru hópar sem eru opnir hverjum sem er óháð aldri. Þetta er nánast eins og að opna Fréttablaðið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Margeir segir að í hvert sinn sem lögreglunni berist ábending um slíka hópa, eða annan sambærilegan vettvang sem nýttur er til sölu, þá grípi lögreglan til einhverra aðgerða. Staðan sé hins vegar erfið enda auðvelt fyrir stofnendur hópanna eða spjallrásanna að láta þá hverfa, stofna nýja í staðinn og halda áfram á nýjum vettvangi. „Tæknin er alltaf á fleygiferð og þetta er eiginlega eins og frumskógur. Það hefur alltaf verið þannig að ef það er einhver leið til að koma þessum efnum á framfæri þá hefur hún verið nýtt. Við vitum að það eru ýmsar leiðir notaðar en hvernig við eigum að eiga við þetta er annað mál,“ segir Margeir. Mál séu mismunandi að umfangi. Stundum er auðvelt að ljúka málum en önnur mál eru umfangsmikil og krefjast gífurlegrar vinnu. Það hefur ekki verið launungarmál að lögreglan hefur þurft að forgangsraða málum hjá sér. Aðspurður um hve marga menn til viðbótar þyrfti í þessi störf ef vel ætti að vera segir Margeir að það sé erfitt að segja. „Það þyrfti tíu menn til viðbótar að lágmarki sennilega,“ segir Margeir. Hafi fólk ábendingar um fíkniefni er hægt að koma þeim nafnlaust til skila í fíkniefnasímann 800-5005 eða info@rls.is.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Sjá meira