Bæjarstjóri segir enga formlega ákvörðun liggja fyrir um landfyllingu Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 25. apríl 2018 23:44 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar segir að hann sé mjög meðvitaður um áhyggjur íbúa vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi við höfnina á Akranesi. Ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um málið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld felast breytingar í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. Íbúi sem Vísir ræddi við í kvöld sagði málið ekki snúast um útlits- og sjónmengun heldur væri þetta spurning um það hvernig bæ þau vilji búa í. „Málið er núna eins og kemur fram að fara í kynningu á íbúafundi og fram til þessa er búið að vera í gangi svokallað kynningarferli þar sem að við höfum verið að óska eftir ábendingum frá bæjarbúum, þannig að formlegt skipulagsferli er ekki hafið. Athugasemdaferli er ekki heldur hafið heldur er þetta bara hluti af lögformlegu ferli sem að við höfum hafið. Við lítum svo á að við viljum gefa bæði fyrirtækinu þann rétt að sækjast eftir því sem þeir eru að óska eftir og auðvitað íbúum að koma með ábendingar um hvað skipti máli í þessu,“ segir Sævar. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Skaginn 3X sem er hátæknifyrirtæki á Skaganum. „Svo verður þessi kynningarfundur og eftir það verður tekin ákvörðun hvort að þetta mál fari í formlegt skipulagsferli,“ sagði Sævar Freyr í samtali við fréttastofu í kvöld. Skiptar skoðanir væru á þessari fyrirhuguðu breytingu. „Það er alveg klárt að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af málinu og hafa komið með ábendingar. En eins og staðan er núna að þá er athugasemdafrestur ekki hafinn og ekki búið að ákveða að málið fari í formlegt skipulagsferli. En já ég hef alveg orðið var við að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af þessu. En ég hef líka orðið var við það að það eru íbúar sem telja mikilvægt að þetta mál fái umfjöllun og skoðun. Þannig að ég get ekki sagt að það sé einhliða skoðun íbúa að þetta eigi ekki að verða. En hugsunin með kynningarfundinum er að gefa öllum færi á að fá allar upplýsingar á borðið áður en að skipulagsferlið hefst.“ Kynningarfundurinn fer fram 2.maí næstkomandi og samhliða verður kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir reitinn. Skipulag Tengdar fréttir Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar segir að hann sé mjög meðvitaður um áhyggjur íbúa vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi við höfnina á Akranesi. Ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um málið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld felast breytingar í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. Íbúi sem Vísir ræddi við í kvöld sagði málið ekki snúast um útlits- og sjónmengun heldur væri þetta spurning um það hvernig bæ þau vilji búa í. „Málið er núna eins og kemur fram að fara í kynningu á íbúafundi og fram til þessa er búið að vera í gangi svokallað kynningarferli þar sem að við höfum verið að óska eftir ábendingum frá bæjarbúum, þannig að formlegt skipulagsferli er ekki hafið. Athugasemdaferli er ekki heldur hafið heldur er þetta bara hluti af lögformlegu ferli sem að við höfum hafið. Við lítum svo á að við viljum gefa bæði fyrirtækinu þann rétt að sækjast eftir því sem þeir eru að óska eftir og auðvitað íbúum að koma með ábendingar um hvað skipti máli í þessu,“ segir Sævar. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Skaginn 3X sem er hátæknifyrirtæki á Skaganum. „Svo verður þessi kynningarfundur og eftir það verður tekin ákvörðun hvort að þetta mál fari í formlegt skipulagsferli,“ sagði Sævar Freyr í samtali við fréttastofu í kvöld. Skiptar skoðanir væru á þessari fyrirhuguðu breytingu. „Það er alveg klárt að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af málinu og hafa komið með ábendingar. En eins og staðan er núna að þá er athugasemdafrestur ekki hafinn og ekki búið að ákveða að málið fari í formlegt skipulagsferli. En já ég hef alveg orðið var við að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af þessu. En ég hef líka orðið var við það að það eru íbúar sem telja mikilvægt að þetta mál fái umfjöllun og skoðun. Þannig að ég get ekki sagt að það sé einhliða skoðun íbúa að þetta eigi ekki að verða. En hugsunin með kynningarfundinum er að gefa öllum færi á að fá allar upplýsingar á borðið áður en að skipulagsferlið hefst.“ Kynningarfundurinn fer fram 2.maí næstkomandi og samhliða verður kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir reitinn.
Skipulag Tengdar fréttir Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52