Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Líf Magneudóttir leiðir lista VG og Vigdís Hauksdóttir fer fyrir Miðflokknum. Vísir Sjálfstæðisflokkurinn mælist með ríflega 30 prósent fylgi í nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert á meðal kjósenda í Reykjavík. Hann yrði stærsti flokkurinn í Reykjavík ef þetta yrðu niðurstöðurnar. Samfylkingin fylgir fast á hæla honum með tæplega 26 prósent fylgi. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 11 prósent fylgi. VG og Miðflokkurinn mælast svo með tæplega átta prósent fylgi og Viðreisn með rúmlega sjö prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 3,6 prósent fylgi. Yrðu þetta niðurstöðurnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn átta menn kjörna, Samfylkingin fengi sjö menn, Píratar, VG og Miðflokkurinn fengju tvo menn hver. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins gæti Viðreisn fengið tvo menn kjörna. Hins vegar er Framsóknarflokkurinn hársbreidd frá því að ná öðrum manninum af Viðreisn og yrði það þá eini maðurinn sem Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn. Með þessar niðurstöður er ljóst að þeir flokkar sem mynda meirihlutann í borgarstjórn og bjóða fram lista í vor, það er Samfylkingin, Píratar og VG, myndu fá ellefu menn kjörna af 23. Það þýðir að þeir myndu þurfa að fá fjórða flokkinn til liðs við sig til að ná meirihluta. Allt að sautján framboð hyggja á framboð í borgarstjórnarkosningunum 26. maí. Af öðrum framboðum má nefna að Kvennaframboðið nýtur 1,4 prósenta stuðnings í könnuninni, Sósíalistaflokkurinn er með eitt prósent og Flokkur fólksins eitt prósent. Önnur framboð eru með minni stuðning. Það vekur hins vegar athygli að samtals nefna 7,4 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna menn. Hringt var í 1.017 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki 24. apríl. Svarhlutfallið var 78,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 50,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 11,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 16,6 prósent sögðust óákveðin og 21,3 prósent vildu ekki svara spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Samfylkingin stærst og meirihlutinn heldur Samfylkingin hlyti næstum 30 prósent atkvæða ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag. 15. mars 2018 05:53 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með ríflega 30 prósent fylgi í nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert á meðal kjósenda í Reykjavík. Hann yrði stærsti flokkurinn í Reykjavík ef þetta yrðu niðurstöðurnar. Samfylkingin fylgir fast á hæla honum með tæplega 26 prósent fylgi. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 11 prósent fylgi. VG og Miðflokkurinn mælast svo með tæplega átta prósent fylgi og Viðreisn með rúmlega sjö prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 3,6 prósent fylgi. Yrðu þetta niðurstöðurnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn átta menn kjörna, Samfylkingin fengi sjö menn, Píratar, VG og Miðflokkurinn fengju tvo menn hver. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins gæti Viðreisn fengið tvo menn kjörna. Hins vegar er Framsóknarflokkurinn hársbreidd frá því að ná öðrum manninum af Viðreisn og yrði það þá eini maðurinn sem Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn. Með þessar niðurstöður er ljóst að þeir flokkar sem mynda meirihlutann í borgarstjórn og bjóða fram lista í vor, það er Samfylkingin, Píratar og VG, myndu fá ellefu menn kjörna af 23. Það þýðir að þeir myndu þurfa að fá fjórða flokkinn til liðs við sig til að ná meirihluta. Allt að sautján framboð hyggja á framboð í borgarstjórnarkosningunum 26. maí. Af öðrum framboðum má nefna að Kvennaframboðið nýtur 1,4 prósenta stuðnings í könnuninni, Sósíalistaflokkurinn er með eitt prósent og Flokkur fólksins eitt prósent. Önnur framboð eru með minni stuðning. Það vekur hins vegar athygli að samtals nefna 7,4 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna menn. Hringt var í 1.017 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki 24. apríl. Svarhlutfallið var 78,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 50,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 11,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 16,6 prósent sögðust óákveðin og 21,3 prósent vildu ekki svara spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Samfylkingin stærst og meirihlutinn heldur Samfylkingin hlyti næstum 30 prósent atkvæða ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag. 15. mars 2018 05:53 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Samfylkingin stærst og meirihlutinn heldur Samfylkingin hlyti næstum 30 prósent atkvæða ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag. 15. mars 2018 05:53