Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. apríl 2018 08:00 Landspítalinn mun koma til með að þurfa að forgangsraða rýmum og þjónustu. Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt að fresta fæðingum. Við getum ekki leyft þessu ástandi að vara lengi. Við verðum að tryggja þjónustu og þjónusta verður ekki tryggð nema með fagfólki,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður tilkynntu um helgina að þær myndu ekki halda áfram sinni þjónustu meðan samningar nást ekki við Sjúkratryggingar Íslands um hana. Skerðing heimaþjónustunnar hófst í fyrradag. Um leið og þetta var ljóst fól velferðarráðuneytið Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur sem áður var í höndum sjálfstætt starfandi ljósmæðra. Í yfirlýsingu frá spítalanum segir að spítalinn muni sinna verkefninu eftir bestu getu þar til deilan leysist. Staðan muni skapa mikinn vanda sem bætist við þann vanda sem fyrir er vegna kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands.Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa hjá okkur hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Enn sem komið er finnum við ekki fyrir því. Við bindum vonir við að það verði búið að semja áður en til þess kemur,“ segir Sigríður. Afleiðingar þeirrar stöðu sem er komin upp er sú að Landspítalinn mun þurfa að forgangsraða þegar kemur að þjónustu og rýmum. Veikar konur og börn munu vera í forgangi þar. Því gæti sú staða komið upp að senda þurfi aðrar nýbakaðar mæður fyrr heim til sín en ella. Þeim yrði þá bent á að leita á heilsugæslu varðandi eftirfylgni. „Fyrirkomulagið eins og það hefur verið hefur gefist mjög vel. Flestar konur hafa getað farið fljótt heim og fengið þjónustu heima. Þessi staða gæti þýtt að þær þurfi að vera lengur hjá okkur. Það er viðbúið að það fyllist fljótt hér hjá okkur,“ segir Sigríður. Landspítalinn er ekki aðili að deilunum sem standa yfir. Spítalinn leggur ofuráherslu á að það sé hlutverk samningsaðila að sýna ábyrgð og leysa þann ágreining sem ríkir. Næsti fundur í kjaradeilunni fer fram hjá ríkissáttasemjara á morgun en undanfarnar vikur hefur verið fundað án árangurs. Enn virðist langt á milli deiluaðila. Ástandið er að mörgu leyti eldfimt enda stutt síðan bundinn var endir á verkfall ljósmæðra með gerðardómi. „Við þurfum að hafa fullnuma fólk á öllum póstum hjá okkur. Það er nauðsynlegt að það séu virkir samningar fyrir þá aðila sem starfa í heilbrigðisþjónustunni. Allar kjaradeilur setja þjónustuna í ákveðið uppnám. Samningsaðilar þurfa að sýna ábyrgð til að tryggja að það gerist ekki,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
„Það er ekki hægt að fresta fæðingum. Við getum ekki leyft þessu ástandi að vara lengi. Við verðum að tryggja þjónustu og þjónusta verður ekki tryggð nema með fagfólki,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður tilkynntu um helgina að þær myndu ekki halda áfram sinni þjónustu meðan samningar nást ekki við Sjúkratryggingar Íslands um hana. Skerðing heimaþjónustunnar hófst í fyrradag. Um leið og þetta var ljóst fól velferðarráðuneytið Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur sem áður var í höndum sjálfstætt starfandi ljósmæðra. Í yfirlýsingu frá spítalanum segir að spítalinn muni sinna verkefninu eftir bestu getu þar til deilan leysist. Staðan muni skapa mikinn vanda sem bætist við þann vanda sem fyrir er vegna kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands.Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa hjá okkur hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Enn sem komið er finnum við ekki fyrir því. Við bindum vonir við að það verði búið að semja áður en til þess kemur,“ segir Sigríður. Afleiðingar þeirrar stöðu sem er komin upp er sú að Landspítalinn mun þurfa að forgangsraða þegar kemur að þjónustu og rýmum. Veikar konur og börn munu vera í forgangi þar. Því gæti sú staða komið upp að senda þurfi aðrar nýbakaðar mæður fyrr heim til sín en ella. Þeim yrði þá bent á að leita á heilsugæslu varðandi eftirfylgni. „Fyrirkomulagið eins og það hefur verið hefur gefist mjög vel. Flestar konur hafa getað farið fljótt heim og fengið þjónustu heima. Þessi staða gæti þýtt að þær þurfi að vera lengur hjá okkur. Það er viðbúið að það fyllist fljótt hér hjá okkur,“ segir Sigríður. Landspítalinn er ekki aðili að deilunum sem standa yfir. Spítalinn leggur ofuráherslu á að það sé hlutverk samningsaðila að sýna ábyrgð og leysa þann ágreining sem ríkir. Næsti fundur í kjaradeilunni fer fram hjá ríkissáttasemjara á morgun en undanfarnar vikur hefur verið fundað án árangurs. Enn virðist langt á milli deiluaðila. Ástandið er að mörgu leyti eldfimt enda stutt síðan bundinn var endir á verkfall ljósmæðra með gerðardómi. „Við þurfum að hafa fullnuma fólk á öllum póstum hjá okkur. Það er nauðsynlegt að það séu virkir samningar fyrir þá aðila sem starfa í heilbrigðisþjónustunni. Allar kjaradeilur setja þjónustuna í ákveðið uppnám. Samningsaðilar þurfa að sýna ábyrgð til að tryggja að það gerist ekki,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25
Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00