Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 11:31 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, beindi því til heilbrigðisstofnana í gær um að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra á meðan heimaþjónustuljósmæðra nýtur ekki við. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að spítalinn muni sinna verkefninu eins og unn er þar til deilan leysist. vísir/vilhelm Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum en í gær lögðu allar heimaþjónustuljósmæður landsins niður störf en þær eru alls 95 talsins. Þær leggja niður störf þar sem ekki er búið að undirrita nýjan rammasamning á milli þeirra og Sjúkratrygginga Íslands. Samkvæmt samningi sem rann út í febrúar síðastliðnum fá heimaþjónustuljósmæður 3394 krónur á tímann en um verktakagreiðslur er að ræða. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, beindi því til heilbrigðisstofnana í gær um að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra á meðan heimaþjónustuljósmæðra nýtur ekki við. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að spítalinn muni sinna verkefninu eins og unnt er þar til deilan leysist. „Þetta mun skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Landspítali er ekki aðili að þessum samningum og hvetur til lausnar málsins hið fyrsta,“ segir í yfirlýsingunni. Sérfræðingar í velferðarráðuneytinu funduðu með Sjúkratryggingum Íslands í gær vegna málsins en samningur liggur ekki á borði heilbrigðisráðherra. Um er að ræða minnisblað með tillögum um hvernig staðið verði að þjónustu ljósmæðra en Sjúkratryggingar komu minnisblaðinu á framfæri við ráðuneytið. Leitaði ráðuneytið viðbragða við tillögunum frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri og var það mat fagfólks þar að þær breytingar sem lagðar væru til á þjónustunni væru óæskilegar. Þær feli í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna. Er það mat fagfólks að ef breytingarnar nái fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum en í gær lögðu allar heimaþjónustuljósmæður landsins niður störf en þær eru alls 95 talsins. Þær leggja niður störf þar sem ekki er búið að undirrita nýjan rammasamning á milli þeirra og Sjúkratrygginga Íslands. Samkvæmt samningi sem rann út í febrúar síðastliðnum fá heimaþjónustuljósmæður 3394 krónur á tímann en um verktakagreiðslur er að ræða. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, beindi því til heilbrigðisstofnana í gær um að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra á meðan heimaþjónustuljósmæðra nýtur ekki við. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að spítalinn muni sinna verkefninu eins og unnt er þar til deilan leysist. „Þetta mun skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Landspítali er ekki aðili að þessum samningum og hvetur til lausnar málsins hið fyrsta,“ segir í yfirlýsingunni. Sérfræðingar í velferðarráðuneytinu funduðu með Sjúkratryggingum Íslands í gær vegna málsins en samningur liggur ekki á borði heilbrigðisráðherra. Um er að ræða minnisblað með tillögum um hvernig staðið verði að þjónustu ljósmæðra en Sjúkratryggingar komu minnisblaðinu á framfæri við ráðuneytið. Leitaði ráðuneytið viðbragða við tillögunum frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri og var það mat fagfólks þar að þær breytingar sem lagðar væru til á þjónustunni væru óæskilegar. Þær feli í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna. Er það mat fagfólks að ef breytingarnar nái fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44