Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2018 19:30 Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. Velferðarnefnd Alþingis fékk í dag til sín skoskan prófessor í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur. Prófessorinn lauk nýverið við rannsókn á sextíu þúsund breskum ungmennum þar sem kom fram að engin hætta sé á því að veip leiði ungt fólk út í reykingar síðar meir. ,,Við höfum ekki séð að ungt fólk sem notar rafrettur verði háð tóbaki í Bretlandi,“ segir Linda Bauld. Linda segir að í raun séu tengsl milli aukinnar rafrettunotkunnar og þess að reykingar hafi dregist saman. „Á síðustu árum höfum við séð að á meðan rafrettur hafa verið mjög vinsælar meðal ungmenna í Bretlandi hefur tíðni tíðni tóbaksreykinga dregist verulega saman. Jafnvel meira en þær gerðu áður,“ segir Linda. Linda ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að grípa tækifærið sem felist í rafrettum til að komast fyrir tóbaksreykingar og öll þau heilbrigðisvandamál sem þeim fylgja. Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafrettur er lagt til að sambærilegar reglur gildi um notkun rafsígarettna og um notkun reyktóbaks og einnig um markaðssetningu og aldursmörk. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar segir nefndina sammála í stórum dráttum um að vinda þurfi ofan af frumvarpinu eins og það lítur núna út. „Það hafa verið hræðsluviðbrögð við því að ungt fólk hafi verið að ánetjast veipinu og fari mögulega í framhaldinu út í tóbaksreykingar. Meðan það gleymist að sjá veipið sem stórkostlega lausn fyrir reykingafólk, þ.e. það sé skaðaminnkun fólgin í að fara úr reykingum í veipið sem virðist vera mun skaðminna en tóbaksreykingar,“ segir Halldóra. Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Sjá meira
Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. Velferðarnefnd Alþingis fékk í dag til sín skoskan prófessor í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur. Prófessorinn lauk nýverið við rannsókn á sextíu þúsund breskum ungmennum þar sem kom fram að engin hætta sé á því að veip leiði ungt fólk út í reykingar síðar meir. ,,Við höfum ekki séð að ungt fólk sem notar rafrettur verði háð tóbaki í Bretlandi,“ segir Linda Bauld. Linda segir að í raun séu tengsl milli aukinnar rafrettunotkunnar og þess að reykingar hafi dregist saman. „Á síðustu árum höfum við séð að á meðan rafrettur hafa verið mjög vinsælar meðal ungmenna í Bretlandi hefur tíðni tíðni tóbaksreykinga dregist verulega saman. Jafnvel meira en þær gerðu áður,“ segir Linda. Linda ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að grípa tækifærið sem felist í rafrettum til að komast fyrir tóbaksreykingar og öll þau heilbrigðisvandamál sem þeim fylgja. Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafrettur er lagt til að sambærilegar reglur gildi um notkun rafsígarettna og um notkun reyktóbaks og einnig um markaðssetningu og aldursmörk. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar segir nefndina sammála í stórum dráttum um að vinda þurfi ofan af frumvarpinu eins og það lítur núna út. „Það hafa verið hræðsluviðbrögð við því að ungt fólk hafi verið að ánetjast veipinu og fari mögulega í framhaldinu út í tóbaksreykingar. Meðan það gleymist að sjá veipið sem stórkostlega lausn fyrir reykingafólk, þ.e. það sé skaðaminnkun fólgin í að fara úr reykingum í veipið sem virðist vera mun skaðminna en tóbaksreykingar,“ segir Halldóra.
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Sjá meira