Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 09:49 Sindri Þór yfirgaf landið síðastliðinn þriðjudag en var handtekinn í Amsterdam í gær. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. Það er þó óljóst hversu langan tíma ferlið mun taka að koma Sindra til landsins en hann var handtekinn í Hollandi í gær. Það þarf því að framselja hann til Íslands og er óvíst hvenær af því verður. Þorgils vonast þó til að það taki ekki lengri tíma en rúma viku. Hann segir það fari í raun og veru svolítið eftir þjóðum hverju sinni hvernig framsalsferlinu sé háttað en segir að sér skiljist að Holland sé nokkuð þægilegt þegar kemur að þessum málum. Næstu skref í málinu eru þau að sögn Þorgils að íslensk yfirvöld hafa samband við hollensk og fer þá diplómatískt framsalsferli, sem er nokkuð flókið, í gang. Sindri var handtekinn í Amsterdam í gær en alþjóðleg handtökuskipun hefur verið í gildi á hendur honum síðan hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Sindri flaug frá Keflavík til Svíþjóðar en Þorgils kveðst ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam. Þá segist hann aðspurður ekki hafa fengið það staðfest klukkan hvað Sindri var handtekinn í gær eða nákvæmlega hvar og heldur ekki hvort hann hafi gefið sig fram eða verið handtekinn gegn vilja sínum.Verður ekki kominn til landsins áður en gæsluvarðhaldið rennur út Á þriðjudaginn var Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags að sögn Þorgils. Það rennur út klukkan 16 en Þorgils kærði úrskurð héraðsdóms ekki til Landsréttar þar sem hann náði ekki í skjólstæðing sinn. Þorgils segir það liggja fyrir að Sindri verði ekki kominn heim áður en úrskurðurinn rennur út en á meðan framsalsferlið er í gangi mun Sindri vera í haldi hollenskra yfirvalda. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. Það er þó óljóst hversu langan tíma ferlið mun taka að koma Sindra til landsins en hann var handtekinn í Hollandi í gær. Það þarf því að framselja hann til Íslands og er óvíst hvenær af því verður. Þorgils vonast þó til að það taki ekki lengri tíma en rúma viku. Hann segir það fari í raun og veru svolítið eftir þjóðum hverju sinni hvernig framsalsferlinu sé háttað en segir að sér skiljist að Holland sé nokkuð þægilegt þegar kemur að þessum málum. Næstu skref í málinu eru þau að sögn Þorgils að íslensk yfirvöld hafa samband við hollensk og fer þá diplómatískt framsalsferli, sem er nokkuð flókið, í gang. Sindri var handtekinn í Amsterdam í gær en alþjóðleg handtökuskipun hefur verið í gildi á hendur honum síðan hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Sindri flaug frá Keflavík til Svíþjóðar en Þorgils kveðst ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam. Þá segist hann aðspurður ekki hafa fengið það staðfest klukkan hvað Sindri var handtekinn í gær eða nákvæmlega hvar og heldur ekki hvort hann hafi gefið sig fram eða verið handtekinn gegn vilja sínum.Verður ekki kominn til landsins áður en gæsluvarðhaldið rennur út Á þriðjudaginn var Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags að sögn Þorgils. Það rennur út klukkan 16 en Þorgils kærði úrskurð héraðsdóms ekki til Landsréttar þar sem hann náði ekki í skjólstæðing sinn. Þorgils segir það liggja fyrir að Sindri verði ekki kominn heim áður en úrskurðurinn rennur út en á meðan framsalsferlið er í gangi mun Sindri vera í haldi hollenskra yfirvalda. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04