Körfubolti

Pelicans sópuðu Trail Blazers

Dagur Lárusson skrifar
Anthony Davis, leikmaður New Orleans Pelicans.
Anthony Davis, leikmaður New Orleans Pelicans. vísir/getty
Úrslitakeppnin í NBA körfuboltanum hélt áfram í nótt þar sem meðal annars New Orleans Pelicans unnu sinn fjórða leik og sópuðu þar með Portland Trail Blazers.

 

Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og var staðan jöfn eftir fyrsta leikhluta. Áður en flautað var til hálfleiksins voru liðsmenn Pelicans þó komnir með tveggja stiga forystu 58-56.

 

Það má segja að Pelicans hafi klárað leikinn í þriðja leikhlutanum en þá skoruðu þeir tíu stigum meira heldur en Trail Blazers og fóru því með tólf stiga forysty í fjórða leikhlutann. Liðsmenn Trail Blazers reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn í fjórða leihlutanum en náðu þó aðeins að minnka muninn í átta stig og voru lokatölur 131-123 fyrir Pelicans og Trail Blazers því komir í sumarfrí.

 

Anthony Davis var í miklu stuði í leiknum í nótt og skoraði 47 stig og var stigahæstur hjá Pelicans og stigahæstur í leiknum en hann tók einnig ellefu fráköst.

 

Í öðrum leikjum gerðist það að Timberwolves minnkuðu forystu Houston Rockers í einvígi þeirra í 2-1 en Hoston hafði unnið fyrstu tvo leikina en leikurinn í nótt fyrir 121-105 fyrir Timberwolves. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Timberwolves með 28 stig á meðan James Harden var stigahæstur hjá Rockets með 29 stig.

 

Miami Heat er síðan einum leik frá því að vera komið í sumarfrí eftir að Philadelphia 76ers vann sinn þriðja leik í einvíginu gegn þeim í nótt en leikurinn endaði 106-102.

 

Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Pelicans og Trail Blazers.

 

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×