Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Sylvía Hall skrifar 21. apríl 2018 16:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun, en Halldóra er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Halldóra segist vona að með frumvarpinu verði hugmyndin könnuð og hvaða áhrif borgaralaun gætu haft á samfélagið í heild sinni. Hugmyndin væri alls ekki svo frábrugðin almannatryggingakerfinu eins og við þekkjum það í dag. „Það væru engar skerðingar og engin skilyrði þannig þetta eftirlitskerfi sem við erum með uppi til þess að passa upp á að það sé enginn að svindla og allar persónuupplýsingarnar sem eru í kerfinu væri orðið óþarft. Þetta væri bara orðið mannréttindi og það ættu allir að fá sinn hlut í samfélaginu.“ Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk færi að þiggja borgaralaun og hyrfi af vinnumarkaði og að sama staða geti vel verið uppi í dag. Almannatryggingakerfið í dag valdi því að fólk vinni ekki aukalega, en borgaralaunin yrðu án skerðinga. „Ég get alveg ímyndað mér að það sé fólk í dag sem lifir á bótunum sínum og það sé enginn hvati til þess að vinna aukalega því það skerðist allt.“ Sagði Halldóra, en hún segir að þetta yrði bara í boði upp að vissum tekjumörkum ef svo kynni að frumvarpið yrði samþykkt.Hugmyndin um borgaralaun kannski „einnar messu virði" Ólafur Þór var ekki sannfærður um að borgaralaun væru betri kostur en almannatryggingakerfið sem við værum með nú þegar. Hann sagði að þó það væri flókið væru samt framfærslukerfi, almannatryggingakerfi og lífeyrissjóðir fyrir almenning og bótakerfin sinntu þeim sem þörfnuðust þess. „Ég er ekki viss um að það myndi breyta miklu í sjálfu sér þó þú settir upp fyrirkomulag borgaralauna, en ég held að þessi skoðun sem Halldóra talar fyrir sé að mörgu leyti áhugaverð og kannski er hún alveg einnar messu virði.“ Hann segist ekki viss um að báknið í kringum almannatryggingakerfið myndi minnka í kjölfarið þar sem fólk myndi ekki afsala sér lífeyrissjóðum og framfærslurétti sveitarfélaga. Hann benti á að tilraun til borgaralauna í Finnlandi hafi ekki gengið sem skyldi og þeir hafi nýverið lagt verkefnið niður. Víglínan Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun, en Halldóra er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Halldóra segist vona að með frumvarpinu verði hugmyndin könnuð og hvaða áhrif borgaralaun gætu haft á samfélagið í heild sinni. Hugmyndin væri alls ekki svo frábrugðin almannatryggingakerfinu eins og við þekkjum það í dag. „Það væru engar skerðingar og engin skilyrði þannig þetta eftirlitskerfi sem við erum með uppi til þess að passa upp á að það sé enginn að svindla og allar persónuupplýsingarnar sem eru í kerfinu væri orðið óþarft. Þetta væri bara orðið mannréttindi og það ættu allir að fá sinn hlut í samfélaginu.“ Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk færi að þiggja borgaralaun og hyrfi af vinnumarkaði og að sama staða geti vel verið uppi í dag. Almannatryggingakerfið í dag valdi því að fólk vinni ekki aukalega, en borgaralaunin yrðu án skerðinga. „Ég get alveg ímyndað mér að það sé fólk í dag sem lifir á bótunum sínum og það sé enginn hvati til þess að vinna aukalega því það skerðist allt.“ Sagði Halldóra, en hún segir að þetta yrði bara í boði upp að vissum tekjumörkum ef svo kynni að frumvarpið yrði samþykkt.Hugmyndin um borgaralaun kannski „einnar messu virði" Ólafur Þór var ekki sannfærður um að borgaralaun væru betri kostur en almannatryggingakerfið sem við værum með nú þegar. Hann sagði að þó það væri flókið væru samt framfærslukerfi, almannatryggingakerfi og lífeyrissjóðir fyrir almenning og bótakerfin sinntu þeim sem þörfnuðust þess. „Ég er ekki viss um að það myndi breyta miklu í sjálfu sér þó þú settir upp fyrirkomulag borgaralauna, en ég held að þessi skoðun sem Halldóra talar fyrir sé að mörgu leyti áhugaverð og kannski er hún alveg einnar messu virði.“ Hann segist ekki viss um að báknið í kringum almannatryggingakerfið myndi minnka í kjölfarið þar sem fólk myndi ekki afsala sér lífeyrissjóðum og framfærslurétti sveitarfélaga. Hann benti á að tilraun til borgaralauna í Finnlandi hafi ekki gengið sem skyldi og þeir hafi nýverið lagt verkefnið niður.
Víglínan Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði