Ill nauðsyn að sækja fólk til saka segir formaður FRÍSK Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2018 08:30 Þáttunum var hlaðið upp á deildu.net þaðan sem rúmlega 10.000 sóttu hvorn þáttinn. Vísir/Valli Landsréttur staðfesti í gær þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni sem deildi tveimur þáttum af Biggest Loser á síðunni deildu.net. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 945.358 krónur. Landsréttur staðfesti aukinheldur að ákærði sætti upptöku á fartölvu sinni en öfugt við Héraðsdóm Reykjaness sýknaði Landsréttur manninn af kröfu ákæruvalds um upptöku turntölvu. Hallgrímur Kristinsson, formaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), segir að þess væri óskandi að ekki þyrfti að fara þessa leið, „en staðreyndin er sú að við þurfum það“. „Við vonumst til að setja fordæmi með slíkum dómum. Nú tek ég fram að ég hef ekki kynnt mér dóminn. En þegar dómar nást í svona málum sendir það auðvitað ákveðin skilaboð út í samfélagið,“ segir Hallgrímur og bætir því við að skilaboðin séu þau að brot sem þessi séu ekki eðlileg, ekki í lagi.Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK.Hallgrímur segir baráttu FRÍSK gegn brotum sem þessum þrískipta. „Við höfum viljað komast með höfundarréttarfræðslu inn í skólakerfið þannig að krakkarnir gerðu sér grein fyrir því hvað höfundarréttur snýst um. Við höfum verið í viðræðum við aðila, meðal annars ráðuneytin, í tengslum við það.“ Í öðru lagi þurfi að vera til löglegar leiðir svo fólki finnist það ekki þurfa að fara ólöglegu leiðina. „Eins og var nákvæmlega í þessu tilviki. Þarna var verið að taka úr löglegri þjónustu. Efni sem var nota bene framleitt af Íslendingum fyrir íslenskt fé og skapaði íslensk störf.“ Og svo þurfi að leita á náðir dómskerfisins þegar fólk lætur ekki segjast. Hallgrímur fagnar því jafnframt að lögreglan hafi tekið málið til rannsóknar á sínum tíma. Málið hafi verið unnið hratt og vel. „Það hefur ekki alltaf verið þannig með yfirvöld en í þessu tilviki gerðu þeir það.“ Skjárinn kærði málið til lögreglu í febrúar 2014. Maðurinn neitaði sök í málinu frá upphafi. Játaði því að hafa tekið upp þættina en hafnaði því að hafa deilt þeim á netinu. Þá hafnaði hann því jafnframt að tengjast notandanafninu Wikipedia, en sá notandi deildi þættinum með notendum deildu.net. Maðurinn kvaðst hafa vistað þættina á flakkara sem hann hafi síðan lánað félögum sínum í AA-samtökunum. Að auki hafi einhver mögulega getað komist í opna tölvu hans í skólanum. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að sérstök torrentskrá, notuð til að hala niður efni, hefði verið búin til í tölvu mannsins klukkan 22.42, 2. febrúar 2014. Klukkan 22.47 var skránni síðan hlaðið inn á deildu.net. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu Þrjátíu daga skilorðbundið fangelsi og tæp milljón í áfrýjunarkostnað yfir manni sem deildi þáttunum á Deildu.net. 20. apríl 2018 19:35 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni sem deildi tveimur þáttum af Biggest Loser á síðunni deildu.net. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 945.358 krónur. Landsréttur staðfesti aukinheldur að ákærði sætti upptöku á fartölvu sinni en öfugt við Héraðsdóm Reykjaness sýknaði Landsréttur manninn af kröfu ákæruvalds um upptöku turntölvu. Hallgrímur Kristinsson, formaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), segir að þess væri óskandi að ekki þyrfti að fara þessa leið, „en staðreyndin er sú að við þurfum það“. „Við vonumst til að setja fordæmi með slíkum dómum. Nú tek ég fram að ég hef ekki kynnt mér dóminn. En þegar dómar nást í svona málum sendir það auðvitað ákveðin skilaboð út í samfélagið,“ segir Hallgrímur og bætir því við að skilaboðin séu þau að brot sem þessi séu ekki eðlileg, ekki í lagi.Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK.Hallgrímur segir baráttu FRÍSK gegn brotum sem þessum þrískipta. „Við höfum viljað komast með höfundarréttarfræðslu inn í skólakerfið þannig að krakkarnir gerðu sér grein fyrir því hvað höfundarréttur snýst um. Við höfum verið í viðræðum við aðila, meðal annars ráðuneytin, í tengslum við það.“ Í öðru lagi þurfi að vera til löglegar leiðir svo fólki finnist það ekki þurfa að fara ólöglegu leiðina. „Eins og var nákvæmlega í þessu tilviki. Þarna var verið að taka úr löglegri þjónustu. Efni sem var nota bene framleitt af Íslendingum fyrir íslenskt fé og skapaði íslensk störf.“ Og svo þurfi að leita á náðir dómskerfisins þegar fólk lætur ekki segjast. Hallgrímur fagnar því jafnframt að lögreglan hafi tekið málið til rannsóknar á sínum tíma. Málið hafi verið unnið hratt og vel. „Það hefur ekki alltaf verið þannig með yfirvöld en í þessu tilviki gerðu þeir það.“ Skjárinn kærði málið til lögreglu í febrúar 2014. Maðurinn neitaði sök í málinu frá upphafi. Játaði því að hafa tekið upp þættina en hafnaði því að hafa deilt þeim á netinu. Þá hafnaði hann því jafnframt að tengjast notandanafninu Wikipedia, en sá notandi deildi þættinum með notendum deildu.net. Maðurinn kvaðst hafa vistað þættina á flakkara sem hann hafi síðan lánað félögum sínum í AA-samtökunum. Að auki hafi einhver mögulega getað komist í opna tölvu hans í skólanum. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að sérstök torrentskrá, notuð til að hala niður efni, hefði verið búin til í tölvu mannsins klukkan 22.42, 2. febrúar 2014. Klukkan 22.47 var skránni síðan hlaðið inn á deildu.net.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu Þrjátíu daga skilorðbundið fangelsi og tæp milljón í áfrýjunarkostnað yfir manni sem deildi þáttunum á Deildu.net. 20. apríl 2018 19:35 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu Þrjátíu daga skilorðbundið fangelsi og tæp milljón í áfrýjunarkostnað yfir manni sem deildi þáttunum á Deildu.net. 20. apríl 2018 19:35