Nýjar niðurstöður lofa góðu í baráttunni gegn lungnakrabba Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. apríl 2018 08:00 Ný rannsókn sýnir fram á það hvernig ný tegund lyfja eykur lífslíkur sjúklinga þegar þau eru notuð samhliða hefðbundnum krabbameinslyfjum Vísir/GEtty Mögulegt er að auka lífslíkur einstaklinga sem greinast með algengustu tegund lungnakrabbameins til muna með því að beita nýrri meðferð sem byggir á hefðbundinni krabbameinslyfjameðferð og nýju, ónæmishvetjandi lyfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar þar sem ávinningur lyfsins Keytruda fyrir einstaklinga með 4. stigs kirtilmyndandi lungnakrabbamein var kannaður í víðara samhengi en gert hefur verið áður. „Þessar niðurstöður kalla á nýja staðla í meðferð við kirtilmyndandi lungnakrabbameini,“ sagði Leena Ghandi, fyrsti höfundur rannsóknarinnar, þegar hún kynnti niðurstöð- urnar á ársþingi Bandarísku krabbameinssamtakanna (AACR) í Chicago fyrr í vikunni. Í kringum 85 prósent allra lungnakrabbameina sem greinast eru af þessari tegund. Krabbamein í lungum dregur tæplega 1,7 milljónir manna til dauða árlega. Rannsókn Ghandi, sem birt var í læknaritinu The New England Journal of Medicine fyrr í vikunni, var tvíblind rannsókn með samanburðarhópi sem fékk lyfleysu. Rannsóknin fór fram í 16 löndum og tók til 616 einstaklinga með 4. stigs krabbamein í lungum. Ríflega helmingur þátttakenda fékk hefðbundna lyfjameðferð auk 200 mg af Keytruda á þriggja vikna fresti. Samanburðarhópurinn fékk hefð- bundna lyfjameðferð en lyfleysu í staðinn fyrir lyfið. Lífslíkur fyrri hópsins ári eftir upphaf meðferðarinnar voru 69,2 prósent á móti 49,4 prósentum hjá samanburðarhópnum. Þessar niðurstöður hafa vakið mikla athygli og undirstrika þær miklu vonir sem bundnar eru við ónæmishvetjandi lyfjameðferðir við krabbameini.Miklar vonir eru bundnar við ný ónæmishvetjandi lyf.Vísir/getty „Það er verið að færa þessa ónæmishvetjandi meðferð framar og framar í línuna, og þetta er þróun sem átt hefur sér stað á allra síðustu árum,“ segir Örvar Gunnarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum á Landspítala. Keytruda hefur verið í notkun á Landspítala, líkt og víðar, undanfarin misseri og gefið góða raun, en þá fyrir afmarkaðan hóp einstaklinga með kirtilmyndandi lungnakrabbamein. Þessi nýja rannsókn breytir því. „Núna kemur í ljós að þetta [lyf] virkar fyrir alla sjúklinga með þessa tegund krabbameins.“ Ónæmishvetjandi meðferðir við krabbameini hafa verið í þróun undanfarin ár. Í grunninn byggjast þær á að koma í veg fyrir eiginleika krabbameinsfrumunnar til að dulbúast fyrir árásarfrumum ónæmiskerfisins, sem eiga undir venjulegum kringumstæðum að ráðast gegn stökkbreyttum frumum. Hingað til hafa sex lyf verið samþykkt sem virkja ónæmisfrumur sjúklinga á þennan máta, þar á meðal Keytruda. Segja má að þessar nýju aðferðir hafi valdið hugarfarsbreytingu í krabbameinslækningum, og það á tiltölulega stuttum tíma. „Ónæmisfræðilega nálgunin hefur gjörsamlega breytt nálgun okkar að krabbameinsmeðferðinni,“ segir Örvar.Örvar Gunnarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum.„Ef þú horfir aðeins örfá ár aftur í tímann vorum við þá að gera allt aðra hluti en í dag.“ Örvar ítrekar að Ísland sé ekki eftirbátur annarra í innleiðingu nýrra lyfja og meðferða. Keytruda er þegar í notkun hér á landi og eftir samþykki bandarísku og evrópsku lyfjastofnananna verður hægt að taka þessa nýju meðferð upp hér. Um leið bendir Örvar á að þessi árangur muni aldrei nást fyrir alla sjúklinga. Krabbameinsmeðferðir verði með tímanum sífellt einstaklingsmiðaðri. Ekki megi vekja of miklar væntingar, því ein tiltekin meðferð hentar aldrei öllum sjúklingum. Roy Herbst, prófessor við Yaleháskóla og einn virtasti krabbameinssérfræðingur Bandaríkjanna, undirstrikaði þetta á fundi AACR í vikunni. Hann hvatti vísindamenn til að stuðla að enn meiri framþróun með því að leita að lífsmörkum og ábendingum svo hægt verði að þróa meðferðir fyrir fleiri sjúklinga. „Þrátt fyrir þessar einstöku niðurstöður, og þær eru sannarlega einstakar […] þá verðum við að halda áfram að þróa vísindin og við verðum ávallt að leita nýrra leiða,“ sagði Herbst. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Mögulegt er að auka lífslíkur einstaklinga sem greinast með algengustu tegund lungnakrabbameins til muna með því að beita nýrri meðferð sem byggir á hefðbundinni krabbameinslyfjameðferð og nýju, ónæmishvetjandi lyfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar þar sem ávinningur lyfsins Keytruda fyrir einstaklinga með 4. stigs kirtilmyndandi lungnakrabbamein var kannaður í víðara samhengi en gert hefur verið áður. „Þessar niðurstöður kalla á nýja staðla í meðferð við kirtilmyndandi lungnakrabbameini,“ sagði Leena Ghandi, fyrsti höfundur rannsóknarinnar, þegar hún kynnti niðurstöð- urnar á ársþingi Bandarísku krabbameinssamtakanna (AACR) í Chicago fyrr í vikunni. Í kringum 85 prósent allra lungnakrabbameina sem greinast eru af þessari tegund. Krabbamein í lungum dregur tæplega 1,7 milljónir manna til dauða árlega. Rannsókn Ghandi, sem birt var í læknaritinu The New England Journal of Medicine fyrr í vikunni, var tvíblind rannsókn með samanburðarhópi sem fékk lyfleysu. Rannsóknin fór fram í 16 löndum og tók til 616 einstaklinga með 4. stigs krabbamein í lungum. Ríflega helmingur þátttakenda fékk hefðbundna lyfjameðferð auk 200 mg af Keytruda á þriggja vikna fresti. Samanburðarhópurinn fékk hefð- bundna lyfjameðferð en lyfleysu í staðinn fyrir lyfið. Lífslíkur fyrri hópsins ári eftir upphaf meðferðarinnar voru 69,2 prósent á móti 49,4 prósentum hjá samanburðarhópnum. Þessar niðurstöður hafa vakið mikla athygli og undirstrika þær miklu vonir sem bundnar eru við ónæmishvetjandi lyfjameðferðir við krabbameini.Miklar vonir eru bundnar við ný ónæmishvetjandi lyf.Vísir/getty „Það er verið að færa þessa ónæmishvetjandi meðferð framar og framar í línuna, og þetta er þróun sem átt hefur sér stað á allra síðustu árum,“ segir Örvar Gunnarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum á Landspítala. Keytruda hefur verið í notkun á Landspítala, líkt og víðar, undanfarin misseri og gefið góða raun, en þá fyrir afmarkaðan hóp einstaklinga með kirtilmyndandi lungnakrabbamein. Þessi nýja rannsókn breytir því. „Núna kemur í ljós að þetta [lyf] virkar fyrir alla sjúklinga með þessa tegund krabbameins.“ Ónæmishvetjandi meðferðir við krabbameini hafa verið í þróun undanfarin ár. Í grunninn byggjast þær á að koma í veg fyrir eiginleika krabbameinsfrumunnar til að dulbúast fyrir árásarfrumum ónæmiskerfisins, sem eiga undir venjulegum kringumstæðum að ráðast gegn stökkbreyttum frumum. Hingað til hafa sex lyf verið samþykkt sem virkja ónæmisfrumur sjúklinga á þennan máta, þar á meðal Keytruda. Segja má að þessar nýju aðferðir hafi valdið hugarfarsbreytingu í krabbameinslækningum, og það á tiltölulega stuttum tíma. „Ónæmisfræðilega nálgunin hefur gjörsamlega breytt nálgun okkar að krabbameinsmeðferðinni,“ segir Örvar.Örvar Gunnarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum.„Ef þú horfir aðeins örfá ár aftur í tímann vorum við þá að gera allt aðra hluti en í dag.“ Örvar ítrekar að Ísland sé ekki eftirbátur annarra í innleiðingu nýrra lyfja og meðferða. Keytruda er þegar í notkun hér á landi og eftir samþykki bandarísku og evrópsku lyfjastofnananna verður hægt að taka þessa nýju meðferð upp hér. Um leið bendir Örvar á að þessi árangur muni aldrei nást fyrir alla sjúklinga. Krabbameinsmeðferðir verði með tímanum sífellt einstaklingsmiðaðri. Ekki megi vekja of miklar væntingar, því ein tiltekin meðferð hentar aldrei öllum sjúklingum. Roy Herbst, prófessor við Yaleháskóla og einn virtasti krabbameinssérfræðingur Bandaríkjanna, undirstrikaði þetta á fundi AACR í vikunni. Hann hvatti vísindamenn til að stuðla að enn meiri framþróun með því að leita að lífsmörkum og ábendingum svo hægt verði að þróa meðferðir fyrir fleiri sjúklinga. „Þrátt fyrir þessar einstöku niðurstöður, og þær eru sannarlega einstakar […] þá verðum við að halda áfram að þróa vísindin og við verðum ávallt að leita nýrra leiða,“ sagði Herbst.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira