Þróa leiðir til gjaldtöku og geta fylgst með átroðningi um leið Grétar Þór Sigurðsson skrifar 20. apríl 2018 06:45 Til stendur að setja upp búnað fyrirtækisins við Jökulsárlón til að greina fjölda gesta Vísir/Jói K. Íslenskt fyrirtæki hefur unnið að lausnum til að auðvelda gjaldtöku á ferðamannastöðum. Ægir Finnsson, tæknistjóri fyrirtækisins, Computer Vision, segir að með kerfi fyrirtækisins sem kallast Smart Access megi fylgjast með álagi á ferðamannastöðum og jafnvel stýra aðgengi. Hann segir fyrirtækið vilja skoða slíka aðgangsstýringu þegar búið er að setja kerfið upp á fleiri stöðum. „Ferðaþjónustuaðilar geta annað hvort sniðið gjaldskrá eftir álagstímum eða sett upp kvóta inn á svæðið.“ Fyrirtækið hefur unnið með Vatnajökulsþjóðgarði að uppsetningu Smart Access kerfisins og er það í notkun í Skaftafelli og stefnt er að greiningu við Jökulsárlón. Ægir segir að lausnir á átroðningi á ferðamannastöðum eðlilega vera mikið í umræðunni. Hann tekur Reykjadal og lokun göngusvæðisins þar sem nýlegt dæmi.„Það er búið að loka vegna þess að ásóknin er svo mikil á þeim tímum þegar svæðið er viðkvæmt. Ef fylgst hefði verið með ásókninni aftur í tímann hefði auðveldlega mátt stýra umferðinni.“ Ægir segir kerfið vera einfalt í notkun. Þegar ökumaður ekur inn á svæðið er hann upplýstur að um gjaldsvæði sé að ræða. Myndavél greinir bílnúmer ökutækisins og skráir hjá sér hvenær bifreið er ekið inn á svæðið og af því. Ökumaður getur greitt í gegnum smáforrit, í greiðsluvél á staðnum eða á vefnum. Kerfið ber loks saman greiðslur í kerfinu og viðveru ökutækja. Fari ökumaður án þess að borga er eiganda bílsins send krafa í heimabanka. Kerfið nýtir sér svo upplýsingar frá ökutækjaskrá til þess að greina aðsóknina. „Þar getum við séð stærð bíla og farþegafjölda. Með því að greina það yfir daginn, alla vikuna, allt árið getum við séð hvað eru margir inni á svæðinu í einu,“ útskýrir Ægir. Með því móti má greina hvenær mest ásókn er á svæðið og breyta gjaldinu í takt við það. „Svo er hægt að tengja þetta við veðurspá og þá geta staðahaldarar áætlað út frá veðri hversu margir mæta og hagað gjaldskrá út frá því.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki hefur unnið að lausnum til að auðvelda gjaldtöku á ferðamannastöðum. Ægir Finnsson, tæknistjóri fyrirtækisins, Computer Vision, segir að með kerfi fyrirtækisins sem kallast Smart Access megi fylgjast með álagi á ferðamannastöðum og jafnvel stýra aðgengi. Hann segir fyrirtækið vilja skoða slíka aðgangsstýringu þegar búið er að setja kerfið upp á fleiri stöðum. „Ferðaþjónustuaðilar geta annað hvort sniðið gjaldskrá eftir álagstímum eða sett upp kvóta inn á svæðið.“ Fyrirtækið hefur unnið með Vatnajökulsþjóðgarði að uppsetningu Smart Access kerfisins og er það í notkun í Skaftafelli og stefnt er að greiningu við Jökulsárlón. Ægir segir að lausnir á átroðningi á ferðamannastöðum eðlilega vera mikið í umræðunni. Hann tekur Reykjadal og lokun göngusvæðisins þar sem nýlegt dæmi.„Það er búið að loka vegna þess að ásóknin er svo mikil á þeim tímum þegar svæðið er viðkvæmt. Ef fylgst hefði verið með ásókninni aftur í tímann hefði auðveldlega mátt stýra umferðinni.“ Ægir segir kerfið vera einfalt í notkun. Þegar ökumaður ekur inn á svæðið er hann upplýstur að um gjaldsvæði sé að ræða. Myndavél greinir bílnúmer ökutækisins og skráir hjá sér hvenær bifreið er ekið inn á svæðið og af því. Ökumaður getur greitt í gegnum smáforrit, í greiðsluvél á staðnum eða á vefnum. Kerfið ber loks saman greiðslur í kerfinu og viðveru ökutækja. Fari ökumaður án þess að borga er eiganda bílsins send krafa í heimabanka. Kerfið nýtir sér svo upplýsingar frá ökutækjaskrá til þess að greina aðsóknina. „Þar getum við séð stærð bíla og farþegafjölda. Með því að greina það yfir daginn, alla vikuna, allt árið getum við séð hvað eru margir inni á svæðinu í einu,“ útskýrir Ægir. Með því móti má greina hvenær mest ásókn er á svæðið og breyta gjaldinu í takt við það. „Svo er hægt að tengja þetta við veðurspá og þá geta staðahaldarar áætlað út frá veðri hversu margir mæta og hagað gjaldskrá út frá því.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00
Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00
Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28