Facebook flýr evrópska löggjöf um gagnaöryggi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2018 06:00 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, mætti fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum á dögunum. Vísir/EPA Facebook hefur fært ábyrgð á notendum sínum utan Bandaríkjanna frá alþjóðlegum höfuðstöðvum sínum á Írlandi og til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Með þessu kemst Facebook hjá því að fylgja nýrri löggjöf Evrópusambandsins um öryggi persónulegra upplýsinga. Guardian greindi frá þessu í gær. Löggjöfin ber heitið General Data Protection Regulation (GDPR) og tekur gildi þann 25. maí næstkomandi. Ef Facebook hefði gerst brotlegt við hina nýju löggjöf gæti það þýtt sekt upp á fjögur prósent af veltu fyrirtækisins sem samsvarar um 160 milljörðum króna. Talsmaður Facebook sagði við Reuters í gær að fyrirtækið myndi vernda upplýsingar allra notenda á sama hátt, hvort sem notandinn hefði samþykkt notendaskilmála í Bandaríkjunum eða á Írlandi. Breytingin hafi eingöngu verið gerð vegna þess að Evrópulöggjöfin fer fram á sérstakt orðalag í notendaskilmálanum en ekki sú bandaríska. Athyglisvert er að skoða ummæli Marks Zuckerberg framkvæmdastjóra frá því fyrr í mánuðinum í ljósi þessara tíðinda. Þegar Reuters spurði hvort hann gæti lofað því að GDPR-löggjöfinni yrði fylgt sagði Zuckerberg að Facebook myndi fylgja „anda löggjafarinnar“ á heimsvísu. Zuckerberg gaf svo álíka loðið svar þegar bandarískir þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Lukasz Olejnik gagnaöryggisfræðingur sagði við Guardian í gær að það væri síður en svo einfalt að færa upplýsingar eins og hálfs milljarðs notenda á milli landa. Aðgerðin væri áhyggjuefni. „Þetta er mikil og fordæmalaus breyting. Breytingin leiðir af sér minni kröfur um öryggi persónulegra upplýsinga og minni réttindi notenda,“ sagði Olejnik við Reuters. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Facebook hefur fært ábyrgð á notendum sínum utan Bandaríkjanna frá alþjóðlegum höfuðstöðvum sínum á Írlandi og til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Með þessu kemst Facebook hjá því að fylgja nýrri löggjöf Evrópusambandsins um öryggi persónulegra upplýsinga. Guardian greindi frá þessu í gær. Löggjöfin ber heitið General Data Protection Regulation (GDPR) og tekur gildi þann 25. maí næstkomandi. Ef Facebook hefði gerst brotlegt við hina nýju löggjöf gæti það þýtt sekt upp á fjögur prósent af veltu fyrirtækisins sem samsvarar um 160 milljörðum króna. Talsmaður Facebook sagði við Reuters í gær að fyrirtækið myndi vernda upplýsingar allra notenda á sama hátt, hvort sem notandinn hefði samþykkt notendaskilmála í Bandaríkjunum eða á Írlandi. Breytingin hafi eingöngu verið gerð vegna þess að Evrópulöggjöfin fer fram á sérstakt orðalag í notendaskilmálanum en ekki sú bandaríska. Athyglisvert er að skoða ummæli Marks Zuckerberg framkvæmdastjóra frá því fyrr í mánuðinum í ljósi þessara tíðinda. Þegar Reuters spurði hvort hann gæti lofað því að GDPR-löggjöfinni yrði fylgt sagði Zuckerberg að Facebook myndi fylgja „anda löggjafarinnar“ á heimsvísu. Zuckerberg gaf svo álíka loðið svar þegar bandarískir þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Lukasz Olejnik gagnaöryggisfræðingur sagði við Guardian í gær að það væri síður en svo einfalt að færa upplýsingar eins og hálfs milljarðs notenda á milli landa. Aðgerðin væri áhyggjuefni. „Þetta er mikil og fordæmalaus breyting. Breytingin leiðir af sér minni kröfur um öryggi persónulegra upplýsinga og minni réttindi notenda,“ sagði Olejnik við Reuters.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28
Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00