Kominn tími á gott flashmob Guðmundur Steingrímsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Þegar ég gegndi þingmennsku leitaði ég stundum á náðir ímyndunaraflsins til þess að gera mestu þrætutímabilin í þingsal bærilegri. Kannski þegar Jón Gunnarsson hafði lagt fram tillögu um að henda upp átta virkjunum með tilheyrandi náttúruspjöllum sísvona, og fólk var almennt og skiljanlega snælduvitlaust – ég meðtalinn – svo dögum skipti í pontu þingsins, þá var aðkallandi að flýja veruleikann einstaka sinnum í huganum. Ég sá fyrir mér að þegar deilur væru í hámarki og fólk væri að drepast úr depurð myndi heyrast taktur í þingsal, penna slegið í borð. Það myndi slá þögn á ræðumann. Hann yrði undrandi. Svo heyrðist annar sláttur, annars staðar úr salnum. Annar þingmaður slægi penna í borð. Þá myndi forsetinn ranka við sér. Í stað þess að stöðva þessa harmóníu í fæðingu myndi hann lymskulega, með brosvipru á vör, slá í bjölluna í takt við pennana. Ræðumaður væri þá alveg þagnaður. Skyndilega myndi áhorfandi á pöllunum bresta í söng, ung stúlka. Hún myndi syngja eitthvað dásamlega fallegt, uppörvandi og skemmtilegt. Þingheimur stæði upp. Í viðlaginu myndu þingverðir streyma inn í vel skipulagðri röð og hefja dans á gólfi og borðum og henda skjölum upp í loftið. Allir myndu dansa. Hurðir yrðu opnaðar upp á gátt. Allir streymdu út, starfsmenn, þingmenn, áhorfendur, valhoppandi út á Austurvöll. Þar hitti þingheimur fólkið í landinu. Mótmælendur með tunnur kæmu með í taktinn. Lúðrablásarar blésu flottar línur. Túristar dönsuðu hliðar saman hliðar í fallegri röð í alls konar lituðum goretexjökkum. Út úr búðunum og veitingastöðunum streymdi fólk, konur í doppóttum kjólum og menn með uppbrettar skyrtuermar og sixpensara á höfði. Það yrði dansað niður á höfn, þar sem sjómennirnir slægjust í hópinn. Og svo áfram og upp. Þetta yrði eins og byrjunaratriðið í La la land. Allsherjar söng- og dansleikur.Kærleikur í Kóreu Ég hafna því að ég sé afbrigðilegur hvað þetta varðar. Þörfin á því að upplifa hversdagsleikann sem söngleik er sammannleg. Þegar þetta er skrifað hafa 17 milljón manns horft á Facebook á þrjár systur í írsku fjósi syngja og dansa með kústsköftum við lagið Don’t stop believin’. Fyrir nokkrum árum var efnt til skipulagðra, og óvæntra, dansatriða út um allt. Eiginlega alls staðar nema í þinginu. Það hét flashmob. Heilu verslunarmiðstöðvarnar brustu í söng og dans. Fyrir helgi varð mér hugsað til möguleikans á því að eitt svona atriði myndi eiga sér stað á stjarnfræðilegum skala. Ég eygi möguleika á allsherjar söng- og dansleik á Kóreuskaga. Eftir áratuga vopnaskak þjóðanna þar hittust þeir Kim Jung-un og Moon Jae-in loksins og ræddu málin á löngum fundi. Þeir voru brosandi. Þeir göntuðust. Þeir féllust í faðma. Það jaðraði við flashmob. Maður spyr sig: Leyfist manni að vona að loksins hafi þannig ákvarðanir verið teknar innan hins alræmda einræðisríkis, Norður-Kóreu, að fegurð og birta geti loksins flætt þangað inn? Að fólk verði laust úr ánauð? Ég fór eitt sinn að þessum landamærum. Það er ótrúlegt að horfa yfir. Í Norður-Kóreu er enginn skógur. Þar hefur allt verið brennt til að hita upp húsin. Þar eru gerviþorp, leikmyndir, sem byggð voru af einræðisstjórninni til að telja umheiminum trú um að allt stæði í blóma. Í hlíðinni á einu fjallinu stendur risastór stytta af Kim Il-sung. Mikið yrði veröldin betri ef þeir félagar, Moon og Kim, myndu leysa ágreininginn með einu góðu söngleikjaatriði, steppa sig inn í frið og kærleika fyrir þjóðirnar báðar. Kannski er það nógu merkilegt atriði í bili, og fagurt, að leiðtogarnir tveir ætli sér að sameina fjölskyldur sem hafa verið aðskildar í áratugi. Íslenskur söng- og dansleikur Svona tíðindi eru æðisleg. Þau vekja von. Kannski eru þetta falsvonir. Kannski er þetta plott vondra manna. En maður getur samt leyft sér að vona. Lífið verður aldrei alveg söngleikur. En það má ímynda sér það, eins og í þinginu forðum. Kannski gerist það næstum því. Það nægir. Góð tíðindi geta gerst og heimurinn getur tekið framförum. Tökum Ísland: Það væri æðislegt ef á Íslandi væru einhvern tímann lágir vextir á húsnæðislánum og efnahagslífið væri stöðugt. Ef hér væri fullt af góðum, fjölbreyttum, vel launuðum störfum fyrir fólk með alls konar menntun og hæfileika. Ef heilbrigðisþjónustan væri fullfjármögnuð og skólakerfið líka. Ef vegirnir væru góðir. Ef allir gætu fengið þak yfir höfuðið án þess að eiga 23 þúsund milljónir. Ef allt væri ekki svona rosalega dýrt, þannig að maður gæti sleppt því að fá hjartaflökt og aðsvif um hver mánaðamót. Ef allir væru sammála um það, alltaf, að við ætluðum að vernda íslenska náttúru. Allt er þetta vel mögulegt. Og það sem meira er: Þetta væri efni í mjög flott flashmob. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég gegndi þingmennsku leitaði ég stundum á náðir ímyndunaraflsins til þess að gera mestu þrætutímabilin í þingsal bærilegri. Kannski þegar Jón Gunnarsson hafði lagt fram tillögu um að henda upp átta virkjunum með tilheyrandi náttúruspjöllum sísvona, og fólk var almennt og skiljanlega snælduvitlaust – ég meðtalinn – svo dögum skipti í pontu þingsins, þá var aðkallandi að flýja veruleikann einstaka sinnum í huganum. Ég sá fyrir mér að þegar deilur væru í hámarki og fólk væri að drepast úr depurð myndi heyrast taktur í þingsal, penna slegið í borð. Það myndi slá þögn á ræðumann. Hann yrði undrandi. Svo heyrðist annar sláttur, annars staðar úr salnum. Annar þingmaður slægi penna í borð. Þá myndi forsetinn ranka við sér. Í stað þess að stöðva þessa harmóníu í fæðingu myndi hann lymskulega, með brosvipru á vör, slá í bjölluna í takt við pennana. Ræðumaður væri þá alveg þagnaður. Skyndilega myndi áhorfandi á pöllunum bresta í söng, ung stúlka. Hún myndi syngja eitthvað dásamlega fallegt, uppörvandi og skemmtilegt. Þingheimur stæði upp. Í viðlaginu myndu þingverðir streyma inn í vel skipulagðri röð og hefja dans á gólfi og borðum og henda skjölum upp í loftið. Allir myndu dansa. Hurðir yrðu opnaðar upp á gátt. Allir streymdu út, starfsmenn, þingmenn, áhorfendur, valhoppandi út á Austurvöll. Þar hitti þingheimur fólkið í landinu. Mótmælendur með tunnur kæmu með í taktinn. Lúðrablásarar blésu flottar línur. Túristar dönsuðu hliðar saman hliðar í fallegri röð í alls konar lituðum goretexjökkum. Út úr búðunum og veitingastöðunum streymdi fólk, konur í doppóttum kjólum og menn með uppbrettar skyrtuermar og sixpensara á höfði. Það yrði dansað niður á höfn, þar sem sjómennirnir slægjust í hópinn. Og svo áfram og upp. Þetta yrði eins og byrjunaratriðið í La la land. Allsherjar söng- og dansleikur.Kærleikur í Kóreu Ég hafna því að ég sé afbrigðilegur hvað þetta varðar. Þörfin á því að upplifa hversdagsleikann sem söngleik er sammannleg. Þegar þetta er skrifað hafa 17 milljón manns horft á Facebook á þrjár systur í írsku fjósi syngja og dansa með kústsköftum við lagið Don’t stop believin’. Fyrir nokkrum árum var efnt til skipulagðra, og óvæntra, dansatriða út um allt. Eiginlega alls staðar nema í þinginu. Það hét flashmob. Heilu verslunarmiðstöðvarnar brustu í söng og dans. Fyrir helgi varð mér hugsað til möguleikans á því að eitt svona atriði myndi eiga sér stað á stjarnfræðilegum skala. Ég eygi möguleika á allsherjar söng- og dansleik á Kóreuskaga. Eftir áratuga vopnaskak þjóðanna þar hittust þeir Kim Jung-un og Moon Jae-in loksins og ræddu málin á löngum fundi. Þeir voru brosandi. Þeir göntuðust. Þeir féllust í faðma. Það jaðraði við flashmob. Maður spyr sig: Leyfist manni að vona að loksins hafi þannig ákvarðanir verið teknar innan hins alræmda einræðisríkis, Norður-Kóreu, að fegurð og birta geti loksins flætt þangað inn? Að fólk verði laust úr ánauð? Ég fór eitt sinn að þessum landamærum. Það er ótrúlegt að horfa yfir. Í Norður-Kóreu er enginn skógur. Þar hefur allt verið brennt til að hita upp húsin. Þar eru gerviþorp, leikmyndir, sem byggð voru af einræðisstjórninni til að telja umheiminum trú um að allt stæði í blóma. Í hlíðinni á einu fjallinu stendur risastór stytta af Kim Il-sung. Mikið yrði veröldin betri ef þeir félagar, Moon og Kim, myndu leysa ágreininginn með einu góðu söngleikjaatriði, steppa sig inn í frið og kærleika fyrir þjóðirnar báðar. Kannski er það nógu merkilegt atriði í bili, og fagurt, að leiðtogarnir tveir ætli sér að sameina fjölskyldur sem hafa verið aðskildar í áratugi. Íslenskur söng- og dansleikur Svona tíðindi eru æðisleg. Þau vekja von. Kannski eru þetta falsvonir. Kannski er þetta plott vondra manna. En maður getur samt leyft sér að vona. Lífið verður aldrei alveg söngleikur. En það má ímynda sér það, eins og í þinginu forðum. Kannski gerist það næstum því. Það nægir. Góð tíðindi geta gerst og heimurinn getur tekið framförum. Tökum Ísland: Það væri æðislegt ef á Íslandi væru einhvern tímann lágir vextir á húsnæðislánum og efnahagslífið væri stöðugt. Ef hér væri fullt af góðum, fjölbreyttum, vel launuðum störfum fyrir fólk með alls konar menntun og hæfileika. Ef heilbrigðisþjónustan væri fullfjármögnuð og skólakerfið líka. Ef vegirnir væru góðir. Ef allir gætu fengið þak yfir höfuðið án þess að eiga 23 þúsund milljónir. Ef allt væri ekki svona rosalega dýrt, þannig að maður gæti sleppt því að fá hjartaflökt og aðsvif um hver mánaðamót. Ef allir væru sammála um það, alltaf, að við ætluðum að vernda íslenska náttúru. Allt er þetta vel mögulegt. Og það sem meira er: Þetta væri efni í mjög flott flashmob.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun