Útlánavöxtur til ferðaþjónstunnar dróst mikið saman frá miðju ári 2017 Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. maí 2018 06:00 Jafnframt hefur hægt á fjölgun ferðamanna. Vísir/stefán Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferðaþjónustu jukust um 20 prósent á milli ára. Lánin námu 212 milljörðum króna við árslok 2017. Útlánavöxturinn hefur dregist mikið saman frá miðju ári 2017 samhliða minnkandi vexti atvinnugreinarinnar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja í ferðaþjónustu námu um 15,2 prósentum af útlánum þeirra til fyrirtækja. Útlán með veði í hótelbyggingum jukust um 46 prósent frá árinu 2015 til 2017. Útlánin námu 144 milljörðum króna við lok síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslunni. Útlán bankanna til bílaleiga námu 42,1 milljarði króna á miðju ári 2017 en drógust saman á síðustu sex mánuðum ársins 2017 og voru 34,5 milljarðar í lok árs 2017. Það er 18 prósenta samdráttur. Helsti áhættuþátturinn í útlánasafni viðskiptabankanna að mati FME eru lán með veði í atvinnuhúsnæði. Slík lán námu um 574 milljörðum króna við lok síðasta árs. Í ársskýrslunni segir að raunverð verslunar- og skrifstofuhúsnæðis sé nú orðið hærra en það var við topp hagsveiflunnar árið 2007. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir í ársskýrslunni, að heildarendurskoðun á evrópska regluverkinu í kjölfar fjármálakreppunnar sé að mestu leyti lokið. Verulegur uppsafnaður upptökuhalli sé hérlendis á evrópska regluverkinu varðandi fjármálamarkaði. Það muni gera það að verkum að á næstu misserum og árum verði áframhald á örri þróun laga og reglna á fjármálamarkaði. Hallinn stafi af því að hérlend stjórnvöld hafi ekki gert nægar ráðstafnir til að mæta fjölda og umfangi Evróputilskipana og -reglugerða. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu. 27. apríl 2018 10:30 „Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. 2. maí 2018 15:15 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferðaþjónustu jukust um 20 prósent á milli ára. Lánin námu 212 milljörðum króna við árslok 2017. Útlánavöxturinn hefur dregist mikið saman frá miðju ári 2017 samhliða minnkandi vexti atvinnugreinarinnar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja í ferðaþjónustu námu um 15,2 prósentum af útlánum þeirra til fyrirtækja. Útlán með veði í hótelbyggingum jukust um 46 prósent frá árinu 2015 til 2017. Útlánin námu 144 milljörðum króna við lok síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslunni. Útlán bankanna til bílaleiga námu 42,1 milljarði króna á miðju ári 2017 en drógust saman á síðustu sex mánuðum ársins 2017 og voru 34,5 milljarðar í lok árs 2017. Það er 18 prósenta samdráttur. Helsti áhættuþátturinn í útlánasafni viðskiptabankanna að mati FME eru lán með veði í atvinnuhúsnæði. Slík lán námu um 574 milljörðum króna við lok síðasta árs. Í ársskýrslunni segir að raunverð verslunar- og skrifstofuhúsnæðis sé nú orðið hærra en það var við topp hagsveiflunnar árið 2007. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir í ársskýrslunni, að heildarendurskoðun á evrópska regluverkinu í kjölfar fjármálakreppunnar sé að mestu leyti lokið. Verulegur uppsafnaður upptökuhalli sé hérlendis á evrópska regluverkinu varðandi fjármálamarkaði. Það muni gera það að verkum að á næstu misserum og árum verði áframhald á örri þróun laga og reglna á fjármálamarkaði. Hallinn stafi af því að hérlend stjórnvöld hafi ekki gert nægar ráðstafnir til að mæta fjölda og umfangi Evróputilskipana og -reglugerða.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu. 27. apríl 2018 10:30 „Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. 2. maí 2018 15:15 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu. 27. apríl 2018 10:30
„Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. 2. maí 2018 15:15
Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28