Fundi í kjaradeilu ljósmæðra í dag lauk án árangurs. Forstjóri Landspítalans hefur þungar áhyggjur af stöðunni og lýsir henni eins og slysi í hægri uppsiglingu. Rætt verður við hann og fjallað um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.
Þar kynnum við okkur líka fyrirhugaða uppbyggingu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, lítum til Lissabon þar sem Ari Ólafsson stígur á svið í dómararennsli Eurovision í kvöld og höldum áfram ferðalagi okkar um landið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.
Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.
Bein útsending: Fréttir Stöðvar tvö
Hrund Þórsdóttir skrifar