NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2018 16:14 Eldflaug SpaceX sprakk þegar verið var að fylla ofurkælt hreint súrefni og hreinsaða steinolíu á eldsneytistank hennar á skotpalli á Flórída í september árið 2016. Gervitungl grandaðist í sprengingunni. Vísir/AFP Öryggissérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa áhyggjur af því að aðferð sem geimferðafyrirtækið SpaceX hefur notað til að gera eldflaugar sínar öflugri geti teflt lífi geimfara í hættu. Stutt er síðan eldflaug fyrirtækisins sprakk á skotpalli. Verkfræðingar SpaceX fundu upp á því ráði að ofurkæla eldsneyti eldflauga sinna til þess að þjappa því saman og koma þannig meira af því á tankana. Þannig yrðu eldflaugarnar kraftmeiri. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þetta kallaði á að fylla þurfti á eldsneytistanka eldflauganna rétt fyrir geimskot. Þetta veldur öryggissérfræðingum NASA og bandarískum þingmönnum áhyggjum. Aðeins þyrfti slys eða lítinn neista til þess að sprenging yrði. Eldflaug SpaceX sprakk í loft upp þegar verið var að fylla eldsneyti á hana fyrir vélarpróf á skotpalli á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. SpaceX á að byrja að flytja geimfara út í geim þegar á þessu ári. Ráðgjafaráð NASA skrifaði meðal annars bréf fyrir þremur árum þar sem varað var við því að þessi aðferð stangaðist á við öryggisstaðla fyrir eldflaugarþrep sem hafa verið í gildi í meira en fimmtíu ár. Bandarísk þingnefnd gekk meðal annars á varaforseta SpaceX um öryggi aðferðarinnar þegar hann sat fyrir svörum fyrr á þessu ári, að því er segir í umfjöllun Washington Post.NASA sögð of áhættufælin Fulltrúar SpaceX segja aftur á móti að færi eitthvað úrskeiðis myndi neyðarkerfi eldflaugarinnar koma geimförunum í öruggt skjól. Meira eldsneyti geri eldflaugarnar jafnframt öruggari þar sem þá sé meira svigrúm til að bregðast við neyðarástandi á flugi. Gagnrýnendur NASA telja að stofnunin sé of varfærin eftir að hafa misst fjórtán geimfara þegar geimskutlurnar Challenger og Columbia fórust árin 1986 og 2003. Geimskutluáætlunni var hætt árið 2011 í kjölfar Columbia-slyssins. NASA var í bæði skipti gagnrýnd fyrir lélegt áhættumat. Robert Lightfoot, nýr forstjóri NASA, hefur harmað að stofnunin hafi orðið of áhættufælin. Dró hann í efa að NASA hefði nokkru sinni ráðist í Apollo-leiðangrana til tunglsins í núverandi umhverfi. Hann útilokar ekki að SpaceX fái leyfi til að fylla ofurkældu eldsneyti á eldflaugar fyrir mannaðar ferðir. NASA gerir þá kröfu til SpaceX og Boeing, sem þróa nú geimferjur til að flytja menn fyrir stofnunina, að líkurnar á dauðsfalli megi ekki vera meiri en eitt í hverjum 270 ferðum. Sérfræðingar vara hins vegar við því hversu erfitt er að leggja mat á áhættu við mannaðar geimferðir. Til þess eru óvissuþættirnir of margir. Þannig áætlaði NASA fyrst að hætta við geimskutlurnar væri á bilinu eitt dauðsfall í fimm hundruð til fimm þúsund ferðum. Þegar áætluninni lauk kom hins vegar í ljós að líkurnar á dauðsfalli voru einn á móti tólf. SpaceX Tækni Tengdar fréttir Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29 Reyndu að grípa nef eldflaugarinnar með risastóru neti Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar. 22. febrúar 2018 15:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Öryggissérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa áhyggjur af því að aðferð sem geimferðafyrirtækið SpaceX hefur notað til að gera eldflaugar sínar öflugri geti teflt lífi geimfara í hættu. Stutt er síðan eldflaug fyrirtækisins sprakk á skotpalli. Verkfræðingar SpaceX fundu upp á því ráði að ofurkæla eldsneyti eldflauga sinna til þess að þjappa því saman og koma þannig meira af því á tankana. Þannig yrðu eldflaugarnar kraftmeiri. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þetta kallaði á að fylla þurfti á eldsneytistanka eldflauganna rétt fyrir geimskot. Þetta veldur öryggissérfræðingum NASA og bandarískum þingmönnum áhyggjum. Aðeins þyrfti slys eða lítinn neista til þess að sprenging yrði. Eldflaug SpaceX sprakk í loft upp þegar verið var að fylla eldsneyti á hana fyrir vélarpróf á skotpalli á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. SpaceX á að byrja að flytja geimfara út í geim þegar á þessu ári. Ráðgjafaráð NASA skrifaði meðal annars bréf fyrir þremur árum þar sem varað var við því að þessi aðferð stangaðist á við öryggisstaðla fyrir eldflaugarþrep sem hafa verið í gildi í meira en fimmtíu ár. Bandarísk þingnefnd gekk meðal annars á varaforseta SpaceX um öryggi aðferðarinnar þegar hann sat fyrir svörum fyrr á þessu ári, að því er segir í umfjöllun Washington Post.NASA sögð of áhættufælin Fulltrúar SpaceX segja aftur á móti að færi eitthvað úrskeiðis myndi neyðarkerfi eldflaugarinnar koma geimförunum í öruggt skjól. Meira eldsneyti geri eldflaugarnar jafnframt öruggari þar sem þá sé meira svigrúm til að bregðast við neyðarástandi á flugi. Gagnrýnendur NASA telja að stofnunin sé of varfærin eftir að hafa misst fjórtán geimfara þegar geimskutlurnar Challenger og Columbia fórust árin 1986 og 2003. Geimskutluáætlunni var hætt árið 2011 í kjölfar Columbia-slyssins. NASA var í bæði skipti gagnrýnd fyrir lélegt áhættumat. Robert Lightfoot, nýr forstjóri NASA, hefur harmað að stofnunin hafi orðið of áhættufælin. Dró hann í efa að NASA hefði nokkru sinni ráðist í Apollo-leiðangrana til tunglsins í núverandi umhverfi. Hann útilokar ekki að SpaceX fái leyfi til að fylla ofurkældu eldsneyti á eldflaugar fyrir mannaðar ferðir. NASA gerir þá kröfu til SpaceX og Boeing, sem þróa nú geimferjur til að flytja menn fyrir stofnunina, að líkurnar á dauðsfalli megi ekki vera meiri en eitt í hverjum 270 ferðum. Sérfræðingar vara hins vegar við því hversu erfitt er að leggja mat á áhættu við mannaðar geimferðir. Til þess eru óvissuþættirnir of margir. Þannig áætlaði NASA fyrst að hætta við geimskutlurnar væri á bilinu eitt dauðsfall í fimm hundruð til fimm þúsund ferðum. Þegar áætluninni lauk kom hins vegar í ljós að líkurnar á dauðsfalli voru einn á móti tólf.
SpaceX Tækni Tengdar fréttir Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29 Reyndu að grípa nef eldflaugarinnar með risastóru neti Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar. 22. febrúar 2018 15:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29
Reyndu að grípa nef eldflaugarinnar með risastóru neti Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar. 22. febrúar 2018 15:29
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent