Fyrsta stiklan úr Suður-ameríska draumnum: Besti og erfiðasti draumurinn að mati strákanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2018 13:45 Sveppi, Pétur Jóhann, Steindi og Auddi fara á kostum í stiklu fyrir Suður-ameríska drauminn. Þetta er fjórði draumur þeirra félaga. Stöð 2 „Fyrir mitt leyti þá var þetta skemmtilegasti draumurinn. Hann ögraði mér á nýjan hátt,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Stöð 2 hefur sent frá sér kynningarstiklu fyrir nýjustu þáttaröð gengisins sem þegar hefur lagt Evrópu, Ameríku og Asíu að fótum sér. Í nýjustu þáttaröðinni var förinni heitið til Suður-Ameríku og komu allir heilir heim, þótt það hafi stundum staðið tæpt. Pétur Jóhann og Sverrir Þór Sverrisson etja kappi við þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr. þar sem safnað er stigum fyrir að takast á við áskoranir. „Þetta var erfiðasti draumurinn,“ segir Auðunn við Vísi. Þeir voru mánuð á ferðalagi sínu og nefnir sem dæmi sólarhringsferðalag frá Bólivíu til Brasilíu. Skýtur hann inn í að Sveppi og Pétur hafi fengið auðveldari legginn en upplýsir eðli málsins samkvæmt ekkert um hvort liðið hafi farið með sigur af hólmi.Auddi og Steindi reyndu eftir fremsta megni að falla í hópinn hvert sem þeir fóru.Stöð 2Auddi segist vonast til þess að þáttaröðin toppi Asíska drauminn sem er hans uppáhalds. „Aðalmálið við þessi ferðalög er að snúa aftur heim á lífi. Svo er ekki verra að vera með gott efni í farteskinu. Ég myndi segja að það séu svona 27 prósent líkur á því að þú komist ekki aftur heim,“ segir Steindi og tekur undir það með Audda að þessi þáttaröð stefni í að verða sú besta.23 tequila skot Péturs Í þættinum kennir ýmissa grasa og í stiklunni má meðal annars sjá brot úr því þegar Pétur Jóhann fer í drykkjukeppni við heimamann. „Ég endaði á því að drekka 23 tequila skot,“ segir Pétur. Aðdáendur þáttanna muna eflaust margir eftir einvígi Péturs við reynslubolta í faginu í Asíu í síðustu þáttaröð. Pétur man lítið sem ekkert eftir kvöldinu en honum hafi verið ekið heim á hótel í hjólastól og lagður í læsta hliðarlegu í rúmið sitt. Morguninn eftir ætlaði Sveppi á baðherbergið á hóteli þeirra en þá mætti honum ófögur sjón. „Ég komst ekkert inn á baðið því Pétur var búinn að æla svo mikið á gólfið,“ segir Sveppi. Pétur á engra kosta völ nema að viðurkenna glæp sinn. Þótt hann muni ekkert þá hafi hann séð afraksturinn, ef svo má segja.Sveppi og Pétur Jóhann ganga líka alla leið í þættinum.Stöð 2Þeir hafi verið í miklum flýti á leið í flug og enginn tími hafi gefist til að hreinsa til á hótelinu. „Ég skrifaði á servíettu, we are very very sorry,“ segir Sveppi.Alls ekki of gamall Pétur Jóhann er 46 ára og vaknar sú spurning hvort hann sé ekki að verða of gamall fyrir svona vitleysu. „Nei,“ segir grínistinn og útskýrir að það sé þegar maður ákveði að láta staðar numið í hlutum sem þessum sem maður verði gamall.Stikluna má sjá í spilaranum að neðan. Þættirnir fara í sýningu á Stöð 2 í haust. Bíó og sjónvarp Suður-ameríski draumurinn Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Fyrir mitt leyti þá var þetta skemmtilegasti draumurinn. Hann ögraði mér á nýjan hátt,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Stöð 2 hefur sent frá sér kynningarstiklu fyrir nýjustu þáttaröð gengisins sem þegar hefur lagt Evrópu, Ameríku og Asíu að fótum sér. Í nýjustu þáttaröðinni var förinni heitið til Suður-Ameríku og komu allir heilir heim, þótt það hafi stundum staðið tæpt. Pétur Jóhann og Sverrir Þór Sverrisson etja kappi við þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr. þar sem safnað er stigum fyrir að takast á við áskoranir. „Þetta var erfiðasti draumurinn,“ segir Auðunn við Vísi. Þeir voru mánuð á ferðalagi sínu og nefnir sem dæmi sólarhringsferðalag frá Bólivíu til Brasilíu. Skýtur hann inn í að Sveppi og Pétur hafi fengið auðveldari legginn en upplýsir eðli málsins samkvæmt ekkert um hvort liðið hafi farið með sigur af hólmi.Auddi og Steindi reyndu eftir fremsta megni að falla í hópinn hvert sem þeir fóru.Stöð 2Auddi segist vonast til þess að þáttaröðin toppi Asíska drauminn sem er hans uppáhalds. „Aðalmálið við þessi ferðalög er að snúa aftur heim á lífi. Svo er ekki verra að vera með gott efni í farteskinu. Ég myndi segja að það séu svona 27 prósent líkur á því að þú komist ekki aftur heim,“ segir Steindi og tekur undir það með Audda að þessi þáttaröð stefni í að verða sú besta.23 tequila skot Péturs Í þættinum kennir ýmissa grasa og í stiklunni má meðal annars sjá brot úr því þegar Pétur Jóhann fer í drykkjukeppni við heimamann. „Ég endaði á því að drekka 23 tequila skot,“ segir Pétur. Aðdáendur þáttanna muna eflaust margir eftir einvígi Péturs við reynslubolta í faginu í Asíu í síðustu þáttaröð. Pétur man lítið sem ekkert eftir kvöldinu en honum hafi verið ekið heim á hótel í hjólastól og lagður í læsta hliðarlegu í rúmið sitt. Morguninn eftir ætlaði Sveppi á baðherbergið á hóteli þeirra en þá mætti honum ófögur sjón. „Ég komst ekkert inn á baðið því Pétur var búinn að æla svo mikið á gólfið,“ segir Sveppi. Pétur á engra kosta völ nema að viðurkenna glæp sinn. Þótt hann muni ekkert þá hafi hann séð afraksturinn, ef svo má segja.Sveppi og Pétur Jóhann ganga líka alla leið í þættinum.Stöð 2Þeir hafi verið í miklum flýti á leið í flug og enginn tími hafi gefist til að hreinsa til á hótelinu. „Ég skrifaði á servíettu, we are very very sorry,“ segir Sveppi.Alls ekki of gamall Pétur Jóhann er 46 ára og vaknar sú spurning hvort hann sé ekki að verða of gamall fyrir svona vitleysu. „Nei,“ segir grínistinn og útskýrir að það sé þegar maður ákveði að láta staðar numið í hlutum sem þessum sem maður verði gamall.Stikluna má sjá í spilaranum að neðan. Þættirnir fara í sýningu á Stöð 2 í haust.
Bíó og sjónvarp Suður-ameríski draumurinn Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira