Körfubolti

Houston tók forystuna í einvíginu

Dagur Lárusson skrifar
James Harden hélt uppteknum hætti.
James Harden hélt uppteknum hætti. vísir/getty
James Harden átti frábæran leik fyrir Houston Rockets gegn Utah Jazz í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA körfuboltanum í nótt en hann skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar.

 

Bæði liðin voru voru búin að vinna einn leik hvort fyrir þennan leik og því möguleiki á að taka forystuna í einvíginu með sigri og var það augljóst frá fyrsta leikhluta að Rockets ætluðu sér sigur en staðan eftir fyrsta leikhluta var 39-22.

 

Houston Rockets hélt forystu sinni í öðrum leikhluta og skoraði 31 stig gegn aðeins 18 frá Utah Jazz og var staðan því 70-40 í hálfleiknum og útlitið ekki gott fyrir Utah.

 

Í síðustu tveimur leikhlutunum skoraði Utah Jazz fleiri stig heldur en Rockets en það dugði þó ekki til því Utah náði aðeins að minnka forskotið niður í 21 stig og var lokastaðan því 113-92 fyrir Rockets.

 

Stigahæstur í liði Houston Rockets var eins og svo oft James Harden en hann var með 25 stig og gaf 12 stoðsendingar en Royce O´Neale var næststigahæstur í liði Utah með 17 stig.

 

Golden State mistókst að komast í 3-0 forystu í einvígi sínu gegn New Orleans Pelicans í nótt en Anthony Davis átti stórleik í liði Pelicans.

 

Pelicans voru augljóslega staðráðnir í það að stoppa Golden State frá fyrstu mínútu en staðan eftir fyrsta leikhlutann var 30-21 fyrir Pelicans. Golde State náði þó minnka forystuna þegar leið á annan leikhluta og var staðan 32-56 í hálfleiknum.

 

Pelicans leyfðu þó Golden State ekki að komast nær og juku forystu sína þegar líða fór á leikinn og unnu að lokum sannfærandi sigur 119-100 og færðu því spennu í einvígið.

 

Anthony Davis var stigahæstur í liði Pelicans með 33 stig á meðan Klay Thompson var stigahæstur hjá Golden State með 26 stig.

 

Hér fyrir neðan má sjá brot úr sigri Houston Rockets.

 

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×