Í fyrstu virðist hvorki mikil stemning né spenna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningum á Akranesi og íbúar lítið farnir að velta þeim fyrir sér. Þegar blaðamaður Vísis var á ferðinni á Skaganum voru fjórar vikur í kosningar. Á ljúfvirðis þriðjudegi virtist ekkert útlit fyrir að stutt væri í að Skagamenn veldu sér stjórnendur. Eftir síðustu kosningar mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Björt Framtíð meirihluta með fimm og einn mann af níu í bæjarstjórn. Bæjarstjórinn, Sævar Freyr, er Skagamaður í húð og hár og var hann faglega ráðinn. Það er að vísu landlægur vandi að áhugi og þátttaka í sveitarstjórnarkosningum hefur farið minnkandi og er Akranes engin undantekning. Árið 2002 var kosningaþátttaka á Akranesi 77,7 prósent, samkvæmt Hagstofu Íslands, og hún var 81,6 prósent árið 2006. Árið 2010 var hún farin niður í 69,2 prósent og 70,3 prósent árið 2014. „Við Skagamenn erum bara slakir,“ sagði einn viðmælandi Vísis og bætti við að lífið á Skaganum gengi ávalt sinn vanagang. Lítið hefur farið fyrir stjórnmálunum enn sem komið er og var kosningabaráttan ekki hafin að neinu marktæku leyti þegar blaðamaður var þar á ferð. Heilt yfir er erfitt að segja annað en að Skagamenn séu sáttir með lífið og tilveruna. Þó eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. Eitt þeirra málefna og það sem viðmælendur Vísis nefndu oftast eru götur Akraness. Þær þykja, og eru eins og blaðamaður kynntist sjálfur, holóttar, ójafnar og úr sér gengnar.Einn aðili sem Vísir ræddi við talaði um ástand gatnakerfis bæjarins með tilliti til kaffibolla. Ef hann keypti sér kaffibolla niður á höfn væri bollinn hálffullur þegar hann kæmi út úr bænum. Þar að auki væri hann brenndur á hendinni og skyrtan ónýt. Það væri ómögulegt að keyra um bæinn með kaffibolla í hendinni. Þrátt fyrir að allir væru sammála um að ástand gatna Akraness væri slæmt virtust þó margir sannfærðir um að lítið yrði gert í þeim málum á næsta kjörtímabili. Þetta hafi verið viðvarandi vandamál til margra ára og einhverra hluta sé aldrei gengið í verkið. Einhverjir voru þó á því að ekkert væri að götunum.Tilfinningaþrungin umræða um Strompinn Strompur Sementsverksmiðjunnar var Skagamönnum einnig ofarlega í huga, þó hann muni ekki koma kosningunum við. Nýverið var haldin íbúakosning en þar er um mikið tilfinningamál að ræða. Skagamenn hafa alist upp við að hafa strompinn alltaf í sjónmáli og sömuleiðis notuðu sjómenn hann til að meta vindinn á árum áður. Enginn reykur hefur þó borist úr strompinum um árabil og tilfinningar mæta hagkvæmni í huga Skagamanna. Það mun kosta peninga að rífa strompinn og það mun sömuleiðis kosta peninga að gera hann upp og þá að halda honum við reglulega. Flestir þeir sem blaðamaður ræddi við á Akranesi voru meðvitaðir um tilfinningalegt gildi strompsins. Það væri þó óhagkvæmt að halda honum uppi og jafnvel umkringja hann íbúðarhúsum. Ótækt væri að eyða peningum í að halda honum við í framtíðinni. Svo virðist sem að langflestir Skagamenn séu sammála um það. Samkvæmt yfirlýsingu á heimasíðu Akraneskaupstaðar bárust 1095 atkvæði og kusu 1032 að fella skyldi strompinn. Einungis 63 vildu láta hann standa áfram.Umdeild landfylling Íbúar við Krókalón á Akranesi eru ekki sáttir við fyrirhugaða landfyllingu á lóninu sem Skaginn 3X hefur sótt um svo fyrirtækið geti stækkað við sig. Með því myndi útsýni frá húsum við Krókatún versna nokkuð. Anna Lára Steindal, íbúi í hverfinu, sagði við Vísi á dögunum að málið snerist ekki eingöngu um útlits- og sjónmengun. Það snerist um hvernig bæ fólki vildi búa í. „Prinsippið og það hvernig stórfyrirtæki fara með skipulagsvöld á Akranesi er eitthvað sem vegur þyngra allavega hjá mér. Útivist og lífsgæðum fólks er einhvern veginn ýtt til hliðar ef að hagsmunir eins og þessa stóra fyrirtækis er í húfi. Í þessum gögnum sem ég las um þetta mál þá var þetta sagt hagsmunamál að stækka verksmiðjuna þar sem hún er. Þetta er vinsælt útivistarsvæði og þeir eru þegar búnir að fá einu sinni heimild til þess að stækka og þá fóru þeir fram úr sér. Þetta er líka bara prinsipp mál hvað skiptir okkur máli og í hvernig bæ við viljum búa hérna,“ sagði Anna Lára. Málið hefur verið í svokölluðu kynningarferli og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, sagði enga formlega ákvörðun hafa verið tekna og hann væri meðvitaður um áhyggjur íbúa. Formlegt skipulagsferli væri einnig ekki hafið og búið væri að óska eftir ábendingum frá bæjarbúum. „Við lítum svo á að við viljum gefa bæði fyrirtækinu þann rétt að sækjast eftir því sem þeir eru að óska eftir og auðvitað íbúum að koma með ábendingar um hvað skipti máli í þessu,“ sagði Sævar.Fjölgun ferðamanna og hótel Nokkrir Skagamenn nefndu í samtölum við blaðamann að vöntun væri á hóteli á Akranesi. Nú þegar er mikið um AirBNB íbúðir og nokkur gistiheimili en Akranes geti ekki tekið á móti stærri hópum af ferðamönnum. Vitavörðurinn Hilmar Sigvaldason, sem hefur verið í forsvari fyrir hóp fólks sem unnið hefur að endurbótum og opnun vitanna á Breið á Akranesi, segir Akranes hafa margt að bjóða og vel væri hægt að gera ferðaþjónustunni vel undir höfði þar. Fjórtán þúsund manns greiddu fyrir aðgang að Akranesvita í fyrra.Mikið sé af stöðum og hlutum í bænum sem mikið séu myndaðir og það væri vel hægt að auglýsa það betur og nýta samfélagsmiðlana betur. Þar fari myndir og annað efni í dreifingu víða. Í raun séu ferðamenn sjálfir að auglýsa staðina sem þeir heimsæki.Vöntun á störfum fyrir konur Stór hluti Skagamanna keyrir út fyrir bæinn til að sækja vinnu. Að mestu til Grundartanga og til Reykjavíkur. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Karen Jónsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri á Akranesi að sárlega vantaði störf fyrir konur í bænum. Í desember var 55 prósent meira atvinnuleysi meðal kvenna á Akranesi en á landsvísu. Hún kallaði eftir fjölskylduvænni atvinnustefnu. Margar konur misstu vinnuna þegar HB Grandi lokaði fiskvinnslunni á Akranesi. „Atvinnulíf á Skaganum er mjög dapurt. Að mörgu leyti og sérstaklega þegar kemur að konum þegar þær eru búnar að mennta sig á ákveðnu sviði. Viðskiptasviði og einhverju öðru heldur en umönnun og kennslu. Þá er í rauninni ekkert fyrir þær að hafa hérna og hefur verið þannig í langan tíma,“ sagði Karen.Skagamönnum hefur fjölgað verulega á undanförnum árum eða um fimmtán prósent á tíu árum. Þeir eru nú 7.400 talsins og Sævar Freyr, bæjarstjóri, segir innviði styðja við allt að tíu þúsund íbúa. Þessari fjölgun hefur fylgt mikil hækkun á Fasteignaverði. Fjórar fasteignasölur eru nú starfræktar í sveitarfélaginu. Soffía Magnúsdóttir fasteignasali, sem er fædd og uppalin á Akranesi, segir tvær hliðar á þessari hækkun. „Þeir eru ánægðir sem eiga eignirnar, að þær hækki og verði verðmeiri. En þeir sem eru að kaupa í fyrsta skipti, þeir eru náttúrulega ekki kátir og það vantar svolítið af húsnæði í þessum ódýrari kanti,“ segir Soffía. Þá segir hún leigumarkaðinn erfiðan á Akranesi, eins og víða um landið. Soffía segir fólk á öllum aldri vilja flytja til Akraness en hennar tilfinning sé að mest sé um að ræða barnafólk.Fréttastofa ræddi meðal annars við þá Stefán Lárus og Kristján Heiðar um hvaða mál væru þeim efst í huga þegar kæmi að kosningunum. Stefán sagði mikilvægt að áfram væri haldið að þróa bæinn. Fólksfjölgunin væri svo mikil að skólarnir væru að springa og nauðsynlegt væri að byggja fleiri íbúðir. Hann sagði sömuleiðis að Skagamenn væru í rauninni bara í góðum málum. Hann saknaði þó útgerðarinnar á Akranesi og segir að þegar hann kom fyrst á Skagann árið 1962 hafi 26 stórir mótorbátar verið gerðir út þaðan. Nú sé enginn bátur gerður út. Stefán var þó á því að göturnar á Akranesi væru hátíð miðað við göturnar í Reykjavík. Þær hafi verið steyptar fyrir um fimmtíu árum og dugi enn. Kristján vill að fólkið sé sett í fyrsta sæti. Hann segir Skagamenn búa vel en þörf væri á að gera við göturnar. „Annars höfum við verið svo heppin með bæjarstjórnir hérna. Þær hafa yfirleitt unnið mjög vel saman, hver sem hefur verið kosinn í bæjarstjórn. Yfirleitt hefur þetta bara verið 9-0. Það er mjög gott kerfi. Að vinna málin fyrst í bæjarráði, vera róleg og kjósa svo þegar menn eru búnir að taka yfirvegaða ákvörðun.“Það er ýmislegt sem situr í Skagamönnum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Götur, Strompur, atvinnumál, landfylling, samgöngur, fasteignir og ýmislegt fleira. Mikil uppbygging á sér stað á Akranesi og einhverjir vilja að vel sé haldið á spöðunum varðandi hana. Skagamenn virðast þó, eins og áður segir, sáttir við stöðuna á Akranesi, heilt yfir litið.Landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí. Vísir kemur við víða um land í aðdraganda kosninganna. Á morgun verður púlsinn tekinn á Austfjörðum. Fréttaskýringar Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Um leið og það kemur hálka þá fer ég ekki yfir“ Blaðamaður Vísis kom víða við á þriggja daga ferð sinni um Austurland í lok apríl síðastliðnum og ræddi við fjölda fólks um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 8. maí 2018 10:00 Ósýnilegir frambjóðendur, au pair-sprengja og læknaskortur Blaðamaður Vísis kom víða við í heimsókn sinni á Reykjanes á dögunum og ræddi við íbúana um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 9. maí 2018 14:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent
Í fyrstu virðist hvorki mikil stemning né spenna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningum á Akranesi og íbúar lítið farnir að velta þeim fyrir sér. Þegar blaðamaður Vísis var á ferðinni á Skaganum voru fjórar vikur í kosningar. Á ljúfvirðis þriðjudegi virtist ekkert útlit fyrir að stutt væri í að Skagamenn veldu sér stjórnendur. Eftir síðustu kosningar mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Björt Framtíð meirihluta með fimm og einn mann af níu í bæjarstjórn. Bæjarstjórinn, Sævar Freyr, er Skagamaður í húð og hár og var hann faglega ráðinn. Það er að vísu landlægur vandi að áhugi og þátttaka í sveitarstjórnarkosningum hefur farið minnkandi og er Akranes engin undantekning. Árið 2002 var kosningaþátttaka á Akranesi 77,7 prósent, samkvæmt Hagstofu Íslands, og hún var 81,6 prósent árið 2006. Árið 2010 var hún farin niður í 69,2 prósent og 70,3 prósent árið 2014. „Við Skagamenn erum bara slakir,“ sagði einn viðmælandi Vísis og bætti við að lífið á Skaganum gengi ávalt sinn vanagang. Lítið hefur farið fyrir stjórnmálunum enn sem komið er og var kosningabaráttan ekki hafin að neinu marktæku leyti þegar blaðamaður var þar á ferð. Heilt yfir er erfitt að segja annað en að Skagamenn séu sáttir með lífið og tilveruna. Þó eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. Eitt þeirra málefna og það sem viðmælendur Vísis nefndu oftast eru götur Akraness. Þær þykja, og eru eins og blaðamaður kynntist sjálfur, holóttar, ójafnar og úr sér gengnar.Einn aðili sem Vísir ræddi við talaði um ástand gatnakerfis bæjarins með tilliti til kaffibolla. Ef hann keypti sér kaffibolla niður á höfn væri bollinn hálffullur þegar hann kæmi út úr bænum. Þar að auki væri hann brenndur á hendinni og skyrtan ónýt. Það væri ómögulegt að keyra um bæinn með kaffibolla í hendinni. Þrátt fyrir að allir væru sammála um að ástand gatna Akraness væri slæmt virtust þó margir sannfærðir um að lítið yrði gert í þeim málum á næsta kjörtímabili. Þetta hafi verið viðvarandi vandamál til margra ára og einhverra hluta sé aldrei gengið í verkið. Einhverjir voru þó á því að ekkert væri að götunum.Tilfinningaþrungin umræða um Strompinn Strompur Sementsverksmiðjunnar var Skagamönnum einnig ofarlega í huga, þó hann muni ekki koma kosningunum við. Nýverið var haldin íbúakosning en þar er um mikið tilfinningamál að ræða. Skagamenn hafa alist upp við að hafa strompinn alltaf í sjónmáli og sömuleiðis notuðu sjómenn hann til að meta vindinn á árum áður. Enginn reykur hefur þó borist úr strompinum um árabil og tilfinningar mæta hagkvæmni í huga Skagamanna. Það mun kosta peninga að rífa strompinn og það mun sömuleiðis kosta peninga að gera hann upp og þá að halda honum við reglulega. Flestir þeir sem blaðamaður ræddi við á Akranesi voru meðvitaðir um tilfinningalegt gildi strompsins. Það væri þó óhagkvæmt að halda honum uppi og jafnvel umkringja hann íbúðarhúsum. Ótækt væri að eyða peningum í að halda honum við í framtíðinni. Svo virðist sem að langflestir Skagamenn séu sammála um það. Samkvæmt yfirlýsingu á heimasíðu Akraneskaupstaðar bárust 1095 atkvæði og kusu 1032 að fella skyldi strompinn. Einungis 63 vildu láta hann standa áfram.Umdeild landfylling Íbúar við Krókalón á Akranesi eru ekki sáttir við fyrirhugaða landfyllingu á lóninu sem Skaginn 3X hefur sótt um svo fyrirtækið geti stækkað við sig. Með því myndi útsýni frá húsum við Krókatún versna nokkuð. Anna Lára Steindal, íbúi í hverfinu, sagði við Vísi á dögunum að málið snerist ekki eingöngu um útlits- og sjónmengun. Það snerist um hvernig bæ fólki vildi búa í. „Prinsippið og það hvernig stórfyrirtæki fara með skipulagsvöld á Akranesi er eitthvað sem vegur þyngra allavega hjá mér. Útivist og lífsgæðum fólks er einhvern veginn ýtt til hliðar ef að hagsmunir eins og þessa stóra fyrirtækis er í húfi. Í þessum gögnum sem ég las um þetta mál þá var þetta sagt hagsmunamál að stækka verksmiðjuna þar sem hún er. Þetta er vinsælt útivistarsvæði og þeir eru þegar búnir að fá einu sinni heimild til þess að stækka og þá fóru þeir fram úr sér. Þetta er líka bara prinsipp mál hvað skiptir okkur máli og í hvernig bæ við viljum búa hérna,“ sagði Anna Lára. Málið hefur verið í svokölluðu kynningarferli og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, sagði enga formlega ákvörðun hafa verið tekna og hann væri meðvitaður um áhyggjur íbúa. Formlegt skipulagsferli væri einnig ekki hafið og búið væri að óska eftir ábendingum frá bæjarbúum. „Við lítum svo á að við viljum gefa bæði fyrirtækinu þann rétt að sækjast eftir því sem þeir eru að óska eftir og auðvitað íbúum að koma með ábendingar um hvað skipti máli í þessu,“ sagði Sævar.Fjölgun ferðamanna og hótel Nokkrir Skagamenn nefndu í samtölum við blaðamann að vöntun væri á hóteli á Akranesi. Nú þegar er mikið um AirBNB íbúðir og nokkur gistiheimili en Akranes geti ekki tekið á móti stærri hópum af ferðamönnum. Vitavörðurinn Hilmar Sigvaldason, sem hefur verið í forsvari fyrir hóp fólks sem unnið hefur að endurbótum og opnun vitanna á Breið á Akranesi, segir Akranes hafa margt að bjóða og vel væri hægt að gera ferðaþjónustunni vel undir höfði þar. Fjórtán þúsund manns greiddu fyrir aðgang að Akranesvita í fyrra.Mikið sé af stöðum og hlutum í bænum sem mikið séu myndaðir og það væri vel hægt að auglýsa það betur og nýta samfélagsmiðlana betur. Þar fari myndir og annað efni í dreifingu víða. Í raun séu ferðamenn sjálfir að auglýsa staðina sem þeir heimsæki.Vöntun á störfum fyrir konur Stór hluti Skagamanna keyrir út fyrir bæinn til að sækja vinnu. Að mestu til Grundartanga og til Reykjavíkur. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Karen Jónsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri á Akranesi að sárlega vantaði störf fyrir konur í bænum. Í desember var 55 prósent meira atvinnuleysi meðal kvenna á Akranesi en á landsvísu. Hún kallaði eftir fjölskylduvænni atvinnustefnu. Margar konur misstu vinnuna þegar HB Grandi lokaði fiskvinnslunni á Akranesi. „Atvinnulíf á Skaganum er mjög dapurt. Að mörgu leyti og sérstaklega þegar kemur að konum þegar þær eru búnar að mennta sig á ákveðnu sviði. Viðskiptasviði og einhverju öðru heldur en umönnun og kennslu. Þá er í rauninni ekkert fyrir þær að hafa hérna og hefur verið þannig í langan tíma,“ sagði Karen.Skagamönnum hefur fjölgað verulega á undanförnum árum eða um fimmtán prósent á tíu árum. Þeir eru nú 7.400 talsins og Sævar Freyr, bæjarstjóri, segir innviði styðja við allt að tíu þúsund íbúa. Þessari fjölgun hefur fylgt mikil hækkun á Fasteignaverði. Fjórar fasteignasölur eru nú starfræktar í sveitarfélaginu. Soffía Magnúsdóttir fasteignasali, sem er fædd og uppalin á Akranesi, segir tvær hliðar á þessari hækkun. „Þeir eru ánægðir sem eiga eignirnar, að þær hækki og verði verðmeiri. En þeir sem eru að kaupa í fyrsta skipti, þeir eru náttúrulega ekki kátir og það vantar svolítið af húsnæði í þessum ódýrari kanti,“ segir Soffía. Þá segir hún leigumarkaðinn erfiðan á Akranesi, eins og víða um landið. Soffía segir fólk á öllum aldri vilja flytja til Akraness en hennar tilfinning sé að mest sé um að ræða barnafólk.Fréttastofa ræddi meðal annars við þá Stefán Lárus og Kristján Heiðar um hvaða mál væru þeim efst í huga þegar kæmi að kosningunum. Stefán sagði mikilvægt að áfram væri haldið að þróa bæinn. Fólksfjölgunin væri svo mikil að skólarnir væru að springa og nauðsynlegt væri að byggja fleiri íbúðir. Hann sagði sömuleiðis að Skagamenn væru í rauninni bara í góðum málum. Hann saknaði þó útgerðarinnar á Akranesi og segir að þegar hann kom fyrst á Skagann árið 1962 hafi 26 stórir mótorbátar verið gerðir út þaðan. Nú sé enginn bátur gerður út. Stefán var þó á því að göturnar á Akranesi væru hátíð miðað við göturnar í Reykjavík. Þær hafi verið steyptar fyrir um fimmtíu árum og dugi enn. Kristján vill að fólkið sé sett í fyrsta sæti. Hann segir Skagamenn búa vel en þörf væri á að gera við göturnar. „Annars höfum við verið svo heppin með bæjarstjórnir hérna. Þær hafa yfirleitt unnið mjög vel saman, hver sem hefur verið kosinn í bæjarstjórn. Yfirleitt hefur þetta bara verið 9-0. Það er mjög gott kerfi. Að vinna málin fyrst í bæjarráði, vera róleg og kjósa svo þegar menn eru búnir að taka yfirvegaða ákvörðun.“Það er ýmislegt sem situr í Skagamönnum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Götur, Strompur, atvinnumál, landfylling, samgöngur, fasteignir og ýmislegt fleira. Mikil uppbygging á sér stað á Akranesi og einhverjir vilja að vel sé haldið á spöðunum varðandi hana. Skagamenn virðast þó, eins og áður segir, sáttir við stöðuna á Akranesi, heilt yfir litið.Landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí. Vísir kemur við víða um land í aðdraganda kosninganna. Á morgun verður púlsinn tekinn á Austfjörðum.
„Um leið og það kemur hálka þá fer ég ekki yfir“ Blaðamaður Vísis kom víða við á þriggja daga ferð sinni um Austurland í lok apríl síðastliðnum og ræddi við fjölda fólks um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 8. maí 2018 10:00
Ósýnilegir frambjóðendur, au pair-sprengja og læknaskortur Blaðamaður Vísis kom víða við í heimsókn sinni á Reykjanes á dögunum og ræddi við íbúana um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 9. maí 2018 14:00