Vonar að mengandi stóriðja heyri brátt sögunni til Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2018 10:53 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Vísir/Anton Brink Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vonast til að tími mengandi stóriðju heyri brátt sagnfræði fortíðar. Þetta sagði Guðmundur í erindi sínu á ársfundi Umhverfisstofnunar þar sem hann sagði mikilvægt að læra af reynslu sem skapaðist af framkvæmd kísilversins United Silicon. Sagði hann almennt mikilvægt að stíga varlega til jarðar, vanda allar ákvarðanir, eftirlit og eftirfylgni. Hann sagði ríkisstjórnina horfa til langs tíma þegar kemur að loftslagsmálum í anda langtímastefnumótunar. Er vonast til að ná 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í takt við Evrópusambandið og kolefnishlutleysi árið 2040. Guðmundur sagði ríkisstjórnina hafa samþykkt að leggja tólf milljónir króna til að vinna loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun fyrir stjórnarráðið sjálft. Hluti fjármagnsins verður notaður í vinnu sérfræðings og hluti til beinan aðgerða til að draga úr og hefja kolefnisjöfnun á starfsemi stjórnarráðsins. Sagðist Guðmundur leggja þar áherslu vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur sem hefur beina tengingu við grænt hagkerfi og markmið í loftslagsmálum. Loftslagssjóður verður settur á laggirnar síðar á árinu í því skyni að styrkja nýsköpun og rannsóknir og er unnið að heildstæðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum í ráðuneytinu. Hann sagði að á næstu árum verði tæpum sjö milljörðum varið til loftslagsmála. Sagði Guðmundur úrgang vera fylgifisk neyslu þar sem skiptir máli að draga úr neyslu svo minnstur úrgangur falli til. Vill Guðmundur draga úr ofneyslu og sóun og nýta betur úrgang sem auðlind. Hann sagði mikilvægt að sporna gegn plastmengun og vonaðist til að óþarfa notkun plasts muni heyra brátt sögunni til. Náttúruvernd mun skipa stóran sess á þessu kjörtímabili að sögn Guðmundar en í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir að ráðist verð í átak í friðlýsingum og þjóðgarður stofnaður á miðhálendi Íslands. Hann sagði rannsóknir sýna að þjóðgarðar skili ekki bara miklum tekjum til þjóðarbúsins heldur einnig til hinna dreifðu byggða. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vonast til að tími mengandi stóriðju heyri brátt sagnfræði fortíðar. Þetta sagði Guðmundur í erindi sínu á ársfundi Umhverfisstofnunar þar sem hann sagði mikilvægt að læra af reynslu sem skapaðist af framkvæmd kísilversins United Silicon. Sagði hann almennt mikilvægt að stíga varlega til jarðar, vanda allar ákvarðanir, eftirlit og eftirfylgni. Hann sagði ríkisstjórnina horfa til langs tíma þegar kemur að loftslagsmálum í anda langtímastefnumótunar. Er vonast til að ná 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í takt við Evrópusambandið og kolefnishlutleysi árið 2040. Guðmundur sagði ríkisstjórnina hafa samþykkt að leggja tólf milljónir króna til að vinna loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun fyrir stjórnarráðið sjálft. Hluti fjármagnsins verður notaður í vinnu sérfræðings og hluti til beinan aðgerða til að draga úr og hefja kolefnisjöfnun á starfsemi stjórnarráðsins. Sagðist Guðmundur leggja þar áherslu vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur sem hefur beina tengingu við grænt hagkerfi og markmið í loftslagsmálum. Loftslagssjóður verður settur á laggirnar síðar á árinu í því skyni að styrkja nýsköpun og rannsóknir og er unnið að heildstæðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum í ráðuneytinu. Hann sagði að á næstu árum verði tæpum sjö milljörðum varið til loftslagsmála. Sagði Guðmundur úrgang vera fylgifisk neyslu þar sem skiptir máli að draga úr neyslu svo minnstur úrgangur falli til. Vill Guðmundur draga úr ofneyslu og sóun og nýta betur úrgang sem auðlind. Hann sagði mikilvægt að sporna gegn plastmengun og vonaðist til að óþarfa notkun plasts muni heyra brátt sögunni til. Náttúruvernd mun skipa stóran sess á þessu kjörtímabili að sögn Guðmundar en í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir að ráðist verð í átak í friðlýsingum og þjóðgarður stofnaður á miðhálendi Íslands. Hann sagði rannsóknir sýna að þjóðgarðar skili ekki bara miklum tekjum til þjóðarbúsins heldur einnig til hinna dreifðu byggða.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira