Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. maí 2018 20:01 Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. Oddvitinn er bjartsýnn á að ná tveimur mönnum inn og kveðst reiðubúinn að starfa með öllum flokkum. Framsókn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í dag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri leiðir listann og í öðru sæti er Snædís Karlsdóttir lögfræðingur og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er í því þriðja. Umferðar- og samgöngumál eru Framsóknarmönnum í borginni ofarlega í huga fyrir kosningarnar í vor en flokkurinn hyggst meðal annars beita sér fyrir því aðfrítt verði í strætó í eitt ár í tilraunaskyni. „Þetta eru alls ekki háleit markmið. Þetta er mjög ódýr og góð lausn fyrir borgarbúa, þeir finna strax fyrir þessu vegna þess að frítt í strætó mun draga verulega úr álagi á gatnakerfi borgarinnar,” segir Ingvar. Þá fái háskólanemar sem velji vistvæna ferðamáta, 20 þúsund krónur í mánaðarlegan samgöngustyrk. Segir raunhæft loforð að hækka laun kennara Flokkurinn bauð síðast fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir en notast aðeins við nafn Framsóknarflokksins í komandi kosningum. „Við erum heldur betur flugvallarvinir,” segir Ingvar, spurður hvort Framsóknarmenn í borginni séu ekki lengur flugvallarvinir. Hann segir það algjört glapræði að verja fjármunum í að færa flugvöllinn. „Ég er flugmaður og flugstjóri og búinn að vera það í 22 ár hjá Icelandair og ég get sagt ykkur það að Reykjavíkurflugvöllur er mesti flugöryggisventill landsins.” Þá vill flokkurinn hækka laun leik- og grunnskólakennara um 100 þúsund krónur á mánuði og stytta vinnuvikuna ískólum borgarinnar í 35 klukkustundir. Aðspurður segir hann kosningaloforðið um hækkun launa vel vera raunhæft. „Þetta kostar um tvo milljarða á ári og ég vil benda á það að hagnaður Orkuveitunar var yfir 10 milljarðar, bæði í fyrra og árið þar á undan, þannig að það er mjög einfallt að fjármagna þetta,” segir Ingvar. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. Oddvitinn er bjartsýnn á að ná tveimur mönnum inn og kveðst reiðubúinn að starfa með öllum flokkum. Framsókn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í dag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri leiðir listann og í öðru sæti er Snædís Karlsdóttir lögfræðingur og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er í því þriðja. Umferðar- og samgöngumál eru Framsóknarmönnum í borginni ofarlega í huga fyrir kosningarnar í vor en flokkurinn hyggst meðal annars beita sér fyrir því aðfrítt verði í strætó í eitt ár í tilraunaskyni. „Þetta eru alls ekki háleit markmið. Þetta er mjög ódýr og góð lausn fyrir borgarbúa, þeir finna strax fyrir þessu vegna þess að frítt í strætó mun draga verulega úr álagi á gatnakerfi borgarinnar,” segir Ingvar. Þá fái háskólanemar sem velji vistvæna ferðamáta, 20 þúsund krónur í mánaðarlegan samgöngustyrk. Segir raunhæft loforð að hækka laun kennara Flokkurinn bauð síðast fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir en notast aðeins við nafn Framsóknarflokksins í komandi kosningum. „Við erum heldur betur flugvallarvinir,” segir Ingvar, spurður hvort Framsóknarmenn í borginni séu ekki lengur flugvallarvinir. Hann segir það algjört glapræði að verja fjármunum í að færa flugvöllinn. „Ég er flugmaður og flugstjóri og búinn að vera það í 22 ár hjá Icelandair og ég get sagt ykkur það að Reykjavíkurflugvöllur er mesti flugöryggisventill landsins.” Þá vill flokkurinn hækka laun leik- og grunnskólakennara um 100 þúsund krónur á mánuði og stytta vinnuvikuna ískólum borgarinnar í 35 klukkustundir. Aðspurður segir hann kosningaloforðið um hækkun launa vel vera raunhæft. „Þetta kostar um tvo milljarða á ári og ég vil benda á það að hagnaður Orkuveitunar var yfir 10 milljarðar, bæði í fyrra og árið þar á undan, þannig að það er mjög einfallt að fjármagna þetta,” segir Ingvar.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira