„Ég er ekki viss um að hann viti hvernig á að snúa skrúfjárni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. maí 2018 15:00 Eyþóri Arnalds er lýst sem talnaglöggum, klárum og skapandi listamanni sem sé samt allt annað en handlaginn. Myndir úr einkasafni Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var nærmynd af Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins. Þar var rætt við fólk sem er náið Eyþóri og er honum lýst sem talnaglöggum, klárum og skapandi listamanni sem sé samt allt annað en handlaginn. Eyþór fæddist í Reykjavík þann 24. nóvember árið 1964. Hann er sonur Sigríðar Eyþórsdóttur leikstjóra og kennara og Jóns L. Arnalds fyrrverandi borgardómara og ráðuneytisstjóra. Hann ólst að mestu upp í Árbænum ásamt systur sinni Bergljótu Arnalds og komu hæfileikar hans á sviði snemma í ljós. „Ég held að ég hafi verið ofvirkur. Ég las mjög mikið, las stundum 20 bækur á viku,“ svarar Eyþór aðspurður um það hvernig krakki hann hafi verið.Ólst upp í leikhúsinu „Hann var alltaf mikið í listum. Hann byrjaði til dæmis að vinna hérna í Þjóðleikhúsinu langt á undan mér. Hann byrjaði hér þegar hann var svona tólf, þrettán ára en þá var hann að leika í leiksýningu sem var hérna eftir Astrid Lindgren, Karlinn á þakinu,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri. „Ég ólst svolítið upp í leikhúsinu hjá mömmu minni sem var í Iðnó og Þjóðleikhúsinu, leikkona og líka kennari en hún kynnti mig fyrir leikhúsinu“ segir Eyþór. Hann var sex ára þegar hann lék í fyrstu sýningunni og fékk að kynnast öllum hliðum leikhússins sem barn. „Ég er miklu betri leikari en hann,“ segir Ari og viðurkennir að hann myndi ekki ráða Eyþór til að leika Hamlet. Hann heldur þó að hann myndi verða góður borgarstjóri. Eyþór og Ari kynntust í æsku og sátu saman í Hagaskóla. „Hann hafði svo mikla skoðun á samfélagsmálum að þá þegar hann var átta ára hafði hann farið í viðtal í Þjóðviljanum og tjáð sig um það að hann ætlaði að finna upp gereyðingartæki sem átti að eyða öllum vopnum,“ segir Ari. Bætir hann við að Eyþór hafi mjög snemma byrjað að hugsa um mengunarmál, sem hann geri enn þann dag í dag.Eyþór ArnaldsÚr einkasafniEkki handlaginn heimilisfaðir Á níunda áratugnum sló Eyþór í gegn með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass, ásamt söngkonunni Björk Guðmundsdóttur. Eyþór var svo bæði söngvari og sellóleikari í hljómsveitinni Todmobile í fjögur ár. „Ég held að Tappinn hafi verið svona mesta ævintýrið því það var líka svo mikið að gerast í þjóðfélaginu,“ útskýrir Eyþór. Eyþór útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1984 og lauk svo burtfararprófi í sellóleik árið 1988, en hann byrjaði í tónlistarnámi þegar hann var fimm ára gamall. „Sellóið tek ég föstum tökum sextán ára, sem er mjög seint, en klára það allt saman með menntaskólanum og æfði mig sex tíma á dag. Það var mjög skemmtilegur skóli.“ Eyþór er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík en í umfjöllun Ísland í dag kemur fram að hann hefur einnig lagt stund á hagfræðitengt stjórnendanám við Harvard háskóla. Eyþór er kvæntur Dagmar Unu Ólafsdóttur jógakennara og saman eiga þau tvö börn og svo átti Eyþór tvö börn fyrir. En hverjir eru gallarnir? „Hann er klárlega ekki handlaginn heimilisfaðir, ég er ekki viss um að hann viti hvernig á að snúa skrúfjárni,“ segir Ásta Stefánsdóttir bæjarstjóri í Árborg. Hún lýsir Eyþóri sem óvenjulegri blöndu. „Mér hættir oft til þess að taka of mikið að mér, það hefur verið galli. Svo er það bæði kostur og galli að ég treysti fólki og stundum treysti ég ekki réttu fólki,“ segir Eyþór sjálfur og viðurkennir að hann segir já of oft. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi. Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var nærmynd af Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins. Þar var rætt við fólk sem er náið Eyþóri og er honum lýst sem talnaglöggum, klárum og skapandi listamanni sem sé samt allt annað en handlaginn. Eyþór fæddist í Reykjavík þann 24. nóvember árið 1964. Hann er sonur Sigríðar Eyþórsdóttur leikstjóra og kennara og Jóns L. Arnalds fyrrverandi borgardómara og ráðuneytisstjóra. Hann ólst að mestu upp í Árbænum ásamt systur sinni Bergljótu Arnalds og komu hæfileikar hans á sviði snemma í ljós. „Ég held að ég hafi verið ofvirkur. Ég las mjög mikið, las stundum 20 bækur á viku,“ svarar Eyþór aðspurður um það hvernig krakki hann hafi verið.Ólst upp í leikhúsinu „Hann var alltaf mikið í listum. Hann byrjaði til dæmis að vinna hérna í Þjóðleikhúsinu langt á undan mér. Hann byrjaði hér þegar hann var svona tólf, þrettán ára en þá var hann að leika í leiksýningu sem var hérna eftir Astrid Lindgren, Karlinn á þakinu,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri. „Ég ólst svolítið upp í leikhúsinu hjá mömmu minni sem var í Iðnó og Þjóðleikhúsinu, leikkona og líka kennari en hún kynnti mig fyrir leikhúsinu“ segir Eyþór. Hann var sex ára þegar hann lék í fyrstu sýningunni og fékk að kynnast öllum hliðum leikhússins sem barn. „Ég er miklu betri leikari en hann,“ segir Ari og viðurkennir að hann myndi ekki ráða Eyþór til að leika Hamlet. Hann heldur þó að hann myndi verða góður borgarstjóri. Eyþór og Ari kynntust í æsku og sátu saman í Hagaskóla. „Hann hafði svo mikla skoðun á samfélagsmálum að þá þegar hann var átta ára hafði hann farið í viðtal í Þjóðviljanum og tjáð sig um það að hann ætlaði að finna upp gereyðingartæki sem átti að eyða öllum vopnum,“ segir Ari. Bætir hann við að Eyþór hafi mjög snemma byrjað að hugsa um mengunarmál, sem hann geri enn þann dag í dag.Eyþór ArnaldsÚr einkasafniEkki handlaginn heimilisfaðir Á níunda áratugnum sló Eyþór í gegn með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass, ásamt söngkonunni Björk Guðmundsdóttur. Eyþór var svo bæði söngvari og sellóleikari í hljómsveitinni Todmobile í fjögur ár. „Ég held að Tappinn hafi verið svona mesta ævintýrið því það var líka svo mikið að gerast í þjóðfélaginu,“ útskýrir Eyþór. Eyþór útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1984 og lauk svo burtfararprófi í sellóleik árið 1988, en hann byrjaði í tónlistarnámi þegar hann var fimm ára gamall. „Sellóið tek ég föstum tökum sextán ára, sem er mjög seint, en klára það allt saman með menntaskólanum og æfði mig sex tíma á dag. Það var mjög skemmtilegur skóli.“ Eyþór er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík en í umfjöllun Ísland í dag kemur fram að hann hefur einnig lagt stund á hagfræðitengt stjórnendanám við Harvard háskóla. Eyþór er kvæntur Dagmar Unu Ólafsdóttur jógakennara og saman eiga þau tvö börn og svo átti Eyþór tvö börn fyrir. En hverjir eru gallarnir? „Hann er klárlega ekki handlaginn heimilisfaðir, ég er ekki viss um að hann viti hvernig á að snúa skrúfjárni,“ segir Ásta Stefánsdóttir bæjarstjóri í Árborg. Hún lýsir Eyþóri sem óvenjulegri blöndu. „Mér hættir oft til þess að taka of mikið að mér, það hefur verið galli. Svo er það bæði kostur og galli að ég treysti fólki og stundum treysti ég ekki réttu fólki,“ segir Eyþór sjálfur og viðurkennir að hann segir já of oft. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi.
Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira