Segir reynt að torvelda aðgang að upplýsingum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. maí 2018 06:00 Björn Leví Gunnarsson telst sennilega til forvitnari þingmanna kjörtímabilsins. Vísir/ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur fjármögnun Vaðlaheiðarganga fara í bága við EES-samninginn, meðal annars vegna ábyrgðargjalds sem ekki er innheimt af ríkisábyrgðinni eins og kveðið er á um í 6. grein laga um ríkisábyrgð. Umræddu ákvæði var breytt árið 2011 til að bregðast við niðurstöðu ESA um að ríkisábyrgð sé aðeins heimil að því gefnu að hæfilegt ábyrgðargjald sé greitt fyrir hana sem svari að fullu til þeirrar ívilnunar sem viðkomandi nýtur í formi hagstæðari kjara umfram þau kjör sem almennt bjóðast á markaði án ríkisábyrgðar. Vaðlaheiðargöng hf. greiddu hins vegar svokallað áhættugjald sem nam 0,6 prósentum af lánsfjárhæðinni og losnaði þar með undan ábyrgðargjaldinu eins og 7. grein laganna kveður á um. Björn segir í samtali við Fréttablaðið að kanna þurfi hvað ráði því hverju sinni hvort ríkisábyrgðarþegar greiði áhættugjald eða ábyrgðargjald, en hann telur einsýnt að í tilviki Vaðlaheiðarganga hefði ábyrgðargjaldið orðið mun hærra en áhættugjaldið sem innheimt var hjá Vaðlaheiðargöngum hf. Björn hefur ítrekað reynt að afla upplýsinga hjá stjórnvöldum til að varpa megi ljósi á málsmeðferðina í tengslum við veitingu ríkisábyrgðarinnar en segir svörin sem hann fái ævinlega hafa verið misvísandi. Hann ákvað því að hætta að óska eftir minnisblöðum og spyrja spurninga en kalla frekar eftir öllum gögnum sem til eru í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um málið.Til stendur að Vaðlaheiðargöng opni í vetur.Vísir/auðunnÁ fundi fjárlaganefndar 22. apríl síðastliðinn óskaði hann eftir því að nefndin fengi öll gögn frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um ríkisábyrgðina sem varpað gætu ljósi á aðdraganda þess að ábyrgðin var veitt, bæði ráðleggingar og samskipti sérfræðinga innan ráðuneytisins og milli aðila sem komu að málinu á einhvern hátt. Björn segir þó einhverrar tregðu gæta í fjárlaganefnd gagnvart þessari upplýsingabeiðni enda sé hún enn ekki farin til ráðuneytisins frá nefndinni, þrátt fyrir að tilskilinn fjöldi nefndarmanna hafi skrifað undir beiðnina. „Það er allt gert til að koma í veg fyrir að það þurfi að afhenda þessi gögn. Ég er stöðugt að minna á að ég vilji fá þau en beiðnin er enn ekki farin til ráðuneytisins frá nefndinni,“ segir Björn en málið hefur verið til umræðu í nefndinni undanfarna daga. Björn kveður þá nefndarmenn sem standa að beiðninni ítrekað hafa verið spurða hvort þeir væru vissir um að þeir þyrftu og vildu þessi gögn og hvort ekki dygði að kalla eftir minnisblaði frá ráðuneytinu og nýju lögfræðiáliti. Björn kvaðst hafa tekið hugmynd að lögfræðiáliti fagnandi og er hann þegar búinn að draga upp drög að ítarlegum spurningalista í 14 liðum fyrir það álit en vilji engu að síður fá hrágögnin úr ráðuneytinu enda lítið gagn að lögfræðiálitinu einu, enda þurfi hann ekki lagatúlkun heldur upplýsingar um framkvæmdina og feril málsins í ráðuneytinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00 Kjördæmapólitík ræður vegabótum Fjárveitingar til vegabóta eru í engu samræmi við slysatölfræði. Hægt væri að fækka alvarlegum umferðarslysum stórkostlega á stuttum tíma, væri það gert. Á samgönguáætlun eru vegabætur á tveimur af 20 hættulegustu vegköflunum. 26. maí 2017 07:00 Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. 8. apríl 2017 08:26 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur fjármögnun Vaðlaheiðarganga fara í bága við EES-samninginn, meðal annars vegna ábyrgðargjalds sem ekki er innheimt af ríkisábyrgðinni eins og kveðið er á um í 6. grein laga um ríkisábyrgð. Umræddu ákvæði var breytt árið 2011 til að bregðast við niðurstöðu ESA um að ríkisábyrgð sé aðeins heimil að því gefnu að hæfilegt ábyrgðargjald sé greitt fyrir hana sem svari að fullu til þeirrar ívilnunar sem viðkomandi nýtur í formi hagstæðari kjara umfram þau kjör sem almennt bjóðast á markaði án ríkisábyrgðar. Vaðlaheiðargöng hf. greiddu hins vegar svokallað áhættugjald sem nam 0,6 prósentum af lánsfjárhæðinni og losnaði þar með undan ábyrgðargjaldinu eins og 7. grein laganna kveður á um. Björn segir í samtali við Fréttablaðið að kanna þurfi hvað ráði því hverju sinni hvort ríkisábyrgðarþegar greiði áhættugjald eða ábyrgðargjald, en hann telur einsýnt að í tilviki Vaðlaheiðarganga hefði ábyrgðargjaldið orðið mun hærra en áhættugjaldið sem innheimt var hjá Vaðlaheiðargöngum hf. Björn hefur ítrekað reynt að afla upplýsinga hjá stjórnvöldum til að varpa megi ljósi á málsmeðferðina í tengslum við veitingu ríkisábyrgðarinnar en segir svörin sem hann fái ævinlega hafa verið misvísandi. Hann ákvað því að hætta að óska eftir minnisblöðum og spyrja spurninga en kalla frekar eftir öllum gögnum sem til eru í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um málið.Til stendur að Vaðlaheiðargöng opni í vetur.Vísir/auðunnÁ fundi fjárlaganefndar 22. apríl síðastliðinn óskaði hann eftir því að nefndin fengi öll gögn frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um ríkisábyrgðina sem varpað gætu ljósi á aðdraganda þess að ábyrgðin var veitt, bæði ráðleggingar og samskipti sérfræðinga innan ráðuneytisins og milli aðila sem komu að málinu á einhvern hátt. Björn segir þó einhverrar tregðu gæta í fjárlaganefnd gagnvart þessari upplýsingabeiðni enda sé hún enn ekki farin til ráðuneytisins frá nefndinni, þrátt fyrir að tilskilinn fjöldi nefndarmanna hafi skrifað undir beiðnina. „Það er allt gert til að koma í veg fyrir að það þurfi að afhenda þessi gögn. Ég er stöðugt að minna á að ég vilji fá þau en beiðnin er enn ekki farin til ráðuneytisins frá nefndinni,“ segir Björn en málið hefur verið til umræðu í nefndinni undanfarna daga. Björn kveður þá nefndarmenn sem standa að beiðninni ítrekað hafa verið spurða hvort þeir væru vissir um að þeir þyrftu og vildu þessi gögn og hvort ekki dygði að kalla eftir minnisblaði frá ráðuneytinu og nýju lögfræðiáliti. Björn kvaðst hafa tekið hugmynd að lögfræðiáliti fagnandi og er hann þegar búinn að draga upp drög að ítarlegum spurningalista í 14 liðum fyrir það álit en vilji engu að síður fá hrágögnin úr ráðuneytinu enda lítið gagn að lögfræðiálitinu einu, enda þurfi hann ekki lagatúlkun heldur upplýsingar um framkvæmdina og feril málsins í ráðuneytinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00 Kjördæmapólitík ræður vegabótum Fjárveitingar til vegabóta eru í engu samræmi við slysatölfræði. Hægt væri að fækka alvarlegum umferðarslysum stórkostlega á stuttum tíma, væri það gert. Á samgönguáætlun eru vegabætur á tveimur af 20 hættulegustu vegköflunum. 26. maí 2017 07:00 Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. 8. apríl 2017 08:26 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00
Kjördæmapólitík ræður vegabótum Fjárveitingar til vegabóta eru í engu samræmi við slysatölfræði. Hægt væri að fækka alvarlegum umferðarslysum stórkostlega á stuttum tíma, væri það gert. Á samgönguáætlun eru vegabætur á tveimur af 20 hættulegustu vegköflunum. 26. maí 2017 07:00
Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. 8. apríl 2017 08:26