Cambridge Analytica hættir starfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 19:14 Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að aðgerðir fyrirtækisins hafi verið lögmætar og í samræmi við þá staðla sem önnur slík fyrirtæki sem koma að stjórnmálum og auglýsingum starfi eftir. Vísir/AFP Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli með persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að í kjölfar ósanngjarnar fjölmiðlaumfjöllunar hafi viðskiptavinir og birgjar fyrirtækisins slitið viðskiptum sínum við fyrirtækið og fregnir erlendis frá segja kostnaðarsamar lögsóknir hafa komið verulega niður á rekstri þess. Stephen Bannon, fyrrverandi kosningastjóri og ráðgjafi Donald Trump, var um tíma varaforseti fyrirtækisins. Fyrirtækið keypti umræddar upplýsingar með óheimilum hætti af utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann ætlaði að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Forsvarsmenn Cambridge Analytica segjast hafa keypt upplýsingarnar af prófessornum í góðri trú. Forstjóra fyrirtækisins, Alexander Nix, var sagt upp í kjölfar umfjöllunar Channel 4 í Bretlandi þar sem hann náðist á myndband segja Cambridge Analytica beita sér í kosningum um allan heim. Þeir gætu leitt stjórnmálamenn í gildrur með mútum og úkraínskum vændiskonum.Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að aðgerðir fyrirtækisins hafi verið lögmætar og í samræmi við þá staðla sem önnur slík fyrirtæki sem koma að stjórnmálum og auglýsingum starfi eftir. Fjölmiðlar eru sagðir hafa flutt rangar fregnir af fyrirtækinu og gert það að blóraböggli.Þá segir einnig að innri ransnókn hafi sýnt fram á að ásakanirnar gegn Cambridge Analytica hafi ekki verið sannleikanum samkvæmar. Donald Trump Tengdar fréttir Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Gagnapakki Cambridge Analytica stærri en áður var talið Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2018 20:36 Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli með persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að í kjölfar ósanngjarnar fjölmiðlaumfjöllunar hafi viðskiptavinir og birgjar fyrirtækisins slitið viðskiptum sínum við fyrirtækið og fregnir erlendis frá segja kostnaðarsamar lögsóknir hafa komið verulega niður á rekstri þess. Stephen Bannon, fyrrverandi kosningastjóri og ráðgjafi Donald Trump, var um tíma varaforseti fyrirtækisins. Fyrirtækið keypti umræddar upplýsingar með óheimilum hætti af utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann ætlaði að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Forsvarsmenn Cambridge Analytica segjast hafa keypt upplýsingarnar af prófessornum í góðri trú. Forstjóra fyrirtækisins, Alexander Nix, var sagt upp í kjölfar umfjöllunar Channel 4 í Bretlandi þar sem hann náðist á myndband segja Cambridge Analytica beita sér í kosningum um allan heim. Þeir gætu leitt stjórnmálamenn í gildrur með mútum og úkraínskum vændiskonum.Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að aðgerðir fyrirtækisins hafi verið lögmætar og í samræmi við þá staðla sem önnur slík fyrirtæki sem koma að stjórnmálum og auglýsingum starfi eftir. Fjölmiðlar eru sagðir hafa flutt rangar fregnir af fyrirtækinu og gert það að blóraböggli.Þá segir einnig að innri ransnókn hafi sýnt fram á að ásakanirnar gegn Cambridge Analytica hafi ekki verið sannleikanum samkvæmar.
Donald Trump Tengdar fréttir Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Gagnapakki Cambridge Analytica stærri en áður var talið Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2018 20:36 Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56
Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26
Gagnapakki Cambridge Analytica stærri en áður var talið Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2018 20:36
Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19