Fötin hans Ara vísa í eldgos og ástríðueldinn Benedikt Bóas skrifar 2. maí 2018 06:00 Munstrin á jakkanum hans Ara hafa þegar slegið í gegn í Evrópu og Ástralíu, þar sem Eurovision áhuginn er nánast endalaus. Hér er Ari á sinni fyrstu æfingu á stóra sviðinu í Lissabon. Andres Putting „Þórunn Clausen sótti fötin upp úr klukkan níu, kvöldið fyrir brottför. Þar voru sérsaumuð föt á Ara, Þórunni, Erlu og Örnu en strákarnir tveir, Vignir og Gunnar, eru ekki í sésaumuðum fötum, en partur af heildarútfærslunni samt,“ segir fatahönnuðurinn Ýr Þrastadóttir en hún saumaði fötin á Ara Ólafsson, Eurovision-fara. Fötin eru innblásin af íslenskri náttúru þar sem sterkar andstæður mætast eins og eldur og ís. „Ég vildi að Ari myndi skera sig vel úr hópnum og valdi þess vegna ljós silkisatín jakkaföt á hann á meðan restin af hópnum er í dekkri tónum. Hann er svo í rauðtóna rúllukragabol undir jakkafötunum sem tónar við hinar bakraddirnar sem klæðast rauðum tónum sem blandast yfir í svart. Það vísar í eldgos og ástríðueldinn innra með okkur öllum,“ segir Ýr sem fékk mjög stuttan tíma til að gera fötin.Hópurinn tók sig vel út á sviðinu í Lissabon.Andres Putting„Það eru um það bil tvær vikur síðan það var staðfest að fá mig í verkið. Þá byrja ég á því að setja niður hugmyndir á blað og við sættumst á útfærslu sem var í raun meira innblásin af norðurljósunum. Það var ekki nægur tími til að panta efni að utan með mínu mynstri út af tímarammanum, svo ég þurfti að endurhugsa hugmyndina út frá þeim möguleikum sem eru í boði á Íslandi.“ Hún segir að hún hafi viljað að Ari hefði mynstur á jakkanum en það er unnið úr íslenskum rúnatáknum undir áhrifum Art Deco. „Ég setti svo rauða borða umhverfis upphandleggina á jakkanum til að ýkja aðeins jakkann og er smá saga á bak við það líka, það er að segja, hann er eins konar boðberi jákvæðni og lagið fjallar um val okkar allra til þess að breyta rétt og bæta heiminn. Þannig að mér fannst búningurinn hans mega vera svolítið eins og hann væri foringi friðarboðskaps.“Breyttu atriðinu rétt fyrir brottför Ýr var komin með efnið í hendurnar viku fyrir brottför íslenska hópsins og þurfti því aldeilis að spýta í lófana. „Ég fékk tiltölulega frjálsar hendur við úrvinnsluna á búningunum sem er alveg æðislegt og einmitt þannig sem maður vill fá að vinna, en ég kom auðvitað með margar tillögur sem svo hópurinn samþykkti. Það var svo þannig að hópurinn breytti atriðinu tveimur dögum áður en farið var til Portúgals, sem varð til þess að fötin sem Vignir og Gunnar voru í pössuðu ekki alveg inn í myndina og þeir þurftu að hlaupa um Smáralindina með Þórunni daginn fyrir brottför og finna sér ný föt sem pössuðu betur inn í heildarmyndina.“ Hún segir það mikinn heiður að fá að hanna föt sem munu sjást í stofum heimsins en þetta eru fyrstu herrafötin sem hún hefur hannað. „Hingað til hef ég bara verið að gera föt á konur fyrir utan gjöf á pabba og kærasta minn, svo þetta var frábært tækifæri fyrir mig til að sanna að ég get gert herraföt líka.“ Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir Sjáðu brot frá fyrstu æfingu Ara Ólafs Eurovision-farinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni 8. maí. 30. apríl 2018 12:30 Stigagjöf dómnefnda í Eurovision breytt Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. 27. apríl 2018 22:45 Ari fékk blaðamenn til að rísa úr sætum á blaðamannafundi Ari og íslenski hópurinn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi eftir fyrstu æfingu þeirra í vikunni. 29. apríl 2018 14:28 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Þórunn Clausen sótti fötin upp úr klukkan níu, kvöldið fyrir brottför. Þar voru sérsaumuð föt á Ara, Þórunni, Erlu og Örnu en strákarnir tveir, Vignir og Gunnar, eru ekki í sésaumuðum fötum, en partur af heildarútfærslunni samt,“ segir fatahönnuðurinn Ýr Þrastadóttir en hún saumaði fötin á Ara Ólafsson, Eurovision-fara. Fötin eru innblásin af íslenskri náttúru þar sem sterkar andstæður mætast eins og eldur og ís. „Ég vildi að Ari myndi skera sig vel úr hópnum og valdi þess vegna ljós silkisatín jakkaföt á hann á meðan restin af hópnum er í dekkri tónum. Hann er svo í rauðtóna rúllukragabol undir jakkafötunum sem tónar við hinar bakraddirnar sem klæðast rauðum tónum sem blandast yfir í svart. Það vísar í eldgos og ástríðueldinn innra með okkur öllum,“ segir Ýr sem fékk mjög stuttan tíma til að gera fötin.Hópurinn tók sig vel út á sviðinu í Lissabon.Andres Putting„Það eru um það bil tvær vikur síðan það var staðfest að fá mig í verkið. Þá byrja ég á því að setja niður hugmyndir á blað og við sættumst á útfærslu sem var í raun meira innblásin af norðurljósunum. Það var ekki nægur tími til að panta efni að utan með mínu mynstri út af tímarammanum, svo ég þurfti að endurhugsa hugmyndina út frá þeim möguleikum sem eru í boði á Íslandi.“ Hún segir að hún hafi viljað að Ari hefði mynstur á jakkanum en það er unnið úr íslenskum rúnatáknum undir áhrifum Art Deco. „Ég setti svo rauða borða umhverfis upphandleggina á jakkanum til að ýkja aðeins jakkann og er smá saga á bak við það líka, það er að segja, hann er eins konar boðberi jákvæðni og lagið fjallar um val okkar allra til þess að breyta rétt og bæta heiminn. Þannig að mér fannst búningurinn hans mega vera svolítið eins og hann væri foringi friðarboðskaps.“Breyttu atriðinu rétt fyrir brottför Ýr var komin með efnið í hendurnar viku fyrir brottför íslenska hópsins og þurfti því aldeilis að spýta í lófana. „Ég fékk tiltölulega frjálsar hendur við úrvinnsluna á búningunum sem er alveg æðislegt og einmitt þannig sem maður vill fá að vinna, en ég kom auðvitað með margar tillögur sem svo hópurinn samþykkti. Það var svo þannig að hópurinn breytti atriðinu tveimur dögum áður en farið var til Portúgals, sem varð til þess að fötin sem Vignir og Gunnar voru í pössuðu ekki alveg inn í myndina og þeir þurftu að hlaupa um Smáralindina með Þórunni daginn fyrir brottför og finna sér ný föt sem pössuðu betur inn í heildarmyndina.“ Hún segir það mikinn heiður að fá að hanna föt sem munu sjást í stofum heimsins en þetta eru fyrstu herrafötin sem hún hefur hannað. „Hingað til hef ég bara verið að gera föt á konur fyrir utan gjöf á pabba og kærasta minn, svo þetta var frábært tækifæri fyrir mig til að sanna að ég get gert herraföt líka.“
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir Sjáðu brot frá fyrstu æfingu Ara Ólafs Eurovision-farinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni 8. maí. 30. apríl 2018 12:30 Stigagjöf dómnefnda í Eurovision breytt Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. 27. apríl 2018 22:45 Ari fékk blaðamenn til að rísa úr sætum á blaðamannafundi Ari og íslenski hópurinn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi eftir fyrstu æfingu þeirra í vikunni. 29. apríl 2018 14:28 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Sjáðu brot frá fyrstu æfingu Ara Ólafs Eurovision-farinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni 8. maí. 30. apríl 2018 12:30
Stigagjöf dómnefnda í Eurovision breytt Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. 27. apríl 2018 22:45
Ari fékk blaðamenn til að rísa úr sætum á blaðamannafundi Ari og íslenski hópurinn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi eftir fyrstu æfingu þeirra í vikunni. 29. apríl 2018 14:28