Ljósmæður gapandi og orðlausar yfir bréfi ráðuneytisins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:00 Ljósmæður í Reykjavík og á Akureyri hafa ákveðið að falla frá aðgerðum um yfirvinnubann eftir að fjármálaráðuneytið lýsti því yfir að þessar aðgerðir væru ólöglegar. Þær eru gapandi og orðlausar vegna málsins. Meirihluti ljósmæðra á fæðingar-og meðgöngudeildum í Reykjavík og á Akureyri lýsti því yfir í gær að þær ætluðu ekki að taka að sér yfirvinnu frá 1. maí fyrr en fyrr en kjarasamningur mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands lægi fyrir. Aðgerðirnar hófust eftir miðnætti. Um hádegi í dag barst tilkynning frá ljósmæðrum á Landspítalanum um að þær neyddust til að hætta aðgerðum. Ljósmæðrafélaginu hefði borist bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að að aðgerðir ljósmæðra væru með öllu óheimilar. Í bréfinu frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu sem fréttastofa hefur undir höndum er meðal annars skorað á Ljósmæðrafélag Íslands að beita sér fyrir því að aðgerðum ljósmæðra verði hætt ella muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúræða. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, sendi svar í dag þar sem kemur fram að félagið standi ekki fyrir ólögmætum aðgerðum og hafni þeim aðdróttunum. Þá er skorað á ljósmæður að standa ekki að slíkum aðgerðum. Ljósmóðir á Landspítalanum segir félagið ekki aðila að málinu. Ljósmæður séu forviða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins. „Við erum eiginlega bara gapandi, gáttaðar og orðlausar. Það er eins og við megum bara ekki neitt og maður spyr sig erum við í Norður-Kóreu eða erum við á Íslandi?“ segir Guðrún Gunnlaugsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Hún segir að ljósmæður hafi neyðst til að hætta aðgerðum. „Við neyddumst til að senda aðra tilkynningu í dag, 1. maí, svolítið táknrænn dagur, þar sem við erum að reyna að berjast en fólk er barið niður,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Ljósmæður í Reykjavík og á Akureyri hafa ákveðið að falla frá aðgerðum um yfirvinnubann eftir að fjármálaráðuneytið lýsti því yfir að þessar aðgerðir væru ólöglegar. Þær eru gapandi og orðlausar vegna málsins. Meirihluti ljósmæðra á fæðingar-og meðgöngudeildum í Reykjavík og á Akureyri lýsti því yfir í gær að þær ætluðu ekki að taka að sér yfirvinnu frá 1. maí fyrr en fyrr en kjarasamningur mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands lægi fyrir. Aðgerðirnar hófust eftir miðnætti. Um hádegi í dag barst tilkynning frá ljósmæðrum á Landspítalanum um að þær neyddust til að hætta aðgerðum. Ljósmæðrafélaginu hefði borist bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að að aðgerðir ljósmæðra væru með öllu óheimilar. Í bréfinu frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu sem fréttastofa hefur undir höndum er meðal annars skorað á Ljósmæðrafélag Íslands að beita sér fyrir því að aðgerðum ljósmæðra verði hætt ella muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúræða. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, sendi svar í dag þar sem kemur fram að félagið standi ekki fyrir ólögmætum aðgerðum og hafni þeim aðdróttunum. Þá er skorað á ljósmæður að standa ekki að slíkum aðgerðum. Ljósmóðir á Landspítalanum segir félagið ekki aðila að málinu. Ljósmæður séu forviða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins. „Við erum eiginlega bara gapandi, gáttaðar og orðlausar. Það er eins og við megum bara ekki neitt og maður spyr sig erum við í Norður-Kóreu eða erum við á Íslandi?“ segir Guðrún Gunnlaugsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Hún segir að ljósmæður hafi neyðst til að hætta aðgerðum. „Við neyddumst til að senda aðra tilkynningu í dag, 1. maí, svolítið táknrænn dagur, þar sem við erum að reyna að berjast en fólk er barið niður,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37
Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18
Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17