Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. maí 2018 20:00 Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. Samningarnir sem öðluðust gildi í dag eru raunar tveir, en annar þeirra snýr að svokölluðum viðbótarfríðindum í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Í honum felst m.a. að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Þannig falla niður tollar á flestar unnar landbúnaðarvörur, súkkulaði, pítsur, pasta, bökunarvörur o.fl. „Ég held að allir hagnist á þessu. Þetta bætir aðgang íslenskra bænda að evrópska markaðnum og bætir aðgang evrópskra bænda að íslenska markaðnum. Héðan í frá fer meira en helmingur íslenskra landbúnaðarvara tollfrjálst til ESB,“ segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi.Stórauknir kvótar í báðar áttir Þá hækka tollfrjálsir innflutningskvótar beggja aðila umtalsvert. Þannig stendur til að árlegur tollfrjáls útflutningur Íslendinga á kindakjöti geti aukist um 1200 tonn á næstu fjórum árum og útflutningur á skyri aukist um ríflega 3600 tonn, svo dæmi séu nefnd. Þá myndast heimildir til að flytja út bæði alifuglakjöt og ost, sem ekki hafa verið til staðar áður. „Ég held að opnað verði fyrir osta inn á Evrópumarkaðinn í fyrsta sinn svo það verða miklu fleiri tækifæri fyrir íslenska bændur og matvælaframleiðendur til að flytja út á markað sem samanstendur af 500 milljónum manna. Svo ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir Íslendinga,“ segir Michael. Feta-ostur og parmaskinka vernduð heiti Hinn samningurinn sem gildi tók í dag snýr að vernd landfræðilegra merkinga á afurðum. Þannig verður óheimilt að selja vörur undir heitum á borð við Parma-skinka og feta-ostur nema þær komi frá tilteknum svæðum og séu unnar með viðurkenndum hætti. Hingað til hefur mjólkursamsalan t.a.m. framleitt íslenskan ost og kallað hann feta – en það verður ekki mögulegt lengur. „Þetta skapar vonandi tækifæri fyrir báða aðila því Ísland getur í framtíðinni ráðið markaðnum með vörur sem njóta verndaðrar landfræðilegrarmerkingar í Evrópusambandinu og það mun vonandi efla þær á markaðnum því ef verið er að selja merkjavöru með landfræðilega merkingu er það merki um gæði og sérstöðu og það gefur bændum gott markaðstækifæri,“ segir Michael að lokum. Landbúnaður Neytendur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. Samningarnir sem öðluðust gildi í dag eru raunar tveir, en annar þeirra snýr að svokölluðum viðbótarfríðindum í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Í honum felst m.a. að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Þannig falla niður tollar á flestar unnar landbúnaðarvörur, súkkulaði, pítsur, pasta, bökunarvörur o.fl. „Ég held að allir hagnist á þessu. Þetta bætir aðgang íslenskra bænda að evrópska markaðnum og bætir aðgang evrópskra bænda að íslenska markaðnum. Héðan í frá fer meira en helmingur íslenskra landbúnaðarvara tollfrjálst til ESB,“ segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi.Stórauknir kvótar í báðar áttir Þá hækka tollfrjálsir innflutningskvótar beggja aðila umtalsvert. Þannig stendur til að árlegur tollfrjáls útflutningur Íslendinga á kindakjöti geti aukist um 1200 tonn á næstu fjórum árum og útflutningur á skyri aukist um ríflega 3600 tonn, svo dæmi séu nefnd. Þá myndast heimildir til að flytja út bæði alifuglakjöt og ost, sem ekki hafa verið til staðar áður. „Ég held að opnað verði fyrir osta inn á Evrópumarkaðinn í fyrsta sinn svo það verða miklu fleiri tækifæri fyrir íslenska bændur og matvælaframleiðendur til að flytja út á markað sem samanstendur af 500 milljónum manna. Svo ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir Íslendinga,“ segir Michael. Feta-ostur og parmaskinka vernduð heiti Hinn samningurinn sem gildi tók í dag snýr að vernd landfræðilegra merkinga á afurðum. Þannig verður óheimilt að selja vörur undir heitum á borð við Parma-skinka og feta-ostur nema þær komi frá tilteknum svæðum og séu unnar með viðurkenndum hætti. Hingað til hefur mjólkursamsalan t.a.m. framleitt íslenskan ost og kallað hann feta – en það verður ekki mögulegt lengur. „Þetta skapar vonandi tækifæri fyrir báða aðila því Ísland getur í framtíðinni ráðið markaðnum með vörur sem njóta verndaðrar landfræðilegrarmerkingar í Evrópusambandinu og það mun vonandi efla þær á markaðnum því ef verið er að selja merkjavöru með landfræðilega merkingu er það merki um gæði og sérstöðu og það gefur bændum gott markaðstækifæri,“ segir Michael að lokum.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira