Margir íhugað sjálfsvíg Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. maí 2018 07:00 Pieta samtökin efna til göngu í ljósið þann 12. maí næstkomandi. Þessi mynd var tekin í göngu sem var farin vorið 2016. „Þetta kemur ekkert á óvart,“ segir Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Fjórtán prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu fyrir Pieta hafa stundum eða oft á síðustu fimm árum haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum hjá sjálfum sér. 16 prósent hafa sjaldan haft slíkar áhyggjur og 70 prósent segjast aldrei hafa þær. Sirrý kveðst hafa kynnt Pieta-samtökin víða. Fólk hafi þörf fyrir að segja frá upplifun sinni í þessum efnum. Þrátt fyrir það séu sjálfsvíg enn tabú. „Fólk getur ekki sagt orð eins og sjálfsvíg, féll fyrir eigin hendi, tók sitt eigið líf. Fólk á erfitt með að nota orðin. Hvað er það annað en tabú?“Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/StefánNiðurstöður könnunar Maskínu benda til að tekjulágt fólk sé líklegra en tekjuhátt til að hafa áhyggjur af skaða- eða sjálfsvígshugsunum. Um 32 prósent þeirra sem eru með 400 þúsund krónur eða minna í mánaðarlaun höfðu stundum eða oft haft áhyggjur af slíku. Það gildir hins vegar um aðeins 11 prósent þeirra sem voru með tekjur á bilinu 550 til 799 þúsund krónur. Ríflega 28 prósent einhleypra höfðu stundum eða oft haft slíkar áhyggjur síðustu fimm árin, en einungis 9 prósent þeirra sem eru í hjónabandi eða sambúð. Sirrý hvetur þá sem eru með sjálfsvígshugsanir eða að hugsa um að skaða sig til þess að hafa samband við Pieta-samtökin í síma 5522218 og fá ókeypis aðstoð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er netpanell og er dreginn af handahófi úr Þjóðskrá. Svarendur voru af báðum kynjum á aldrinum 18-75 ára. Svarendur voru 891 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24 Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. 6. febrúar 2018 06:00 Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Ófremdarástand hefur ríkt í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fangelsa í áratug. Formaður félags fanga segir ekki traust milli fanga og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Formaðurinn segir geðheilbrigðisþjónustuna "jafn hræ 15. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Þetta kemur ekkert á óvart,“ segir Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Fjórtán prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu fyrir Pieta hafa stundum eða oft á síðustu fimm árum haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum hjá sjálfum sér. 16 prósent hafa sjaldan haft slíkar áhyggjur og 70 prósent segjast aldrei hafa þær. Sirrý kveðst hafa kynnt Pieta-samtökin víða. Fólk hafi þörf fyrir að segja frá upplifun sinni í þessum efnum. Þrátt fyrir það séu sjálfsvíg enn tabú. „Fólk getur ekki sagt orð eins og sjálfsvíg, féll fyrir eigin hendi, tók sitt eigið líf. Fólk á erfitt með að nota orðin. Hvað er það annað en tabú?“Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/StefánNiðurstöður könnunar Maskínu benda til að tekjulágt fólk sé líklegra en tekjuhátt til að hafa áhyggjur af skaða- eða sjálfsvígshugsunum. Um 32 prósent þeirra sem eru með 400 þúsund krónur eða minna í mánaðarlaun höfðu stundum eða oft haft áhyggjur af slíku. Það gildir hins vegar um aðeins 11 prósent þeirra sem voru með tekjur á bilinu 550 til 799 þúsund krónur. Ríflega 28 prósent einhleypra höfðu stundum eða oft haft slíkar áhyggjur síðustu fimm árin, en einungis 9 prósent þeirra sem eru í hjónabandi eða sambúð. Sirrý hvetur þá sem eru með sjálfsvígshugsanir eða að hugsa um að skaða sig til þess að hafa samband við Pieta-samtökin í síma 5522218 og fá ókeypis aðstoð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er netpanell og er dreginn af handahófi úr Þjóðskrá. Svarendur voru af báðum kynjum á aldrinum 18-75 ára. Svarendur voru 891 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24 Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. 6. febrúar 2018 06:00 Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Ófremdarástand hefur ríkt í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fangelsa í áratug. Formaður félags fanga segir ekki traust milli fanga og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Formaðurinn segir geðheilbrigðisþjónustuna "jafn hræ 15. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24
Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. 6. febrúar 2018 06:00
Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Ófremdarástand hefur ríkt í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fangelsa í áratug. Formaður félags fanga segir ekki traust milli fanga og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Formaðurinn segir geðheilbrigðisþjónustuna "jafn hræ 15. febrúar 2018 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels