Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. maí 2018 14:38 Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. Vísir/Eyþór Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda. Þeir segja að þannig megi bæta samkeppnishæfni skóla og auka aðsókn í kennaranám. Varaformaður Félags grunnskólakennara segir áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. Félag grunnskólakennara segir alvarlegan vanda blasa við grunnskólum landsins þar sem nýliðun grunnskólakennara sé afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. Að mati félagsins sé stórsókn í menntamálum vera orðin tóm nema laun grunnskólakennara verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Þetta kom fram á aðalfundi grunnskólakennara sem haldinn var fyrir helgi. Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. „Staðan innan stéttarinnar myndi ég segja að væri ekki góð og ég held við getum flest verið sammála um það. Það er mikill skortur á kennurum og mikill fjöldi leiðbeinanda inni í skólanum. Þetta er eitthvað sem verður bara verra með árunum.“Hefur ástandið verið verra en nú? „Ekki síðustu ár.“Á aðalfundinum var skorað á Samband íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd þeirra að ganga frá kjarasamningum við Félag grunnskólakennara sem allra fyrst en félagið hefur verið með lausan kjarasamning frá 1. desember 2017. Þessi staða skapar óvissu meðal félagsmanna og er skaðlegt skólastarfi í landinu. „Við skorum bara á Samband sveitarfélaganna að ná góðum samningi við okkur og vinna fljótt og vel.” Grunnskólakennarar skora á alla sem láta sig skólastarf varða að mynda þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og aðsókn í kennaranám mun aukast. „Það þarf náttúrulega að ná fram þjóðarsátt þegar laun einnar stéttar eiga að hækka umfram aðrar stéttir. Það hefur verið gefin út þjóðarsátt um að það verði að leiðrétta laun kennara og við köllum eftir þessari þjóðarsátt, það er ekki nóg að segja að það eigi að leiðrétta launin, það þarf að leiðrétta þau. Og þá í samanburði við aðrar stéttir sérfræðinga sem við viljum oft miða okkur við.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12 Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda. Þeir segja að þannig megi bæta samkeppnishæfni skóla og auka aðsókn í kennaranám. Varaformaður Félags grunnskólakennara segir áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. Félag grunnskólakennara segir alvarlegan vanda blasa við grunnskólum landsins þar sem nýliðun grunnskólakennara sé afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. Að mati félagsins sé stórsókn í menntamálum vera orðin tóm nema laun grunnskólakennara verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Þetta kom fram á aðalfundi grunnskólakennara sem haldinn var fyrir helgi. Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. „Staðan innan stéttarinnar myndi ég segja að væri ekki góð og ég held við getum flest verið sammála um það. Það er mikill skortur á kennurum og mikill fjöldi leiðbeinanda inni í skólanum. Þetta er eitthvað sem verður bara verra með árunum.“Hefur ástandið verið verra en nú? „Ekki síðustu ár.“Á aðalfundinum var skorað á Samband íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd þeirra að ganga frá kjarasamningum við Félag grunnskólakennara sem allra fyrst en félagið hefur verið með lausan kjarasamning frá 1. desember 2017. Þessi staða skapar óvissu meðal félagsmanna og er skaðlegt skólastarfi í landinu. „Við skorum bara á Samband sveitarfélaganna að ná góðum samningi við okkur og vinna fljótt og vel.” Grunnskólakennarar skora á alla sem láta sig skólastarf varða að mynda þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og aðsókn í kennaranám mun aukast. „Það þarf náttúrulega að ná fram þjóðarsátt þegar laun einnar stéttar eiga að hækka umfram aðrar stéttir. Það hefur verið gefin út þjóðarsátt um að það verði að leiðrétta laun kennara og við köllum eftir þessari þjóðarsátt, það er ekki nóg að segja að það eigi að leiðrétta launin, það þarf að leiðrétta þau. Og þá í samanburði við aðrar stéttir sérfræðinga sem við viljum oft miða okkur við.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12 Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12
Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01