Tæpir fjörutíu milljarðar skildir eftir heima Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2018 14:15 Benzema gæti hafa klæðst frönsku landsliðstreyjunni í síððasta skipti vísir/getty Frakkar hafa valið lokahóp sinn fyrir HM en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari, valdi sinn 23 manna hóp í gær. Mörg stór nöfn fá ekki að fara með til Rússlands, eins og Anthony Martial og Alexandre Lacazette. Enska blaðið Daily Mail tók saman byrjunarlið sterkra manna sem ekki fá að fara til Rússlands og er virði þess liðs tæpir fjörtíu milljarðar íslenskra króna, eða 280 milljón pund. Varnarmaður Manchester City, Aymeric Laporte, er einn þeirra sem var skilinn eftir. Hann kostaði City 57 milljónir punda í janúar og er dýrasti leikmaður í heimi sem ekki á einn landsleik að baki. Með honum í vörninni eru Mamadou Sakho, Lucas Digne og Mathieu Debuchy sem hefur verið úti í kuldanum hjá Arsenal. Þrefaldur Þýskalandsmeistari Kingsley Coman fékk ekki náðir undir augum Deschamps líkt og Alexandre Lacazette sem endaði tímabilið með Arsenal á fimm mörkum í sex leikjum. Þeir eru á miðjunni með Adrien Rabiot og Dimitri Payet. Þar er líka vængmaður Manchester United, Anthony Martial, sem kostaði 54 milljónir punda. Martial hefur ekki átt sjö dagana sæla í Manchester að undanförnu og hefur ekki skorað né lagt upp síðan í febrúar. Í framlínunni er tvöfaldur Evrópumeistari sem getur bætt þeim þriðja í röð við í lok mánaðarins, framherji Real Madrid Karim Benzema. Það er þó talið að hann fái ekki að fara af HM af pólitískum ástæðum, ekki frammistöðu á fótboltavellinum. Benzema var talinn hafa átt hlut í að kúga fjár út úr liðsfélaganum Mathieu Valbuena, en hefur síðan verið hreinsaður af þeim grun. Þrátt fyrir það mun þetta mál líklegast koma í veg fyrir það að hann muni spila aftur fyrir Frakkland.280 milljón punda lið Daily Mailmynd/daily mail HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Segir að Karim Benzema hafi brugðist sér með því að vera tengiliður við aðila sem beittu hann fjárkúgun. 27. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Frakkar hafa valið lokahóp sinn fyrir HM en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari, valdi sinn 23 manna hóp í gær. Mörg stór nöfn fá ekki að fara með til Rússlands, eins og Anthony Martial og Alexandre Lacazette. Enska blaðið Daily Mail tók saman byrjunarlið sterkra manna sem ekki fá að fara til Rússlands og er virði þess liðs tæpir fjörtíu milljarðar íslenskra króna, eða 280 milljón pund. Varnarmaður Manchester City, Aymeric Laporte, er einn þeirra sem var skilinn eftir. Hann kostaði City 57 milljónir punda í janúar og er dýrasti leikmaður í heimi sem ekki á einn landsleik að baki. Með honum í vörninni eru Mamadou Sakho, Lucas Digne og Mathieu Debuchy sem hefur verið úti í kuldanum hjá Arsenal. Þrefaldur Þýskalandsmeistari Kingsley Coman fékk ekki náðir undir augum Deschamps líkt og Alexandre Lacazette sem endaði tímabilið með Arsenal á fimm mörkum í sex leikjum. Þeir eru á miðjunni með Adrien Rabiot og Dimitri Payet. Þar er líka vængmaður Manchester United, Anthony Martial, sem kostaði 54 milljónir punda. Martial hefur ekki átt sjö dagana sæla í Manchester að undanförnu og hefur ekki skorað né lagt upp síðan í febrúar. Í framlínunni er tvöfaldur Evrópumeistari sem getur bætt þeim þriðja í röð við í lok mánaðarins, framherji Real Madrid Karim Benzema. Það er þó talið að hann fái ekki að fara af HM af pólitískum ástæðum, ekki frammistöðu á fótboltavellinum. Benzema var talinn hafa átt hlut í að kúga fjár út úr liðsfélaganum Mathieu Valbuena, en hefur síðan verið hreinsaður af þeim grun. Þrátt fyrir það mun þetta mál líklegast koma í veg fyrir það að hann muni spila aftur fyrir Frakkland.280 milljón punda lið Daily Mailmynd/daily mail
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Segir að Karim Benzema hafi brugðist sér með því að vera tengiliður við aðila sem beittu hann fjárkúgun. 27. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Segir að Karim Benzema hafi brugðist sér með því að vera tengiliður við aðila sem beittu hann fjárkúgun. 27. nóvember 2015 11:00