Ólafía líklega úr leik eftir slæman lokasprett Ísak Jasonarson skrifar 18. maí 2018 17:45 Ólafía Þórunn missteig sig á síðustu tveimur holunum í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Þrátt fyrir fína spilamennsku er Ólafía að öllum líkindum úr leik en hún þarf að treysta á aðra kylfinga til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía var fyrir daginn á pari vallarins og var ljóst að hún þyrfti að leika vel í dag til þess að komast áfram en niðurskurðarlínan var -1 áður en hún hóf leik á öðrum hringnum. Í dag lék hún svo frábært golf framan af hring og var á 3 höggum undir pari eftir 16 holur og í 27. sæti. Hún missteig sig svo á síðustu tveimur holunum, fékk tvöfaldan skolla á 17. holu og skolla á 18. holu og því endaði hún daginn á parinu. Eins og staðan er núna er Ólafía jöfn í 75. sæti á parinu í heildina og þarf því að treysta á að aðrir kylfingar misstígi sig til þess að komast áfram. Niðurskurðurinn miðast við þá kylfinga sem eru á höggi undir pari og komast um 70 kylfingar áfram. Þó getur mikið breyst því fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á öðrum hringnum.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Þrátt fyrir fína spilamennsku er Ólafía að öllum líkindum úr leik en hún þarf að treysta á aðra kylfinga til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía var fyrir daginn á pari vallarins og var ljóst að hún þyrfti að leika vel í dag til þess að komast áfram en niðurskurðarlínan var -1 áður en hún hóf leik á öðrum hringnum. Í dag lék hún svo frábært golf framan af hring og var á 3 höggum undir pari eftir 16 holur og í 27. sæti. Hún missteig sig svo á síðustu tveimur holunum, fékk tvöfaldan skolla á 17. holu og skolla á 18. holu og því endaði hún daginn á parinu. Eins og staðan er núna er Ólafía jöfn í 75. sæti á parinu í heildina og þarf því að treysta á að aðrir kylfingar misstígi sig til þess að komast áfram. Niðurskurðurinn miðast við þá kylfinga sem eru á höggi undir pari og komast um 70 kylfingar áfram. Þó getur mikið breyst því fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á öðrum hringnum.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira