Agnar Smári sneri blaðinu við: Ég var 105 kíló og floppaði í atvinnumennskunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2018 21:47 ÍBV er komið í 2-1 forystu gegn FH í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en Agnar Smári átti góðan leik í kvöld og var tekinn í viðtal í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Hann ræddi meðal annars um leikinn og alvarleg meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik. Gísli spilaði ekki meira eftir það. „Ég óska honum alls hins besta og ég vona að hann spila næsta leik. Það er gaman að spila á móti honum og það er gaman fyrir einvígið að hafa hann með,“ sagði Agnar Smári. Það hefur gengið á ýmsu hjá Agnari Smára sem sást bæði kasta upp og gráta á hliðarlínunni í fyrsta leiknum í einvíginu.Sjá einnig: Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok „Mér líður frábærlega í dag,“ sagði hann. „Eftir leikinn í Kaplakrika hringdi ég í pabba og bað um að tala við hann. Hann hefur verið mikið í Dale Carnegie og hefur hjálpað mér mikið,“ sagði Agnar Smári en pabbi hans yfirheyrði strákinn um hreinlæti, matarræði og svefn. „Það var ekki hreint heima hjá mér og ég hefði getað gert betur í hinu. Ég tók mér síðustu tvo daga í að gera allt spikk og span heima - skvísur mega koma í heimsókn,“ sagði hann í léttum dúr.Sjá einnig: Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara „Þá fer hausinn í gang og þetta fer þá allt að koma. Ég vissi að þetta væri einn af mínum síðustu leikjum í Vestmannaeyjum og ég ætlaði að njóta hans.“ Agnar Smári sagði einnig frá því að hann hafi tekið sig í gegn eftir síðasta tímabil, þegar hann vaknaði heima hjá sér - þunnur eftir fyllerí. „Þetta gerist í júní. Ég hugsaði með mér að við unnum ekki neitt, hvað er ég að gera hérna? Ég er 105 kíló og þunnur. Ég floppaði í atvinnumennskunni, kom heim og gekk ekkert sérstaklega vel. Ég pantaði mér ferð til Tælands og var í mánuð,“ sagði hann. „Ég ákvað að hætta að drekka, eða alla vega taka mér pásu,“ sagði Agnar Smári sem æfði þrisvar á dag í miklum hita með einkaþjálfara. Hann sleppti allri drykkju og missti tíu kíló. „Ég kom heim og upplifði skemmtilegustu þjóðhátíð mína hingað til, edrú.“ Sjáðu viðtalið allt hér fyrir neðan, þar sem Agnar Smári svarar til dæmis spurningu um Mighty Ducks 2 kvikmyndina og líkindi ÍBV-liðsins við íslenska íshokkíliðiði í þeirri ágætu kvikmynd. Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03 Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
ÍBV er komið í 2-1 forystu gegn FH í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en Agnar Smári átti góðan leik í kvöld og var tekinn í viðtal í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Hann ræddi meðal annars um leikinn og alvarleg meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik. Gísli spilaði ekki meira eftir það. „Ég óska honum alls hins besta og ég vona að hann spila næsta leik. Það er gaman að spila á móti honum og það er gaman fyrir einvígið að hafa hann með,“ sagði Agnar Smári. Það hefur gengið á ýmsu hjá Agnari Smára sem sást bæði kasta upp og gráta á hliðarlínunni í fyrsta leiknum í einvíginu.Sjá einnig: Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok „Mér líður frábærlega í dag,“ sagði hann. „Eftir leikinn í Kaplakrika hringdi ég í pabba og bað um að tala við hann. Hann hefur verið mikið í Dale Carnegie og hefur hjálpað mér mikið,“ sagði Agnar Smári en pabbi hans yfirheyrði strákinn um hreinlæti, matarræði og svefn. „Það var ekki hreint heima hjá mér og ég hefði getað gert betur í hinu. Ég tók mér síðustu tvo daga í að gera allt spikk og span heima - skvísur mega koma í heimsókn,“ sagði hann í léttum dúr.Sjá einnig: Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara „Þá fer hausinn í gang og þetta fer þá allt að koma. Ég vissi að þetta væri einn af mínum síðustu leikjum í Vestmannaeyjum og ég ætlaði að njóta hans.“ Agnar Smári sagði einnig frá því að hann hafi tekið sig í gegn eftir síðasta tímabil, þegar hann vaknaði heima hjá sér - þunnur eftir fyllerí. „Þetta gerist í júní. Ég hugsaði með mér að við unnum ekki neitt, hvað er ég að gera hérna? Ég er 105 kíló og þunnur. Ég floppaði í atvinnumennskunni, kom heim og gekk ekkert sérstaklega vel. Ég pantaði mér ferð til Tælands og var í mánuð,“ sagði hann. „Ég ákvað að hætta að drekka, eða alla vega taka mér pásu,“ sagði Agnar Smári sem æfði þrisvar á dag í miklum hita með einkaþjálfara. Hann sleppti allri drykkju og missti tíu kíló. „Ég kom heim og upplifði skemmtilegustu þjóðhátíð mína hingað til, edrú.“ Sjáðu viðtalið allt hér fyrir neðan, þar sem Agnar Smári svarar til dæmis spurningu um Mighty Ducks 2 kvikmyndina og líkindi ÍBV-liðsins við íslenska íshokkíliðiði í þeirri ágætu kvikmynd.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03 Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03
Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00