Körfubolti

Stórleikur James dugði ekki til fyrir Cleveland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
James vælir í dómurunum í nótt.
James vælir í dómurunum í nótt. vísir/getty
Boston Celtics er komið í 2-0 í rimmu sinnu gegn Cleveland Cavaliers eftir 107-94 sigur í leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í nótt.

Það var svo sannarlega ekki við LeBron James að sakast að Cleveland tapaði í nótt því hann skoraði 42 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar í leiknum.

„Nú fáum við tækifæri til þess að fara aftur heim og verja okkar heimavöll. Við þurfum að nýta þennan tíma milli leikjanna til þess að greina hvað sé að hjá okkur,“ sagði James eftir leikinn.

„Boston varði sinn heimavöll og nú er komið að okkur að gera slíkt hið sama. Við munum sjá úr hverju við erum gerðir á laugardag.





„Ég er ekki að fara að tapa neinum svefni út af þessum úrslitum. Maður leggur allt undir og á endanum verður maður að sætta sig við niðurstöðuna.“

Kevin Love var næststigahæstur í liði Cleveland með 22 stig og 15 fráköst.

Jaylen Brown var stigahæstur í liði Boston með 23 stig en Al Horford skilaði frábærum leik með 15 stigum og 10 fráköstum. Terry Rozier skoraði svo 18 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×