Í vagninum Magnús Guðmundsson skrifar 16. maí 2018 10:00 Skerðu þig úr. Einhver þarf að gera það. Það er auðvelt að vera sporgöngumaður. Það getur verið skrýtið að gera og segja það sem er öðruvísi. En án þeirra óþæginda er frelsið ekki mögulegt. Mundu eftir Rosu Parks. Á því augnabliki sem þú setur fordæmi er búið að rjúfa seið kyrrstöðunnar og annað fólk getur fylgt í fótspor þín.“ Þessi orð úr bókinni Um harðstjórn eftir Timothy Snyder, prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla, eiga erindi til okkar allra á öllum tímum. Í þeim er fólgin hvatning til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir með því sem er rétt fremur en hentugt og við getum tekið þetta til okkar sem einstaklingar og samfélög. Í lýðræðisríkjum eru einstaklingarnir leiddir áfram í krafti meirihluta samfélagsins af ríkisstjórnum. Þær eru fulltrúar valdsins sem við framseljum í þeirra hendur og þeim ber að starfa og koma fram í okkar nafni sem ein heild. Fulltrúahlutverk ríkisstjórna er bersýnilegt á alþjóðlegum vettvangi og þar gefst jafnvel ríkisstjórnum smáríkja tækifæri til þess að vera Rosa Parks alþjóðasamfélagsins. Tækifæri til þess að „rjúfa seið kyrrstöðunnar“ og standa með lítilmagnanum. Tækifæri til þess að setjast fremst í vagninn og taka stöðu gegn valdinu en með mannréttindum. Að setja slíkt fordæmi getur verið erfitt en það gerir öðrum kleift að fylgja í fótsporin og sagan kennir okkur að það mun allt verða þess virði. Skotárás Ísraelshers á mótmælendur á landamærum Ísraels og Gaza fyrr í vikunni var smánarleg valdbeiting og í raun ekkert annað en fjöldamorð. Hátt í sextíu manns féllu í valinn og á þriðja þúsund særðust og þar af fjölmargir alvarlega. Það er óþarfi að tíunda tilkomu þessara voðaverka sem eru framin í skjóli Bandaríkjanna og forseta þeirra, Donalds Trump. Það er hins vegar ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu mikilvægt það er ríkisstjórn Íslands að fá að sitja með í vagninum hjá Bandaríkjastjórn. Hvort það breyti engu hversu mörg mannslíf og þar af einnig barnslíf Ísraelsher tekur. Það virðist ekki vera. Það sem skiptir ríkisstjórn Íslands máli er að fá að sitja aftast í vagninum sem Trump stýrir á fullri ferð alveg óháð því hver fyrir verður og hún ætlar svo sannarlega ekki að láta henda sér út. Ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að skera sig úr og vera Rosa Parks í þessu máli heldur situr bara hnípin og þögul þarna aftast í vagninum og hugar að hagsmunum þjóðarinnar. Krónum og aurum okkar Íslendinga frekar en lífi og dauða Palestínumanna. Fordæming stjórnar þingflokks VG breytir litlu þar um því formaður flokksins er sitjandi forsætisráðherra. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem íslenska þjóðin framseldi vald sitt fer þá leið að láta bakland sitt taka afstöðu en sitja áfram í þögn í vagninum hjá Donald Trump. Sú staða er vonandi ekki komin til að vera því ef við viljum bæta heiminn þurfum við öll að þora að vera Rosa Parks. Þora að taka afstöðu með friði gegn stríði og lífi gegn morðum. Alltaf og án undantekninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skerðu þig úr. Einhver þarf að gera það. Það er auðvelt að vera sporgöngumaður. Það getur verið skrýtið að gera og segja það sem er öðruvísi. En án þeirra óþæginda er frelsið ekki mögulegt. Mundu eftir Rosu Parks. Á því augnabliki sem þú setur fordæmi er búið að rjúfa seið kyrrstöðunnar og annað fólk getur fylgt í fótspor þín.“ Þessi orð úr bókinni Um harðstjórn eftir Timothy Snyder, prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla, eiga erindi til okkar allra á öllum tímum. Í þeim er fólgin hvatning til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir með því sem er rétt fremur en hentugt og við getum tekið þetta til okkar sem einstaklingar og samfélög. Í lýðræðisríkjum eru einstaklingarnir leiddir áfram í krafti meirihluta samfélagsins af ríkisstjórnum. Þær eru fulltrúar valdsins sem við framseljum í þeirra hendur og þeim ber að starfa og koma fram í okkar nafni sem ein heild. Fulltrúahlutverk ríkisstjórna er bersýnilegt á alþjóðlegum vettvangi og þar gefst jafnvel ríkisstjórnum smáríkja tækifæri til þess að vera Rosa Parks alþjóðasamfélagsins. Tækifæri til þess að „rjúfa seið kyrrstöðunnar“ og standa með lítilmagnanum. Tækifæri til þess að setjast fremst í vagninn og taka stöðu gegn valdinu en með mannréttindum. Að setja slíkt fordæmi getur verið erfitt en það gerir öðrum kleift að fylgja í fótsporin og sagan kennir okkur að það mun allt verða þess virði. Skotárás Ísraelshers á mótmælendur á landamærum Ísraels og Gaza fyrr í vikunni var smánarleg valdbeiting og í raun ekkert annað en fjöldamorð. Hátt í sextíu manns féllu í valinn og á þriðja þúsund særðust og þar af fjölmargir alvarlega. Það er óþarfi að tíunda tilkomu þessara voðaverka sem eru framin í skjóli Bandaríkjanna og forseta þeirra, Donalds Trump. Það er hins vegar ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu mikilvægt það er ríkisstjórn Íslands að fá að sitja með í vagninum hjá Bandaríkjastjórn. Hvort það breyti engu hversu mörg mannslíf og þar af einnig barnslíf Ísraelsher tekur. Það virðist ekki vera. Það sem skiptir ríkisstjórn Íslands máli er að fá að sitja aftast í vagninum sem Trump stýrir á fullri ferð alveg óháð því hver fyrir verður og hún ætlar svo sannarlega ekki að láta henda sér út. Ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að skera sig úr og vera Rosa Parks í þessu máli heldur situr bara hnípin og þögul þarna aftast í vagninum og hugar að hagsmunum þjóðarinnar. Krónum og aurum okkar Íslendinga frekar en lífi og dauða Palestínumanna. Fordæming stjórnar þingflokks VG breytir litlu þar um því formaður flokksins er sitjandi forsætisráðherra. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem íslenska þjóðin framseldi vald sitt fer þá leið að láta bakland sitt taka afstöðu en sitja áfram í þögn í vagninum hjá Donald Trump. Sú staða er vonandi ekki komin til að vera því ef við viljum bæta heiminn þurfum við öll að þora að vera Rosa Parks. Þora að taka afstöðu með friði gegn stríði og lífi gegn morðum. Alltaf og án undantekninga.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun