Sigurður bæði neitaði og játaði sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2018 15:30 Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Vísir/Vilhelm Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sigurður, sem er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, er ákærður ásamt tengdamóður sinni og móður Sunnu, Unni Birgisdóttur, og þriðja manni fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum. Unnur, sem starfaði sem bókari hjá SS húsum og var stjórnarformaður félagsins, neitaði sök fyrir dómi. Áður hafði þriðji maðurinn, sem tók við af Sigurði sem daglegur stjórnandi árið 2016, neitað sök í málinu við þingfestingu þess þann 30. apríl.Brot upp á tugi milljóna króna Sigurður er sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum, ekki staðið skil á virðisaukaskatti, ekki greitt opinber gjöld. Brotin, sem áttu sér stað samkvæmt ákæru árið 2014 og 2015, nema hátt í 60 milljónum króna. Sigurður neitar sök er varðar skilum á röngum virðisaukaskattskýrslum árið 2014 og 2015 þar sem 34 milljónir voru offramtaldar í formi innskatts að því er segir í ákæru. Hann játaði aftur á móti sök í þeim hluta ákærunnar er sneri að vanskilum á virðisaukaskatti upp á tæpar þrjár milljónir króna og vangreiðslum opinberra gjald upp á um 15 milljónir króna.Grunaður um fíkniefnasmygl Unnur er ákærð fyrir brot af sama meiði, þ.e. að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti í mars til júní 2016 sem námu tæplega 21 milljón króna. Sömuleiðis að hafa vangreitt opinber gjöld fyrir SS hús um tæplega tíu milljónir króna árið 2016. Þriðji maðurinn er sakaður um svipuð brot, vanskil á virðisaukaskatti og vangreiðslu opinberra gjalda næstu mánuði á eftir, þ.e. júlí til september árið 2016. Sigurður er sömuleiðis grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmyglsmáli. Hann er talinn hafa staðið að því að smygla fíkniefnum í skákmunum til landsins frá Spáni þar sem þau Sunna Elvíra höfðu búsetu. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sigurður, sem er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, er ákærður ásamt tengdamóður sinni og móður Sunnu, Unni Birgisdóttur, og þriðja manni fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum. Unnur, sem starfaði sem bókari hjá SS húsum og var stjórnarformaður félagsins, neitaði sök fyrir dómi. Áður hafði þriðji maðurinn, sem tók við af Sigurði sem daglegur stjórnandi árið 2016, neitað sök í málinu við þingfestingu þess þann 30. apríl.Brot upp á tugi milljóna króna Sigurður er sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum, ekki staðið skil á virðisaukaskatti, ekki greitt opinber gjöld. Brotin, sem áttu sér stað samkvæmt ákæru árið 2014 og 2015, nema hátt í 60 milljónum króna. Sigurður neitar sök er varðar skilum á röngum virðisaukaskattskýrslum árið 2014 og 2015 þar sem 34 milljónir voru offramtaldar í formi innskatts að því er segir í ákæru. Hann játaði aftur á móti sök í þeim hluta ákærunnar er sneri að vanskilum á virðisaukaskatti upp á tæpar þrjár milljónir króna og vangreiðslum opinberra gjald upp á um 15 milljónir króna.Grunaður um fíkniefnasmygl Unnur er ákærð fyrir brot af sama meiði, þ.e. að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti í mars til júní 2016 sem námu tæplega 21 milljón króna. Sömuleiðis að hafa vangreitt opinber gjöld fyrir SS hús um tæplega tíu milljónir króna árið 2016. Þriðji maðurinn er sakaður um svipuð brot, vanskil á virðisaukaskatti og vangreiðslu opinberra gjalda næstu mánuði á eftir, þ.e. júlí til september árið 2016. Sigurður er sömuleiðis grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmyglsmáli. Hann er talinn hafa staðið að því að smygla fíkniefnum í skákmunum til landsins frá Spáni þar sem þau Sunna Elvíra höfðu búsetu.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00
Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15