Sigurður bæði neitaði og játaði sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2018 15:30 Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Vísir/Vilhelm Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sigurður, sem er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, er ákærður ásamt tengdamóður sinni og móður Sunnu, Unni Birgisdóttur, og þriðja manni fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum. Unnur, sem starfaði sem bókari hjá SS húsum og var stjórnarformaður félagsins, neitaði sök fyrir dómi. Áður hafði þriðji maðurinn, sem tók við af Sigurði sem daglegur stjórnandi árið 2016, neitað sök í málinu við þingfestingu þess þann 30. apríl.Brot upp á tugi milljóna króna Sigurður er sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum, ekki staðið skil á virðisaukaskatti, ekki greitt opinber gjöld. Brotin, sem áttu sér stað samkvæmt ákæru árið 2014 og 2015, nema hátt í 60 milljónum króna. Sigurður neitar sök er varðar skilum á röngum virðisaukaskattskýrslum árið 2014 og 2015 þar sem 34 milljónir voru offramtaldar í formi innskatts að því er segir í ákæru. Hann játaði aftur á móti sök í þeim hluta ákærunnar er sneri að vanskilum á virðisaukaskatti upp á tæpar þrjár milljónir króna og vangreiðslum opinberra gjald upp á um 15 milljónir króna.Grunaður um fíkniefnasmygl Unnur er ákærð fyrir brot af sama meiði, þ.e. að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti í mars til júní 2016 sem námu tæplega 21 milljón króna. Sömuleiðis að hafa vangreitt opinber gjöld fyrir SS hús um tæplega tíu milljónir króna árið 2016. Þriðji maðurinn er sakaður um svipuð brot, vanskil á virðisaukaskatti og vangreiðslu opinberra gjalda næstu mánuði á eftir, þ.e. júlí til september árið 2016. Sigurður er sömuleiðis grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmyglsmáli. Hann er talinn hafa staðið að því að smygla fíkniefnum í skákmunum til landsins frá Spáni þar sem þau Sunna Elvíra höfðu búsetu. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sigurður, sem er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, er ákærður ásamt tengdamóður sinni og móður Sunnu, Unni Birgisdóttur, og þriðja manni fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum. Unnur, sem starfaði sem bókari hjá SS húsum og var stjórnarformaður félagsins, neitaði sök fyrir dómi. Áður hafði þriðji maðurinn, sem tók við af Sigurði sem daglegur stjórnandi árið 2016, neitað sök í málinu við þingfestingu þess þann 30. apríl.Brot upp á tugi milljóna króna Sigurður er sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum, ekki staðið skil á virðisaukaskatti, ekki greitt opinber gjöld. Brotin, sem áttu sér stað samkvæmt ákæru árið 2014 og 2015, nema hátt í 60 milljónum króna. Sigurður neitar sök er varðar skilum á röngum virðisaukaskattskýrslum árið 2014 og 2015 þar sem 34 milljónir voru offramtaldar í formi innskatts að því er segir í ákæru. Hann játaði aftur á móti sök í þeim hluta ákærunnar er sneri að vanskilum á virðisaukaskatti upp á tæpar þrjár milljónir króna og vangreiðslum opinberra gjald upp á um 15 milljónir króna.Grunaður um fíkniefnasmygl Unnur er ákærð fyrir brot af sama meiði, þ.e. að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti í mars til júní 2016 sem námu tæplega 21 milljón króna. Sömuleiðis að hafa vangreitt opinber gjöld fyrir SS hús um tæplega tíu milljónir króna árið 2016. Þriðji maðurinn er sakaður um svipuð brot, vanskil á virðisaukaskatti og vangreiðslu opinberra gjalda næstu mánuði á eftir, þ.e. júlí til september árið 2016. Sigurður er sömuleiðis grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmyglsmáli. Hann er talinn hafa staðið að því að smygla fíkniefnum í skákmunum til landsins frá Spáni þar sem þau Sunna Elvíra höfðu búsetu.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00
Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15