Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2018 21:45 Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. Fyrrverandi alþingismaður kjördæmisins segir umhverfishópa orðna ósvífna í aðgerðum sínum og stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Óvænt fjörutíu prósenta fjölgun íbúa Árneshrepps á Ströndum rétt fyrir kosningar gerist á sama tíma og tekist er á um virkjun Hvalár. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur birt nöfn þessara einstaklinga en hann telur engan vafa leika á að þetta séu skipulagðar aðgerðir virkjunarandstæðinga. „Það er ekki víst að það eigi við um alla þessa einstaklinga, 17 eða 18, en um langflesta, þá er þetta skipulagt, já,“ segir Kristinn. Hann telur ákveðna einstaklinga beita sér öðrum fremur. „Og þar er í fararbroddi fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra, sem nýlega flutti norður í Árneshrepp til þess að sinna óljósum verkefnum.“ Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps segist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.Athygli vekur að stór hluti nýju íbúanna hefur skráð sig til heimilis á tveimur eyðibýlum, Dröngum, sem aldrei hafa komist í vegasamband, og Seljanesi, en þangað liggur jeppaslóði. Þá hafa fjórir skráð sig til heimilis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði einn eigenda Dranga að hann þekkti ekkert af þessu nýja fólki á jörðinni og lögheimilisflutningarnir væru í óþökk landeigenda. Meðal nýskráðra íbúa á Dröngum er talsmaður Saving Iceland, Snorri Páll Jónsson, en samtökin vöktu fyrst athygli í kringum mótmæli við Kárahnjúkavirkjun og síðar við álfyrirtæki og Hellisheiðarvirkjun. Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Kristinn telur tilgang lögheimilisflutninganna að kollvarpa lýðræðislegri niðurstöðu sveitarstjórnar. „Ég held að stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Því að það er alveg ljóst að hagsmunahópar í seinni tíð, sem margir beita sér í málefnum á umhverfissviði, þeir eru farnir að ganga mjög langt. Það þekkjum við til dæmis varðandi Teigsskóg og núna síðast varðandi laxeldi í Djúpinu. Og allir þessir hópar eiga það sammerkt að þeir eru orðnir mjög ósvífnir í aðgerðum sínum til að ná sínu fram. Jafnvel þótt þeir hafi álit heimamanna á móti sér,“ segir Kristinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. Fyrrverandi alþingismaður kjördæmisins segir umhverfishópa orðna ósvífna í aðgerðum sínum og stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Óvænt fjörutíu prósenta fjölgun íbúa Árneshrepps á Ströndum rétt fyrir kosningar gerist á sama tíma og tekist er á um virkjun Hvalár. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur birt nöfn þessara einstaklinga en hann telur engan vafa leika á að þetta séu skipulagðar aðgerðir virkjunarandstæðinga. „Það er ekki víst að það eigi við um alla þessa einstaklinga, 17 eða 18, en um langflesta, þá er þetta skipulagt, já,“ segir Kristinn. Hann telur ákveðna einstaklinga beita sér öðrum fremur. „Og þar er í fararbroddi fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra, sem nýlega flutti norður í Árneshrepp til þess að sinna óljósum verkefnum.“ Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps segist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.Athygli vekur að stór hluti nýju íbúanna hefur skráð sig til heimilis á tveimur eyðibýlum, Dröngum, sem aldrei hafa komist í vegasamband, og Seljanesi, en þangað liggur jeppaslóði. Þá hafa fjórir skráð sig til heimilis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði einn eigenda Dranga að hann þekkti ekkert af þessu nýja fólki á jörðinni og lögheimilisflutningarnir væru í óþökk landeigenda. Meðal nýskráðra íbúa á Dröngum er talsmaður Saving Iceland, Snorri Páll Jónsson, en samtökin vöktu fyrst athygli í kringum mótmæli við Kárahnjúkavirkjun og síðar við álfyrirtæki og Hellisheiðarvirkjun. Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Kristinn telur tilgang lögheimilisflutninganna að kollvarpa lýðræðislegri niðurstöðu sveitarstjórnar. „Ég held að stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Því að það er alveg ljóst að hagsmunahópar í seinni tíð, sem margir beita sér í málefnum á umhverfissviði, þeir eru farnir að ganga mjög langt. Það þekkjum við til dæmis varðandi Teigsskóg og núna síðast varðandi laxeldi í Djúpinu. Og allir þessir hópar eiga það sammerkt að þeir eru orðnir mjög ósvífnir í aðgerðum sínum til að ná sínu fram. Jafnvel þótt þeir hafi álit heimamanna á móti sér,“ segir Kristinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12