Körfubolti

Þjálfari ársins fékk sparkið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Besti árangur í sögu Raptors dugði ekki til að Casey héldi starfinu.
Besti árangur í sögu Raptors dugði ekki til að Casey héldi starfinu. vísir/getty
Þjálfarastarfið getur verið hverfult og það fékk þjálfari ársins í NBA-deildinni, Dwayne Casey, að reyna í dag.

Það eru aðeins nokkrir dagar síðan hann var valinn þjálfari ársins fyrir að ná frábærum árangri með Toronto Raptors í vetur. Það góða gengi fylgdi Raptors ekki með inn í úrslitakeppnina og því ákvað félagið að reka Casey.

„Eftir mikla íhugun höfum við komist að því að það sé félaginu fyrir bestu að skipta um þjálfara þó svo ákvörðunin hafi verið afar erfið,“ sagði Masai Ujiri, forseti Raptors.

Casey var búinn að vera þjálfari Raptors frá 2011 og er með 320-238 árangur sem þjálfari félagsins. Árangurinn í vetur er sá besti í sögu félagsins en ekki nógu góður fyrir stjórnina.

Raptors tapaði 4-0 fyrir Cleveland í úrslitakeppninni og það var eitthvað sem stjórn félagsins gat ekki sætt sig við.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×