Svona er röð laganna í Eurovision ákveðin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 17:30 Christer Björkman framleiðandi Eurovision keppninnar. Skjáskot/Youtube Röðun laganna í söngvakeppni eins og Eurovision er engin tilviljun og er mikil hugsun á bak við hina fullkomnu lagauppröðun. Eftir báðar undankeppnirnar sest framleiðandinn niður með sínu teymi og talar um bestu leiðina til þess að raða niður lögunum á úrslitakvöldinu. „Þetta snýst allt um að byggja upp flotta sýningu,“ segir Christer Björkman framleiðandi keppninnar. „Þú vilt byrja á góðri orku og koma partýinu af stað.“ Hann segir að þetta sé næstum því eins og að setja upp söngleik. „Þetta er eins og að búa til lag úr mörgum lögum.“ Nauðsynlegt að hafa gott flæði Það sem Björkman þarf svo að taka inn í reikninginn er að lögin eru dregin inn í annað hvort fyrri eða seinni hluta úrslitakvöldsins. Einnig þarf að hafa í huga alla aukahlutina sem fylgja sumum atriðunum, en starfsfólkið hefur aðeins 40 sekúndur á milli laga til þess að ganga frá og gera tilbúið fyrir næsta atriði. Við skipulagið notar hann litríka minnismiða sem límdir eru upp á stóra töflu. „Post-it miðarnir minna mig á það hvernig lagið er og hvernig tilfinningu það gefur mér.“ Litirnir gefa honum vísbendingu um það hvort gott flæði sé á uppröðuninni, þegar hann er enn að kynnast lögunum snemma í ferlinu. Aldrei fimm ballöður í röð „Til að láta hvert lag skína og verða demanturinn sem það á að vera, þarf að umkringja það með tveimur ólíkum lögum og það get ég gert þegar ég hef tækifærið til þess. Það er margt sem þarf að taka tillit til.“ „Það er sviðsmyndin, litur atriðisins, því ég vil helst ekki seta fjögur rauð atriði í röð, svo er það hraðinn, stundum tungumálið.“ Einnig spáir hann stundum í kyni flytjanda og hvort um er að ræða einstakling eða hóp. „Það eru svo margar breytur sem ég get notað en það mikilvægasta er orka lagsins og tegund. Ég myndi ekki setja þrjú hröð popplög í röð til dæmis og ég myndi ekki setja fimm ballöður í röð, aldrei.“ Eurovision Tengdar fréttir Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52 „Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Röðun laganna í söngvakeppni eins og Eurovision er engin tilviljun og er mikil hugsun á bak við hina fullkomnu lagauppröðun. Eftir báðar undankeppnirnar sest framleiðandinn niður með sínu teymi og talar um bestu leiðina til þess að raða niður lögunum á úrslitakvöldinu. „Þetta snýst allt um að byggja upp flotta sýningu,“ segir Christer Björkman framleiðandi keppninnar. „Þú vilt byrja á góðri orku og koma partýinu af stað.“ Hann segir að þetta sé næstum því eins og að setja upp söngleik. „Þetta er eins og að búa til lag úr mörgum lögum.“ Nauðsynlegt að hafa gott flæði Það sem Björkman þarf svo að taka inn í reikninginn er að lögin eru dregin inn í annað hvort fyrri eða seinni hluta úrslitakvöldsins. Einnig þarf að hafa í huga alla aukahlutina sem fylgja sumum atriðunum, en starfsfólkið hefur aðeins 40 sekúndur á milli laga til þess að ganga frá og gera tilbúið fyrir næsta atriði. Við skipulagið notar hann litríka minnismiða sem límdir eru upp á stóra töflu. „Post-it miðarnir minna mig á það hvernig lagið er og hvernig tilfinningu það gefur mér.“ Litirnir gefa honum vísbendingu um það hvort gott flæði sé á uppröðuninni, þegar hann er enn að kynnast lögunum snemma í ferlinu. Aldrei fimm ballöður í röð „Til að láta hvert lag skína og verða demanturinn sem það á að vera, þarf að umkringja það með tveimur ólíkum lögum og það get ég gert þegar ég hef tækifærið til þess. Það er margt sem þarf að taka tillit til.“ „Það er sviðsmyndin, litur atriðisins, því ég vil helst ekki seta fjögur rauð atriði í röð, svo er það hraðinn, stundum tungumálið.“ Einnig spáir hann stundum í kyni flytjanda og hvort um er að ræða einstakling eða hóp. „Það eru svo margar breytur sem ég get notað en það mikilvægasta er orka lagsins og tegund. Ég myndi ekki setja þrjú hröð popplög í röð til dæmis og ég myndi ekki setja fimm ballöður í röð, aldrei.“
Eurovision Tengdar fréttir Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52 „Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52
„Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45