„Skammastu þín, Salvador Sobral“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 11:45 Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. Felix Bergsson vonar að hann biðjist afsökunar. Vísir Portúgalska söngvaranum Salvador Sobral tókst að móðga keppendur og aðdáendur Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Margir segja að hann þurfi að biðjast afsökunar, þar á meðal Felix Bergsson. Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópu og vann keppnina á síðasta ári með laginu Amar Pelos Dios sem hann samdi ásamt systur sinni Luísu Sobral. Á Eurovision-aðdáendasíðunni Wiwibloggs er sagt frá því iað Sobral hafi talað niður keppnina í viðtali við portúgalska dagblaðið Publico. Sagðist hann heppinn að þurfa ekki að hlusta af neitt af lögunum sem taka þátt í ár og gagnrýndi einnig framlag Ísrael sem er spáð í efstu þremur sætunum í keppninni. „Ég þekki bara lögin frá Portúgal og Ísrael, því að Youtube neyddi mig til að sjá það. Youtube hélt að mér myndi líka lagið frá Ísrael. Ég opnaði það og lagið er hræðilegt. Sem betur fer þarf ég ekki að hlusta á neitt í ár.“ Netta Barzilai sem flytur lagið Toy fyrir hönd Ísrael og ákvað hún að senda bara ást á Twitter til Sobral eftir að frétta af ummælum hans. Felix Bergsson skrifaði á Facebook síðu sína í gær að hann vonaði að Salvador biðjist afsökunar á hrokafullum ummælum sínum „sem eru að valda Portúgölum miklu hugarangri og aðdáendum SS vonbrigðum.“ Sagði hann Sobral móðga aðra listamenn á einstaklega klaufalegan máta. Gagnrýndi Felix þar einnig ritskoðun Kína en eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Samband evrópskra sjónvarpsstöðva bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að sýna frá keppninni. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin Mango TV huldi og máði út hvers kyns tákn, húðflúr eða fána sem vísuðu til hinsegin samfélagsins og fóru frekar í auglýsingahlé en að sýna framlög Írlands og Albaníu í undankeppninni.það gengur mikið á í Eurovision þessa dagana. Salvador Sobral var varla búinn að sleppa orðinu og móðga aðra listamenn á... Posted by Felix Bergsson on Thursday, May 10, 2018 Jacques Houdek, sem keppti fyrir hönd Króatíu í keppninni á síðasta ári með laginu My Friend, er líka í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt Sobral harðlega fyrir ummælin. „SKAMMASTU ÞÍN, Salvador Sobral!!! SKAMMASTU ÞÍN!!! Er það svona sem sigurvegari Eurovision á að tala opinberlega? Þú reyndir svo mikið að sýna þig sem auðmjúkan mann, sem sannan listamann og þú gætir hafa blekkt alla Evrópu, en þú platar mig ekki!“ Houdek segir að Sobral ætti að biðjast strax afsökunar á ummælum sínum og hegðun.SHAME ON YOU, Salvador Sobral!!! SHAME ON YOU!!! Is this how a winner of the Eurovision Song Contest is supposed to... Posted by JACQUES HOUDEK on Wednesday, May 9, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem söngvarinn móðgar keppendur og aðdáendur Eurovision. Eftir keppnina á síðasta ári líkti hann tónlistinni í Eurovision við skyndibita, lög með enga merkingu eða innihald. Líkti hann samt eigin lagi við heilbrigða máltíð. Í viðtalinu núna sagði hann að ekkert hafi breyst eftir að hann vann keppnina. Sobral var fagnað eins og þjóðhetju við heimkomuna eftir keppnina því að þetta var í fyrsta skipti sem Portúgal vann eftir að hafa tekið þátt 49 sinnum frá árinu 1964. Í viðtalinu við Publico segir Sobral að það hafi ekki verið auðvelt að koma heim sem sigurvegari keppninnar. „Þetta var erfitt. Ég var þreyttur á að gráta. Ég sagði við sjálfan mig „hvað geri ég?“ Ég gat ekki farið út.“ Sobral gekkst undir hjartaígræðslu í desember á síðasta ári en aðgerðin var framkvæmd á Santa Cruz-sjúkrahúsinu í Lissabon, höfuðborg Portúgal. Sobral mun flytja sigurlagið sitt aftur á úrslitakvöldi keppninnar á laugardag.Hér að neðan má hlusta á framlag Ísrael til keppninnar í ár. Eurovision Tengdar fréttir Salvador Sobral: Hjartasjúklingurinn sem vann hug og hjörtu Evrópubúa Salvador Sobral heillaði Evrópubúa upp úr skónum með einlægri framkomu og yndisfögrum söng. 14. maí 2017 10:12 Konan sem á að rústa Eurovision Hin 25 ára Netta Barzilai frá Ísrael er talin langlíklegust til að vinna Eurovision í Lissabon í næsta mánuði. 12. apríl 2018 13:30 Sobral kominn með nýtt hjarta "Hann var vel undirbúinn. Hann er ungur maður sem áttaði sig á þeim erfiðleikum sem myndu fylgja þessari aðgerð,“ er haft eftir skurðlækni hans á vef BBC sem segir að endurhæfingin muni taka þó nokkurn tíma. 9. desember 2017 21:59 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira
Portúgalska söngvaranum Salvador Sobral tókst að móðga keppendur og aðdáendur Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Margir segja að hann þurfi að biðjast afsökunar, þar á meðal Felix Bergsson. Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópu og vann keppnina á síðasta ári með laginu Amar Pelos Dios sem hann samdi ásamt systur sinni Luísu Sobral. Á Eurovision-aðdáendasíðunni Wiwibloggs er sagt frá því iað Sobral hafi talað niður keppnina í viðtali við portúgalska dagblaðið Publico. Sagðist hann heppinn að þurfa ekki að hlusta af neitt af lögunum sem taka þátt í ár og gagnrýndi einnig framlag Ísrael sem er spáð í efstu þremur sætunum í keppninni. „Ég þekki bara lögin frá Portúgal og Ísrael, því að Youtube neyddi mig til að sjá það. Youtube hélt að mér myndi líka lagið frá Ísrael. Ég opnaði það og lagið er hræðilegt. Sem betur fer þarf ég ekki að hlusta á neitt í ár.“ Netta Barzilai sem flytur lagið Toy fyrir hönd Ísrael og ákvað hún að senda bara ást á Twitter til Sobral eftir að frétta af ummælum hans. Felix Bergsson skrifaði á Facebook síðu sína í gær að hann vonaði að Salvador biðjist afsökunar á hrokafullum ummælum sínum „sem eru að valda Portúgölum miklu hugarangri og aðdáendum SS vonbrigðum.“ Sagði hann Sobral móðga aðra listamenn á einstaklega klaufalegan máta. Gagnrýndi Felix þar einnig ritskoðun Kína en eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Samband evrópskra sjónvarpsstöðva bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að sýna frá keppninni. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin Mango TV huldi og máði út hvers kyns tákn, húðflúr eða fána sem vísuðu til hinsegin samfélagsins og fóru frekar í auglýsingahlé en að sýna framlög Írlands og Albaníu í undankeppninni.það gengur mikið á í Eurovision þessa dagana. Salvador Sobral var varla búinn að sleppa orðinu og móðga aðra listamenn á... Posted by Felix Bergsson on Thursday, May 10, 2018 Jacques Houdek, sem keppti fyrir hönd Króatíu í keppninni á síðasta ári með laginu My Friend, er líka í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt Sobral harðlega fyrir ummælin. „SKAMMASTU ÞÍN, Salvador Sobral!!! SKAMMASTU ÞÍN!!! Er það svona sem sigurvegari Eurovision á að tala opinberlega? Þú reyndir svo mikið að sýna þig sem auðmjúkan mann, sem sannan listamann og þú gætir hafa blekkt alla Evrópu, en þú platar mig ekki!“ Houdek segir að Sobral ætti að biðjast strax afsökunar á ummælum sínum og hegðun.SHAME ON YOU, Salvador Sobral!!! SHAME ON YOU!!! Is this how a winner of the Eurovision Song Contest is supposed to... Posted by JACQUES HOUDEK on Wednesday, May 9, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem söngvarinn móðgar keppendur og aðdáendur Eurovision. Eftir keppnina á síðasta ári líkti hann tónlistinni í Eurovision við skyndibita, lög með enga merkingu eða innihald. Líkti hann samt eigin lagi við heilbrigða máltíð. Í viðtalinu núna sagði hann að ekkert hafi breyst eftir að hann vann keppnina. Sobral var fagnað eins og þjóðhetju við heimkomuna eftir keppnina því að þetta var í fyrsta skipti sem Portúgal vann eftir að hafa tekið þátt 49 sinnum frá árinu 1964. Í viðtalinu við Publico segir Sobral að það hafi ekki verið auðvelt að koma heim sem sigurvegari keppninnar. „Þetta var erfitt. Ég var þreyttur á að gráta. Ég sagði við sjálfan mig „hvað geri ég?“ Ég gat ekki farið út.“ Sobral gekkst undir hjartaígræðslu í desember á síðasta ári en aðgerðin var framkvæmd á Santa Cruz-sjúkrahúsinu í Lissabon, höfuðborg Portúgal. Sobral mun flytja sigurlagið sitt aftur á úrslitakvöldi keppninnar á laugardag.Hér að neðan má hlusta á framlag Ísrael til keppninnar í ár.
Eurovision Tengdar fréttir Salvador Sobral: Hjartasjúklingurinn sem vann hug og hjörtu Evrópubúa Salvador Sobral heillaði Evrópubúa upp úr skónum með einlægri framkomu og yndisfögrum söng. 14. maí 2017 10:12 Konan sem á að rústa Eurovision Hin 25 ára Netta Barzilai frá Ísrael er talin langlíklegust til að vinna Eurovision í Lissabon í næsta mánuði. 12. apríl 2018 13:30 Sobral kominn með nýtt hjarta "Hann var vel undirbúinn. Hann er ungur maður sem áttaði sig á þeim erfiðleikum sem myndu fylgja þessari aðgerð,“ er haft eftir skurðlækni hans á vef BBC sem segir að endurhæfingin muni taka þó nokkurn tíma. 9. desember 2017 21:59 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira
Salvador Sobral: Hjartasjúklingurinn sem vann hug og hjörtu Evrópubúa Salvador Sobral heillaði Evrópubúa upp úr skónum með einlægri framkomu og yndisfögrum söng. 14. maí 2017 10:12
Konan sem á að rústa Eurovision Hin 25 ára Netta Barzilai frá Ísrael er talin langlíklegust til að vinna Eurovision í Lissabon í næsta mánuði. 12. apríl 2018 13:30
Sobral kominn með nýtt hjarta "Hann var vel undirbúinn. Hann er ungur maður sem áttaði sig á þeim erfiðleikum sem myndu fylgja þessari aðgerð,“ er haft eftir skurðlækni hans á vef BBC sem segir að endurhæfingin muni taka þó nokkurn tíma. 9. desember 2017 21:59