Bílbelti losna í nýlegum VW Polo Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 08:09 Volkswagen segist vita af vandanum. Vísir/afp Nýjasta gerð Volkswagen Polo er búin gölluðum öryggisbeltum. Þetta er meðal niðurstaðna sjálfstæðrar rannsóknar sem finnskt bílablað réðst í á dögunum. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir hefur Volkswagen viðurkennt að bílbeltið í vinsta aftursæti Polo-bifreiðanna kunni að vera óöruggt. Rannsókn finnska bílablaðsins Tekniikan Maailma leiddi í ljós að þegar Polo var ekið á miklu hraða, meðan öll bílbeltin í aftursætunum voru spennt, átti bílbeltið vinstra megin það til að losna fyrirvaralaust. Á vef Guardian segir að þessi galli eigi einkum við um nýjustu gerð Polo-bíla, sem og bíla af gerðinni Seat Arona og Seat Ibiza, en ekki er útilokað að gallinn kunni að vera til staðar í öðrum nýlegum bílum frá Volkswagen. Finnska bílablaðið komst að því að beltið átti einna helst til að losna þegar fimm farþegar voru í bílnum og bílstjórinn skipti um akrein á miklum hraða. Volkswagen segist vera meðvitað um gallann og hvetur fólk til að nota ekki miðju-sætisbeltið meðan fyrirtækið finnur lausn á vandanum. Búist er við því að ráðist verði í innköllum á nýlegum Polo-bifreiðum en þær hafa notið töluverðra vinsælda. Polo var til að mynda sjöundi mest seldi bíllinn í Bretlandi í fyrra. Bílar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Nýjasta gerð Volkswagen Polo er búin gölluðum öryggisbeltum. Þetta er meðal niðurstaðna sjálfstæðrar rannsóknar sem finnskt bílablað réðst í á dögunum. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir hefur Volkswagen viðurkennt að bílbeltið í vinsta aftursæti Polo-bifreiðanna kunni að vera óöruggt. Rannsókn finnska bílablaðsins Tekniikan Maailma leiddi í ljós að þegar Polo var ekið á miklu hraða, meðan öll bílbeltin í aftursætunum voru spennt, átti bílbeltið vinstra megin það til að losna fyrirvaralaust. Á vef Guardian segir að þessi galli eigi einkum við um nýjustu gerð Polo-bíla, sem og bíla af gerðinni Seat Arona og Seat Ibiza, en ekki er útilokað að gallinn kunni að vera til staðar í öðrum nýlegum bílum frá Volkswagen. Finnska bílablaðið komst að því að beltið átti einna helst til að losna þegar fimm farþegar voru í bílnum og bílstjórinn skipti um akrein á miklum hraða. Volkswagen segist vera meðvitað um gallann og hvetur fólk til að nota ekki miðju-sætisbeltið meðan fyrirtækið finnur lausn á vandanum. Búist er við því að ráðist verði í innköllum á nýlegum Polo-bifreiðum en þær hafa notið töluverðra vinsælda. Polo var til að mynda sjöundi mest seldi bíllinn í Bretlandi í fyrra.
Bílar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent