Heimir: Myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi Einar Sigurvinsson skrifar 10. maí 2018 22:00 Arnar Bill og Heimir á FIFA safninu í Zurich. mynd/ksi.is „Það er sjaldan sem þú finnur landsliðsþjálfara á bar með stuðningsmönnum, tveimur klukkustundum áður en leikur hefst. En þegar Ísland kemur við sögu eiga hlutirnir það til að vera öðruvísi.“ Svona hefst umfjöllun fréttastofu Reuters um íslenska landsliðið sem birt var í dag. Fyrr í vikunni sat Heimir Hallgrímssonar pallborðsumræður á safni FIFA í Zurich ásamt Arnari Bill Gunnarssyni, fræðslustjóra KSÍ. Þeim var nýlokið þegar blaðamaður Reuters náði tali við hann. Fyrir utan árangur íslenska landsliðsins vekur fátt meiri athygli erlendra íþróttafréttamanna en það að Heimir skuli hitta stuðningsmenn rétt áður en leikur hefst. „Hálf stúkan var auð á landsleikjum. Fyrsta sinn sem við gerðum þetta mættu sjö stuðningsmenn. Nú mæta 500 til 600 manns,“ sagði Heimir við blaðamann Reuters. Önnur spurning sem Heimir þarf reglulega að svara þegar erlendir blaðamann koma við sögu snýst að starfi hans sem tannlæknir. Heimir útskýrir hvernig tannlækningarnar hafa nýst honum í þjálfarastarfinu. „Þegar þú er tannlæknir þarftu að aðlaga þig að skjólstæðingnum. Sumir gætu verið mjög hræddir, sumir mjög rólegir. Það er eins þegar þú þjálfar knattspyrnumenn. Þú þarft að vita hvers konar tegund af leikmanni hann er og aðlaga þig að hans hugarfari.“ Þá útskýrir Heimir sínar áherslur fyrir leikstíl íslenska liðsins. „Við vitum að við getum ekki verið bestir á öllum sviðum, við erum Ísland. Við myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi ef við reyndum að herma eftir þeim.“ „Við vitum að við erum ekki besta sendingaliðið, svo við höfum ekki áhyggjur af tölfræði um heppnaðar sendingar eða hlutfall um vald á bolta. Við verðum að vera betri á öðrum sviðum,“ segir Heimir og nefnir þá þætti sem íslenska liðið þarf að hafa. „Við verðum að berjast meira en hitt liðið, við verðum að vera agaðir, við verðum að vera mjög skipulagðir, við verðum að vera einbeittir, við verðum að vera góðir í föstum leikatriðum. Þetta eru atriði sem leikmenn okkar verða að hafa á hreinu.“ Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst 14. júní og eru því aðeins 34 dagar til stefnu. Lokahópur íslenska landsliðsins fyrir mótið verður kynntur á morgun. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
„Það er sjaldan sem þú finnur landsliðsþjálfara á bar með stuðningsmönnum, tveimur klukkustundum áður en leikur hefst. En þegar Ísland kemur við sögu eiga hlutirnir það til að vera öðruvísi.“ Svona hefst umfjöllun fréttastofu Reuters um íslenska landsliðið sem birt var í dag. Fyrr í vikunni sat Heimir Hallgrímssonar pallborðsumræður á safni FIFA í Zurich ásamt Arnari Bill Gunnarssyni, fræðslustjóra KSÍ. Þeim var nýlokið þegar blaðamaður Reuters náði tali við hann. Fyrir utan árangur íslenska landsliðsins vekur fátt meiri athygli erlendra íþróttafréttamanna en það að Heimir skuli hitta stuðningsmenn rétt áður en leikur hefst. „Hálf stúkan var auð á landsleikjum. Fyrsta sinn sem við gerðum þetta mættu sjö stuðningsmenn. Nú mæta 500 til 600 manns,“ sagði Heimir við blaðamann Reuters. Önnur spurning sem Heimir þarf reglulega að svara þegar erlendir blaðamann koma við sögu snýst að starfi hans sem tannlæknir. Heimir útskýrir hvernig tannlækningarnar hafa nýst honum í þjálfarastarfinu. „Þegar þú er tannlæknir þarftu að aðlaga þig að skjólstæðingnum. Sumir gætu verið mjög hræddir, sumir mjög rólegir. Það er eins þegar þú þjálfar knattspyrnumenn. Þú þarft að vita hvers konar tegund af leikmanni hann er og aðlaga þig að hans hugarfari.“ Þá útskýrir Heimir sínar áherslur fyrir leikstíl íslenska liðsins. „Við vitum að við getum ekki verið bestir á öllum sviðum, við erum Ísland. Við myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi ef við reyndum að herma eftir þeim.“ „Við vitum að við erum ekki besta sendingaliðið, svo við höfum ekki áhyggjur af tölfræði um heppnaðar sendingar eða hlutfall um vald á bolta. Við verðum að vera betri á öðrum sviðum,“ segir Heimir og nefnir þá þætti sem íslenska liðið þarf að hafa. „Við verðum að berjast meira en hitt liðið, við verðum að vera agaðir, við verðum að vera mjög skipulagðir, við verðum að vera einbeittir, við verðum að vera góðir í föstum leikatriðum. Þetta eru atriði sem leikmenn okkar verða að hafa á hreinu.“ Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst 14. júní og eru því aðeins 34 dagar til stefnu. Lokahópur íslenska landsliðsins fyrir mótið verður kynntur á morgun.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti