Efast um að kosningaþátttakan batni Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. maí 2018 10:00 Af kjörstað. vísir/valli Kosningar Þrátt fyrir að metfjöldi flokka sé í framboði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí virðist ekki vera neitt rosalega djúpur áhugi á kosningunum, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann er ekki sannfærður um að kosningaþátttaka verði mikið betri en hún var í kosningunum 2014. Samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir síðustu kosningar var þátttakan sú minnsta frá árinu 1928, en rétt tæplega 63 prósent greiddu atkvæði. Minnsta kjörsóknin var á aldursbilinu 20-24 ára, eða rétt tæplega 42 prósent. Meðalkjörsókn var síðan náð í aldursbilinu 40-44 ára og hækkaði hún alveg fram að bilinu 75-79, samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir kosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstSkoðanakönnunin sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar rennir stoðum undir fullyrðingar Grétars. Sé rýnt í tölurnar sést að 17,6 prósent svarenda hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa. Sextán listar verða boðnir fram og þess vegna kann að vera erfiðara fyrir kjósendur að gera upp hug sinn. Talsverður munur er milli kynjanna. Næstum því 21 prósent kvenna segist ekki hafa ákveðið hvað þær ætla að kjósa, en einungis 14,5 prósent karla. Þá segjast 12,4 prósent kvenna ekki ætla að kjósa eða skila auðu á móti 10,5 prósentum karla. Grétar segir nokkra þætti hafa áhrif á kjörsókn. Aldur sé ef til vill stærsti þátturinn. „Fólk á tvítugs- og þrítugsaldri er langsamlega slappast við að mæta á kjörstað. Það eru ekki alveg nýju kjósendurnir átján og nítján ára, en það eru þeir sem eru í aldurshópnum 20 til 30 ára sem eru slappastir við að mæta,“ bætir hann við. Grétar nefnir fleira. „Það fer auðvitað eftir því hvort það eru einhver verulega aðkallandi mál sem eru í gangi hverju sinni,“ segir Grétar og veltir fyrir sér hvort málefni á borð við borgarlínuna og samgöngumál annars vegar og húsnæðis- og skipulagsmál hins vegar séu nógu spennandi málaflokkar til að lokka fólk á kjörstað. Brýnasta verkefnið sé að draga ungt fólk á kjörstað. Í áðurnefndri könnun kemur fram að 13 prósent svarenda á aldrinum 18-49 ára segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Hins vegar segjast einungis 9,3 prósent svarenda í aldurshópnum 50 ára og eldri ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Þá segjast rétt tæplega 20 prósent í yngri aldurshópnum óákveðin í því hvað þau ætla að kjósa en einungis 14,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 50 ára og eldri. Ákveðið var eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar að grípa til úrræða til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku unga fólksins. Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa síðan þá staðið að verkefni sem kallast #Egkýs. Sem liður í því var efnt til skuggakosninga fyrir alþingiskosningarnar 2016 og fyrir þingkosningarnar í fyrrahaust. Aftur var boðað til skuggakosninga í apríl síðastliðnum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöðurnar verða kynntar á kosninganótt. Hildur Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir ljóst að skuggakosningarnar hafi áhrif á áhuga ungs fólk á kosningunum. „Við sjáum það og eftirfylgnikannanir sýna að það er fylgni á milli þess að taka þátt í skuggakosningum og ætla að kjósa í almennum kosningum. Það er stóri sigurinn, Fyrst og fremst er þetta fræðsluverkefni til að fá ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun og mæta á kjörstað,“ segir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Kosningar Þrátt fyrir að metfjöldi flokka sé í framboði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí virðist ekki vera neitt rosalega djúpur áhugi á kosningunum, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann er ekki sannfærður um að kosningaþátttaka verði mikið betri en hún var í kosningunum 2014. Samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir síðustu kosningar var þátttakan sú minnsta frá árinu 1928, en rétt tæplega 63 prósent greiddu atkvæði. Minnsta kjörsóknin var á aldursbilinu 20-24 ára, eða rétt tæplega 42 prósent. Meðalkjörsókn var síðan náð í aldursbilinu 40-44 ára og hækkaði hún alveg fram að bilinu 75-79, samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir kosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstSkoðanakönnunin sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar rennir stoðum undir fullyrðingar Grétars. Sé rýnt í tölurnar sést að 17,6 prósent svarenda hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa. Sextán listar verða boðnir fram og þess vegna kann að vera erfiðara fyrir kjósendur að gera upp hug sinn. Talsverður munur er milli kynjanna. Næstum því 21 prósent kvenna segist ekki hafa ákveðið hvað þær ætla að kjósa, en einungis 14,5 prósent karla. Þá segjast 12,4 prósent kvenna ekki ætla að kjósa eða skila auðu á móti 10,5 prósentum karla. Grétar segir nokkra þætti hafa áhrif á kjörsókn. Aldur sé ef til vill stærsti þátturinn. „Fólk á tvítugs- og þrítugsaldri er langsamlega slappast við að mæta á kjörstað. Það eru ekki alveg nýju kjósendurnir átján og nítján ára, en það eru þeir sem eru í aldurshópnum 20 til 30 ára sem eru slappastir við að mæta,“ bætir hann við. Grétar nefnir fleira. „Það fer auðvitað eftir því hvort það eru einhver verulega aðkallandi mál sem eru í gangi hverju sinni,“ segir Grétar og veltir fyrir sér hvort málefni á borð við borgarlínuna og samgöngumál annars vegar og húsnæðis- og skipulagsmál hins vegar séu nógu spennandi málaflokkar til að lokka fólk á kjörstað. Brýnasta verkefnið sé að draga ungt fólk á kjörstað. Í áðurnefndri könnun kemur fram að 13 prósent svarenda á aldrinum 18-49 ára segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Hins vegar segjast einungis 9,3 prósent svarenda í aldurshópnum 50 ára og eldri ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Þá segjast rétt tæplega 20 prósent í yngri aldurshópnum óákveðin í því hvað þau ætla að kjósa en einungis 14,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 50 ára og eldri. Ákveðið var eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar að grípa til úrræða til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku unga fólksins. Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa síðan þá staðið að verkefni sem kallast #Egkýs. Sem liður í því var efnt til skuggakosninga fyrir alþingiskosningarnar 2016 og fyrir þingkosningarnar í fyrrahaust. Aftur var boðað til skuggakosninga í apríl síðastliðnum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöðurnar verða kynntar á kosninganótt. Hildur Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir ljóst að skuggakosningarnar hafi áhrif á áhuga ungs fólk á kosningunum. „Við sjáum það og eftirfylgnikannanir sýna að það er fylgni á milli þess að taka þátt í skuggakosningum og ætla að kjósa í almennum kosningum. Það er stóri sigurinn, Fyrst og fremst er þetta fræðsluverkefni til að fá ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun og mæta á kjörstað,“ segir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira