Efast um að kosningaþátttakan batni Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. maí 2018 10:00 Af kjörstað. vísir/valli Kosningar Þrátt fyrir að metfjöldi flokka sé í framboði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí virðist ekki vera neitt rosalega djúpur áhugi á kosningunum, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann er ekki sannfærður um að kosningaþátttaka verði mikið betri en hún var í kosningunum 2014. Samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir síðustu kosningar var þátttakan sú minnsta frá árinu 1928, en rétt tæplega 63 prósent greiddu atkvæði. Minnsta kjörsóknin var á aldursbilinu 20-24 ára, eða rétt tæplega 42 prósent. Meðalkjörsókn var síðan náð í aldursbilinu 40-44 ára og hækkaði hún alveg fram að bilinu 75-79, samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir kosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstSkoðanakönnunin sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar rennir stoðum undir fullyrðingar Grétars. Sé rýnt í tölurnar sést að 17,6 prósent svarenda hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa. Sextán listar verða boðnir fram og þess vegna kann að vera erfiðara fyrir kjósendur að gera upp hug sinn. Talsverður munur er milli kynjanna. Næstum því 21 prósent kvenna segist ekki hafa ákveðið hvað þær ætla að kjósa, en einungis 14,5 prósent karla. Þá segjast 12,4 prósent kvenna ekki ætla að kjósa eða skila auðu á móti 10,5 prósentum karla. Grétar segir nokkra þætti hafa áhrif á kjörsókn. Aldur sé ef til vill stærsti þátturinn. „Fólk á tvítugs- og þrítugsaldri er langsamlega slappast við að mæta á kjörstað. Það eru ekki alveg nýju kjósendurnir átján og nítján ára, en það eru þeir sem eru í aldurshópnum 20 til 30 ára sem eru slappastir við að mæta,“ bætir hann við. Grétar nefnir fleira. „Það fer auðvitað eftir því hvort það eru einhver verulega aðkallandi mál sem eru í gangi hverju sinni,“ segir Grétar og veltir fyrir sér hvort málefni á borð við borgarlínuna og samgöngumál annars vegar og húsnæðis- og skipulagsmál hins vegar séu nógu spennandi málaflokkar til að lokka fólk á kjörstað. Brýnasta verkefnið sé að draga ungt fólk á kjörstað. Í áðurnefndri könnun kemur fram að 13 prósent svarenda á aldrinum 18-49 ára segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Hins vegar segjast einungis 9,3 prósent svarenda í aldurshópnum 50 ára og eldri ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Þá segjast rétt tæplega 20 prósent í yngri aldurshópnum óákveðin í því hvað þau ætla að kjósa en einungis 14,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 50 ára og eldri. Ákveðið var eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar að grípa til úrræða til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku unga fólksins. Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa síðan þá staðið að verkefni sem kallast #Egkýs. Sem liður í því var efnt til skuggakosninga fyrir alþingiskosningarnar 2016 og fyrir þingkosningarnar í fyrrahaust. Aftur var boðað til skuggakosninga í apríl síðastliðnum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöðurnar verða kynntar á kosninganótt. Hildur Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir ljóst að skuggakosningarnar hafi áhrif á áhuga ungs fólk á kosningunum. „Við sjáum það og eftirfylgnikannanir sýna að það er fylgni á milli þess að taka þátt í skuggakosningum og ætla að kjósa í almennum kosningum. Það er stóri sigurinn, Fyrst og fremst er þetta fræðsluverkefni til að fá ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun og mæta á kjörstað,“ segir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Kosningar Þrátt fyrir að metfjöldi flokka sé í framboði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí virðist ekki vera neitt rosalega djúpur áhugi á kosningunum, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann er ekki sannfærður um að kosningaþátttaka verði mikið betri en hún var í kosningunum 2014. Samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir síðustu kosningar var þátttakan sú minnsta frá árinu 1928, en rétt tæplega 63 prósent greiddu atkvæði. Minnsta kjörsóknin var á aldursbilinu 20-24 ára, eða rétt tæplega 42 prósent. Meðalkjörsókn var síðan náð í aldursbilinu 40-44 ára og hækkaði hún alveg fram að bilinu 75-79, samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir kosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstSkoðanakönnunin sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar rennir stoðum undir fullyrðingar Grétars. Sé rýnt í tölurnar sést að 17,6 prósent svarenda hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa. Sextán listar verða boðnir fram og þess vegna kann að vera erfiðara fyrir kjósendur að gera upp hug sinn. Talsverður munur er milli kynjanna. Næstum því 21 prósent kvenna segist ekki hafa ákveðið hvað þær ætla að kjósa, en einungis 14,5 prósent karla. Þá segjast 12,4 prósent kvenna ekki ætla að kjósa eða skila auðu á móti 10,5 prósentum karla. Grétar segir nokkra þætti hafa áhrif á kjörsókn. Aldur sé ef til vill stærsti þátturinn. „Fólk á tvítugs- og þrítugsaldri er langsamlega slappast við að mæta á kjörstað. Það eru ekki alveg nýju kjósendurnir átján og nítján ára, en það eru þeir sem eru í aldurshópnum 20 til 30 ára sem eru slappastir við að mæta,“ bætir hann við. Grétar nefnir fleira. „Það fer auðvitað eftir því hvort það eru einhver verulega aðkallandi mál sem eru í gangi hverju sinni,“ segir Grétar og veltir fyrir sér hvort málefni á borð við borgarlínuna og samgöngumál annars vegar og húsnæðis- og skipulagsmál hins vegar séu nógu spennandi málaflokkar til að lokka fólk á kjörstað. Brýnasta verkefnið sé að draga ungt fólk á kjörstað. Í áðurnefndri könnun kemur fram að 13 prósent svarenda á aldrinum 18-49 ára segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Hins vegar segjast einungis 9,3 prósent svarenda í aldurshópnum 50 ára og eldri ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Þá segjast rétt tæplega 20 prósent í yngri aldurshópnum óákveðin í því hvað þau ætla að kjósa en einungis 14,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 50 ára og eldri. Ákveðið var eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar að grípa til úrræða til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku unga fólksins. Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa síðan þá staðið að verkefni sem kallast #Egkýs. Sem liður í því var efnt til skuggakosninga fyrir alþingiskosningarnar 2016 og fyrir þingkosningarnar í fyrrahaust. Aftur var boðað til skuggakosninga í apríl síðastliðnum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöðurnar verða kynntar á kosninganótt. Hildur Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir ljóst að skuggakosningarnar hafi áhrif á áhuga ungs fólk á kosningunum. „Við sjáum það og eftirfylgnikannanir sýna að það er fylgni á milli þess að taka þátt í skuggakosningum og ætla að kjósa í almennum kosningum. Það er stóri sigurinn, Fyrst og fremst er þetta fræðsluverkefni til að fá ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun og mæta á kjörstað,“ segir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira