Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. desember 2025 17:07 Úlfar Lúðvíksson hefur lagt einkennisklæðin á hilluna. Vísir Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra sem nú er auglýst. Þá segist hann alltaf hafa verið rammpólitískur en enginn hafi komið að tali við hann um framboð. „Ég er auðvitað rammpólitískur ef því er að skipta. Ef við horfum til að mynda til höfuðborgarinnar, mér þykir vænt um Reykjavík, ég er fæddur hér og uppalinn. Síðasta ár og misseri þá hefur þessari borg verið afskaplega illa stjórnað. Það er svona mín ástæða,“ segir Úlfar í Reykjavík síðdegis. Enginn hafi rætt við hann um framboð hingað til. Talið barst einnig að embætti ríkislögreglustjóra sem er nú auglýst. Úlfar segist ætla að gefa sér tíma til að ákveða hvort hann sækist eftir embættinu. „Hann þarf að vera reynslumikill, hann þarf að vera ákveðinn og hann þarf að hafa einhverja framtíðarsýn,“ segir hann aðspurður hvaða eiginleikum ríkislögreglustjóri þurfi að búa yfir. Herra Ísland Úlfar sinnti embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum lengi vel þar til Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti honum að hann yrði ekki skipaður aftur. Úlfar lét því samstundis af störfum og segir í viðtalinu að Þorbjörg hafi með þeirri ákvörðun sent mjög skýr skilaboð. „Mín sýn ef ég horfi til baka, núna hálft ár síðan ég lauk störfum þarna suður frá, í mínum augum fór illa saman að á sama tíma og ráðherra kynnir mér að hún ætli að auglýsa mína stöðu, að þá skömmu síðar býður hún mér að flytjast austur á firði í starf lögreglustjóra þar. Mér finnst þetta nú einhvern veginn ekki alveg fara saman. Þannig ég brást nú þannig við að ég óskaði eftir starfslokum bara daginn eftir,“ segir hann. Málefni landamæra voru því á borði Úlfars meðan hann starfaði á Suðurnesjunum. „Það er kerfisbundið eftirlit á ytri landamærunum. Hver og einn sem kemur á ytri landamærin, við getum nú talað um Breta og Bandaríkjamenn, þarf að framvísa vegabréfi. En því er ekki að skipta á innri landamærunum, þannig að innri landamærin eru opin. Um 450 milljónir eiga greiðan aðgang inn í landið og þetta hefur verið vandamál,“ segir hann. „Ef ég væri herra Ísland, þá værum við ekki í Schengen.“ Ástæðan séu ákveðnir öryggisþættir. Hann telur það mikilvægt fyrir sjálfstæða þjóð að hafa fullt eftirlit og stjórn á eigin landamærum og eins hverjum sé hleypt inn í landið og hverjir hljóta vegabréfsáritun. Til að mynda ætti að horfa til EFTA-kerfis Breta eða fyrirkomulags Bandaríkjamanna. Vill einfalda kerfið Meðal breytinga sem Úlfar myndi ráðast í yrði hann ríkislögreglustjóri væri að einfalda kerfið þar sem að á Íslandi býr afar fámennt samfélag. „Ég gæti séð fyrir mér að landinu yrði skipt upp í fjögur umdæmi og fyrir hverju umdæmi færi einn lögreglustjóri. Hann aftur á móti myndi sækja sitt vald til ríkislögreglustjóra, sem sagt ráðningarsambandið yrði við hann en ekki ráðherra, til að einfalda kerfið,“ segir Úlfar. Reykjavík Lögreglan Landamæri Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira
„Ég er auðvitað rammpólitískur ef því er að skipta. Ef við horfum til að mynda til höfuðborgarinnar, mér þykir vænt um Reykjavík, ég er fæddur hér og uppalinn. Síðasta ár og misseri þá hefur þessari borg verið afskaplega illa stjórnað. Það er svona mín ástæða,“ segir Úlfar í Reykjavík síðdegis. Enginn hafi rætt við hann um framboð hingað til. Talið barst einnig að embætti ríkislögreglustjóra sem er nú auglýst. Úlfar segist ætla að gefa sér tíma til að ákveða hvort hann sækist eftir embættinu. „Hann þarf að vera reynslumikill, hann þarf að vera ákveðinn og hann þarf að hafa einhverja framtíðarsýn,“ segir hann aðspurður hvaða eiginleikum ríkislögreglustjóri þurfi að búa yfir. Herra Ísland Úlfar sinnti embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum lengi vel þar til Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti honum að hann yrði ekki skipaður aftur. Úlfar lét því samstundis af störfum og segir í viðtalinu að Þorbjörg hafi með þeirri ákvörðun sent mjög skýr skilaboð. „Mín sýn ef ég horfi til baka, núna hálft ár síðan ég lauk störfum þarna suður frá, í mínum augum fór illa saman að á sama tíma og ráðherra kynnir mér að hún ætli að auglýsa mína stöðu, að þá skömmu síðar býður hún mér að flytjast austur á firði í starf lögreglustjóra þar. Mér finnst þetta nú einhvern veginn ekki alveg fara saman. Þannig ég brást nú þannig við að ég óskaði eftir starfslokum bara daginn eftir,“ segir hann. Málefni landamæra voru því á borði Úlfars meðan hann starfaði á Suðurnesjunum. „Það er kerfisbundið eftirlit á ytri landamærunum. Hver og einn sem kemur á ytri landamærin, við getum nú talað um Breta og Bandaríkjamenn, þarf að framvísa vegabréfi. En því er ekki að skipta á innri landamærunum, þannig að innri landamærin eru opin. Um 450 milljónir eiga greiðan aðgang inn í landið og þetta hefur verið vandamál,“ segir hann. „Ef ég væri herra Ísland, þá værum við ekki í Schengen.“ Ástæðan séu ákveðnir öryggisþættir. Hann telur það mikilvægt fyrir sjálfstæða þjóð að hafa fullt eftirlit og stjórn á eigin landamærum og eins hverjum sé hleypt inn í landið og hverjir hljóta vegabréfsáritun. Til að mynda ætti að horfa til EFTA-kerfis Breta eða fyrirkomulags Bandaríkjamanna. Vill einfalda kerfið Meðal breytinga sem Úlfar myndi ráðast í yrði hann ríkislögreglustjóri væri að einfalda kerfið þar sem að á Íslandi býr afar fámennt samfélag. „Ég gæti séð fyrir mér að landinu yrði skipt upp í fjögur umdæmi og fyrir hverju umdæmi færi einn lögreglustjóri. Hann aftur á móti myndi sækja sitt vald til ríkislögreglustjóra, sem sagt ráðningarsambandið yrði við hann en ekki ráðherra, til að einfalda kerfið,“ segir Úlfar.
Reykjavík Lögreglan Landamæri Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira